Dönsk yfirvöld milli steins og sleggju í flóttamannamálinu þóra kristín ásgeirsdóttir skrifar 8. september 2015 13:27 Angela Merkel og Lars Lökke Rasmussen. vísir/afp Um tófhundruð flóttamenn frá Sýrlandi eru komnir til Danmerkur eftir að Þjóðverjar opnuðu landamæri sín og fjöldinn vex dag frá degi. Forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt að hælisleitendakerfi Evrópu sé hrunið vegna ákvörðunar Þjóðverja um að virða ekki Dyflingarsamkomulagið. Hann er milli steins og sleggju en hluti ríkistjórnarinnar vill loka landamærunum. Þórdís Bachman sem er búsett í Danmörku segir að vatnaskil hafi orðið í málinu eftir að forsætisráðherrann samþykkti að taka við eitthundrað kvótaflóttamönnum eftir viðræður við Angelu Merkel kanslara Þýskalands. En Danska ríkisstjórnin er milli steins og sleggju í málinu, annars vegar á hún harðvítuga stuðningsmenn, til að mynda í Danska Þjóðarflokknum og hinsvegar vill hún ekki vera í ónáð í ESB.Vilja ekki vera í Danmörku Mikil óánægja greip um sig þegar flóttamennirnir í Rödby voru kyrrssettir og lögreglan vildi skrá þá inn í landið. Mörg hundruð flóttamanna frá Sýrlandi sem voru kyrrsettir í Rödby eru horfnir þaðan, hluti þeirra lagði af stað fótgangandi í gær meðfram hraðbrautinni áleiðis til Kaupmannahafnar. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra segir að fæstir þeirra sem rætt hefur verið við óski eftir hæli í Danmörku. Flestir vilji áfram til Svíþjóðar þar sem þeir eigi ættingja. „Danmörk vill ekki flóttafólk og það vill ekki Danmörku og undir eðlilegum kringumstæðum ætti reikningsdæmið að ganga upp,“ segir Þórdís en það er þó ekki öll sagan, Fólkið óttaðist að lenda í flóttamannabúðum í Danmörku eða að vera snúið aftur til Þýskalands. Sá ótti er ekki ástæðulaus en fyrstu flóttamennirnir voru sendir til baka í dag. Talið er að almennir borgarar hafi sótt flóttamennina sem hurfu í Danmörku og flutt yfir landamærin til Svíþjóðar. Á vef danska útvarpsins er rætt við fólk sem sigldi með flóttamann á seglbát til Svíþjóðar em fleiri Danir hafi lýst sig reiðubúna til að brjóta login og hjálpa flóttamönnum. Þórdís segir að þeir geti þó átt yfir höfði sér að vera kærðir fyrir mansal sem varði tveggja ára fangelsi. Það er heitt í kolunum vegna málefna flóttamanna og almenningur skiptist í tvö horn í málinu. Það sé fólk sem vilji hjálpa og keyri niður til Rödby, með vatn, teppi og leikföng og hinsvegar margir efnameiri Danir sem líti á þetta sem velferðartúrisma og viðurkenni ekki að flóttamennirnir séu tilneyddir. Dæmi um það sé Susanne Bjerregaard álitsgjafi, lögfræðingur að mennt, fyrrverandi ungfrú Danmörk og eiginkona vellauðugs innflytjanda. Hún hvatti til þess nýlega að allir flóttamennirnir yrðu sendir til Svíþjóðar enda væri landið hvort eð er farið í hundana. Flóttamenn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Um tófhundruð flóttamenn frá Sýrlandi eru komnir til Danmerkur eftir að Þjóðverjar opnuðu landamæri sín og fjöldinn vex dag frá degi. Forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt að hælisleitendakerfi Evrópu sé hrunið vegna ákvörðunar Þjóðverja um að virða ekki Dyflingarsamkomulagið. Hann er milli steins og sleggju en hluti ríkistjórnarinnar vill loka landamærunum. Þórdís Bachman sem er búsett í Danmörku segir að vatnaskil hafi orðið í málinu eftir að forsætisráðherrann samþykkti að taka við eitthundrað kvótaflóttamönnum eftir viðræður við Angelu Merkel kanslara Þýskalands. En Danska ríkisstjórnin er milli steins og sleggju í málinu, annars vegar á hún harðvítuga stuðningsmenn, til að mynda í Danska Þjóðarflokknum og hinsvegar vill hún ekki vera í ónáð í ESB.Vilja ekki vera í Danmörku Mikil óánægja greip um sig þegar flóttamennirnir í Rödby voru kyrrssettir og lögreglan vildi skrá þá inn í landið. Mörg hundruð flóttamanna frá Sýrlandi sem voru kyrrsettir í Rödby eru horfnir þaðan, hluti þeirra lagði af stað fótgangandi í gær meðfram hraðbrautinni áleiðis til Kaupmannahafnar. Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra segir að fæstir þeirra sem rætt hefur verið við óski eftir hæli í Danmörku. Flestir vilji áfram til Svíþjóðar þar sem þeir eigi ættingja. „Danmörk vill ekki flóttafólk og það vill ekki Danmörku og undir eðlilegum kringumstæðum ætti reikningsdæmið að ganga upp,“ segir Þórdís en það er þó ekki öll sagan, Fólkið óttaðist að lenda í flóttamannabúðum í Danmörku eða að vera snúið aftur til Þýskalands. Sá ótti er ekki ástæðulaus en fyrstu flóttamennirnir voru sendir til baka í dag. Talið er að almennir borgarar hafi sótt flóttamennina sem hurfu í Danmörku og flutt yfir landamærin til Svíþjóðar. Á vef danska útvarpsins er rætt við fólk sem sigldi með flóttamann á seglbát til Svíþjóðar em fleiri Danir hafi lýst sig reiðubúna til að brjóta login og hjálpa flóttamönnum. Þórdís segir að þeir geti þó átt yfir höfði sér að vera kærðir fyrir mansal sem varði tveggja ára fangelsi. Það er heitt í kolunum vegna málefna flóttamanna og almenningur skiptist í tvö horn í málinu. Það sé fólk sem vilji hjálpa og keyri niður til Rödby, með vatn, teppi og leikföng og hinsvegar margir efnameiri Danir sem líti á þetta sem velferðartúrisma og viðurkenni ekki að flóttamennirnir séu tilneyddir. Dæmi um það sé Susanne Bjerregaard álitsgjafi, lögfræðingur að mennt, fyrrverandi ungfrú Danmörk og eiginkona vellauðugs innflytjanda. Hún hvatti til þess nýlega að allir flóttamennirnir yrðu sendir til Svíþjóðar enda væri landið hvort eð er farið í hundana.
Flóttamenn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira