Handbolti

Grótta vann Meistarakeppnina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Laufey Ásta lyftir bikarnum.
Laufey Ásta lyftir bikarnum. vísir/stefán
Grótta bar sigurorð af Val, 27-19, í Meistarakeppni HSÍ í kvöld en leikurinn fór fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi.

Grótta varð deildar-, bikar- og Íslandsmeistari í fyrra og Seltirningum var spáð efsta sætinu í Olís-deild kvenna í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna sem kynnt var á kynningarfundi deildarinnar í dag.

Laufey Ásta Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með sjö mörk en Sunna María Einarsdóttir og Unnur Ómarsdóttir komu næstar með fimm mörk hvor.

Morgan Marie Þorkelsdóttir skoraði mest fyrir Val, eða fjögur mörk.

Mörk Gróttu:

Laufey Ásta Guðmundsdóttir 7, Sunna María Einarsdóttir 5, Unnur Ómarsdóttir 5, Eva Björk Davíðsdóttir 4, Lovísa Thompson 2, Arndís María Erlingsdóttir 1, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1, Anna Katrín Stefánsdótt­ir 1, Edda Þórunn Þórarinsdóttir 1.

Mörk Vals:

Morgan Marie Þorkelsdóttir 4, Íris Ásta Pétursdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 3, Sigurlaug Rúnarsdóttir 2, Vigdís Birna Þorsteinsdóttir 2, Gerður Arinbjarnar 2, Bryndís Elín Halldórsdóttir 2, Eva Björk Hlöðversdóttir 1.

vísir/stefán
vísir/stefán
vísir/stefán

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×