Lífið

Hvað var Sigmundur að skoða í símanum?

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Snjallsíminn er mikið þarfaþing, ekki síst fyrir menn á ferðinni eins og forsætisráðherra.
Snjallsíminn er mikið þarfaþing, ekki síst fyrir menn á ferðinni eins og forsætisráðherra. Mynd/RÚV
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson virtist hafa lítinn áhuga á því sem Guðmundur Steingrímsson, fyrrverandi formaður Bjartar framtíðar, hafði fram að færa í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherrans á Alþingi í kvöld.

Margir sjónvarpsáhorfendur ráku upp stór augu þegar myndatökumaður RÚV beindi sjónum sínum að hliðarsal Alþingis þar sem sjá mátti forsætisráðherrann djúpt sokkinn í snjallsímann sinn. 

Ekki leið á löngu áður en netverjar höfðu gert sér mat úr símanotkun Sigmundur og margir spurðu sig að því hvað hann hafi raunverulega verið að brasa í miðjum umræðum um eigin stefnuræðu.

Einn giskaði á forsætisráðherrann væri að skjóta fuglum í svín í hinum sívinsæla leik Angry Birds:

Aðrir grunuðu hann um að feta í fótspor fjármálaráðherra.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.