Lýsir áhyggjum af því að framundan sé minna aðhald í ríkisfjármálum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2015 18:05 Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það valdi sér miklum vonbrigðum að engin merki séu um skattalækkanir á atvinnulífið í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið í dag. „Atvinnulífið bar hitann og þungann af þeim skattahækkunum sem lagðar voru á á árunum 2009-2013 í kjölfar hrunsins,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir að nær ekkert sé gert til þess að draga þær hækkanir til baka og kallar eftir framtíðarsýn stjórnvalda á hvernig lækka eigi skatta og gjöld á fyrirtæki. Aðspurður hvort hann geti nefnt einhverja skatta eða gjöld sem dæmi segir Þorsteinn: „Við höfum bent á nokkra pósta en langstærsti þátturinn liggur í bankaskattinum sem er ekkert annað en bein skattlagning á viðskiptavini bankans. Það eru í dag engin rök að baki þessum skatti sem átti að vera til þess að bæta ríkissjóði það tjóns sem varð vegna hrunsins. Maður spyr sig hins vegar hver það er sem er að greiða fyrir þetta tjón því ef skatturinn kemur fram í verðlagningu bankanna þá eru það almenningur og fyrirtækin í landinu sem eru að borga.“ Þá bendir Þorsteinn jafnframt á tryggingargjaldið en það lækkar nú um 0,15% milli ára. Það sé samt enn mjög íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og vilja SA að það lækki enn frekar. „Svo má auðvitað segja að við höfum áhyggjur af tóninum; að það sé framundan mun minna aðhald í ríkisfjármálum og bendum bara einfaldlega á að ríkisútgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu eru ennþá mjög há,“ segir Þorsteinn. Það jákvæða sem SA taka út úr frumvarpinu er ágætur afgangur af ríkissjóði og áframhaldandi áhersla á að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þá sé einnig jákvætt að sjá skref í átt að lækkunum á tekjuskatti og lækkanir á tollum. Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það valdi sér miklum vonbrigðum að engin merki séu um skattalækkanir á atvinnulífið í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið í dag. „Atvinnulífið bar hitann og þungann af þeim skattahækkunum sem lagðar voru á á árunum 2009-2013 í kjölfar hrunsins,“ segir Þorsteinn í samtali við Vísi. Hann segir að nær ekkert sé gert til þess að draga þær hækkanir til baka og kallar eftir framtíðarsýn stjórnvalda á hvernig lækka eigi skatta og gjöld á fyrirtæki. Aðspurður hvort hann geti nefnt einhverja skatta eða gjöld sem dæmi segir Þorsteinn: „Við höfum bent á nokkra pósta en langstærsti þátturinn liggur í bankaskattinum sem er ekkert annað en bein skattlagning á viðskiptavini bankans. Það eru í dag engin rök að baki þessum skatti sem átti að vera til þess að bæta ríkissjóði það tjóns sem varð vegna hrunsins. Maður spyr sig hins vegar hver það er sem er að greiða fyrir þetta tjón því ef skatturinn kemur fram í verðlagningu bankanna þá eru það almenningur og fyrirtækin í landinu sem eru að borga.“ Þá bendir Þorsteinn jafnframt á tryggingargjaldið en það lækkar nú um 0,15% milli ára. Það sé samt enn mjög íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og vilja SA að það lækki enn frekar. „Svo má auðvitað segja að við höfum áhyggjur af tóninum; að það sé framundan mun minna aðhald í ríkisfjármálum og bendum bara einfaldlega á að ríkisútgjöld sem hlutfall af landsframleiðslu eru ennþá mjög há,“ segir Þorsteinn. Það jákvæða sem SA taka út úr frumvarpinu er ágætur afgangur af ríkissjóði og áframhaldandi áhersla á að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Þá sé einnig jákvætt að sjá skref í átt að lækkunum á tekjuskatti og lækkanir á tollum.
Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Stefnt að 15,3 milljarða afgangi á fjárlögum næsta árs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2016 í Hörpu í hádeginu. 8. september 2015 13:01