Sala Volkswagen bílafjölskyldunnar minnkaði um 3,7% í júlí Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2015 14:30 Volkswagen Passat. Volkswagen Svo miklu máli skiptir fyrir alla bílaframleiðendur að sala bíla í Kína gangi vel að margir þeirra upplifa nú minni sölu í ár en í sömu mánuðum í fyrra vegna dræmrar sölu bíla á stærsta bílamarkaði heims í Kína. Einnig er salan afar dræm á stórum mörkuðum í Rússlandi og í Brasilíu. Salan í júlí á öllum bílamerkjum Volkswagen, þar á meðal Audi, Skoda, Porsche, Seat og Bentley, auk Volkswagen bílmerkisins sjálfs var 792.100 bílar en 822.200 í fyrra. Salan á Volkswagen bílum minnkaði um 6,9% og nam 457.800 bílum. Heildarsalan hjá Volkswagen bílafjölskyldunni það sem af er ári nemur 5,83 milljón bílum og hefur minnkað um 1,0% á árinu. Búist er við því að áframhaldandi dræm sala verði á síðari helmingi ársins á þeim mörkuðum sem valdið hafa vonbrigðum framan af ári. Salan í Rússlandi minnkaði um 40,3% í júlí. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent
Svo miklu máli skiptir fyrir alla bílaframleiðendur að sala bíla í Kína gangi vel að margir þeirra upplifa nú minni sölu í ár en í sömu mánuðum í fyrra vegna dræmrar sölu bíla á stærsta bílamarkaði heims í Kína. Einnig er salan afar dræm á stórum mörkuðum í Rússlandi og í Brasilíu. Salan í júlí á öllum bílamerkjum Volkswagen, þar á meðal Audi, Skoda, Porsche, Seat og Bentley, auk Volkswagen bílmerkisins sjálfs var 792.100 bílar en 822.200 í fyrra. Salan á Volkswagen bílum minnkaði um 6,9% og nam 457.800 bílum. Heildarsalan hjá Volkswagen bílafjölskyldunni það sem af er ári nemur 5,83 milljón bílum og hefur minnkað um 1,0% á árinu. Búist er við því að áframhaldandi dræm sala verði á síðari helmingi ársins á þeim mörkuðum sem valdið hafa vonbrigðum framan af ári. Salan í Rússlandi minnkaði um 40,3% í júlí.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent