Hallbera: Það er partí í rútunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. september 2015 22:34 Hallbera hefur leikið alla leiki Breiðabliks í sumar. vísir/auðunn níelsson Breiðablik tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil og þann fyrsta í 10 ár þegar liðið vann 1-2 sigur á Þór/KA á Þórsvelli í dag. Blikar eru nú með 47 stig þegar aðeins einni umferð er ólokið en liðið í 2. sæti, Stjarnan, er með 42 stig og getur því ekki náð Kópavogsliðinu. Blikakonur eru núna á leiðinni í bæinn en þrátt fyrir mikinn fögnuð í rútunni gaf Hallbera Guðný Gísladóttir, einn reyndasti leikmaður liðsins, sér tíma til að ræða við blaðamann Vísis.Erfið en rétt ákvörðun að fara í Breiðablik „Ég er bara rosalega kát. Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessum,“ sagði Hallbera sem varð síðast Íslandsmeistari með Val árið 2010. Hún varð alls fimm sinnum Íslandsmeistari með Hlíðarendaliðinu og bætti þeim sjötta í safnið í dag. En er þessi titill á einhvern hátt frábrugðinn hinum sem Hallbera hefur unnið? „Þetta er svolítið öðruvísi. Þegar ég var hjá Val kom ég inn í upphafi gullaldarskeiðs félagsins sem var ótrúleg upplifun og eitthvað sem maður upplifir ekki oft á ferlinum,“ sagði Hallbera. „En núna er ég búin að fara út og er komin aftur heim. Markmiðið þegar ég kom aftur heim var að berjast um titla og ég ákvað að skipta um lið sem er ekkert auðvelt á Íslandi. „Það eru vinir sem verða súrir og þetta er oft svolítið persónulegt í kvennaboltanum. En ég sé það núna að þetta var hárrétt ákvörðun og það er ótrúlegt sætt að vinna þennan titil,“ bætti Hallbera við en hún kom til Breiðabliks frá Val fyrir tímabilið ásamt Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Svövu Rós Guðmundsdóttur.Var ekki sama í hálfleik Blikar voru ekki sjálfum sér líkir í fyrri hálfleik í dag og voru 1-0 undir að honum loknum. Hallbera viðurkennir að henni hafi orðið órótt. „Ég viðurkenni að mér var ekki alveg sama. Við spiluðum ekki vel en við vorum reyndar að spila á móti sterkum vindi. Þær skoruðu og þá kom smá „panikk“ hjá okkur. „Við áttum að klára þetta í síðasta leik (gegn Selfossi) en gerðum það ekki og það fór smá um mann. En svo komum við út í seinni hálfleikinn og það var bara eitt lið á vellinum,“ sagði Hallbera sem segir að Blikakonur hafi ekki viljað senda sínu dyggu stuðningsmenn aftur í bæinn án þess að hafa unnið titilinn. „Við vissum að við þyrftum að klára þetta. Við gátum ekki farið heim með jafntefli eða tap á bakinu. Það voru fullt af strákum komnir með rútu til að hvetja okkur og við gátum ekki sent þá í fýluferð.“Fanndís er kirsuberið á kökunni Telma Hjaltalín Þrastardóttir jafnaði metin fyrir Breiðablik á 47. mínútu og 15 mínútum síðar skoraði Fanndís Friðriksdóttir sigurmarkið. Þetta var 19. mark hennar í sumar en Fanndís er langmarkahæst í Pepsi-deildinni. „Þegar Fanndís er í stuði getur enginn stoppað hana og hún er búin að vera frábær í sumar. Svo er allt liðið búið að vera gott og rosalega þétt. En Fanndís er klárlega kirsuberið á kökunni,“ sagði Hallbera. Skagakonan segir mikið stuð í rútunni enda langri bið Blika eftir Íslandsmeistaratitlinum lokið. „Þetta er bara partí í rútunni. Það er ekkert verra en annað partí“ sagði Hallbera að endingu, glöð í bragði. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fanndís: Vantaði bara bikarinn Fanndís Friðriksdóttir var hetja Breiðabliks þegar liðið tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil með 1-2 sigri á Þór/KA fyrir norðan í dag. 7. september 2015 22:01 Umfjöllun og myndir: Þór/KA - Breiðablik 1-2 | Tíu ára bið Blika á enda Breiðablik eru Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið. Þetta var ljóst eftir 1-2 endurkomusigur Blika á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. 7. september 2015 19:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Breiðablik tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil og þann fyrsta í 10 ár þegar liðið vann 1-2 sigur á Þór/KA á Þórsvelli í dag. Blikar eru nú með 47 stig þegar aðeins einni umferð er ólokið en liðið í 2. sæti, Stjarnan, er með 42 stig og getur því ekki náð Kópavogsliðinu. Blikakonur eru núna á leiðinni í bæinn en þrátt fyrir mikinn fögnuð í rútunni gaf Hallbera Guðný Gísladóttir, einn reyndasti leikmaður liðsins, sér tíma til að ræða við blaðamann Vísis.Erfið en rétt ákvörðun að fara í Breiðablik „Ég er bara rosalega kát. Ég er búin að bíða svolítið lengi eftir þessum,“ sagði Hallbera sem varð síðast Íslandsmeistari með Val árið 2010. Hún varð alls fimm sinnum Íslandsmeistari með Hlíðarendaliðinu og bætti þeim sjötta í safnið í dag. En er þessi titill á einhvern hátt frábrugðinn hinum sem Hallbera hefur unnið? „Þetta er svolítið öðruvísi. Þegar ég var hjá Val kom ég inn í upphafi gullaldarskeiðs félagsins sem var ótrúleg upplifun og eitthvað sem maður upplifir ekki oft á ferlinum,“ sagði Hallbera. „En núna er ég búin að fara út og er komin aftur heim. Markmiðið þegar ég kom aftur heim var að berjast um titla og ég ákvað að skipta um lið sem er ekkert auðvelt á Íslandi. „Það eru vinir sem verða súrir og þetta er oft svolítið persónulegt í kvennaboltanum. En ég sé það núna að þetta var hárrétt ákvörðun og það er ótrúlegt sætt að vinna þennan titil,“ bætti Hallbera við en hún kom til Breiðabliks frá Val fyrir tímabilið ásamt Málfríði Ernu Sigurðardóttur og Svövu Rós Guðmundsdóttur.Var ekki sama í hálfleik Blikar voru ekki sjálfum sér líkir í fyrri hálfleik í dag og voru 1-0 undir að honum loknum. Hallbera viðurkennir að henni hafi orðið órótt. „Ég viðurkenni að mér var ekki alveg sama. Við spiluðum ekki vel en við vorum reyndar að spila á móti sterkum vindi. Þær skoruðu og þá kom smá „panikk“ hjá okkur. „Við áttum að klára þetta í síðasta leik (gegn Selfossi) en gerðum það ekki og það fór smá um mann. En svo komum við út í seinni hálfleikinn og það var bara eitt lið á vellinum,“ sagði Hallbera sem segir að Blikakonur hafi ekki viljað senda sínu dyggu stuðningsmenn aftur í bæinn án þess að hafa unnið titilinn. „Við vissum að við þyrftum að klára þetta. Við gátum ekki farið heim með jafntefli eða tap á bakinu. Það voru fullt af strákum komnir með rútu til að hvetja okkur og við gátum ekki sent þá í fýluferð.“Fanndís er kirsuberið á kökunni Telma Hjaltalín Þrastardóttir jafnaði metin fyrir Breiðablik á 47. mínútu og 15 mínútum síðar skoraði Fanndís Friðriksdóttir sigurmarkið. Þetta var 19. mark hennar í sumar en Fanndís er langmarkahæst í Pepsi-deildinni. „Þegar Fanndís er í stuði getur enginn stoppað hana og hún er búin að vera frábær í sumar. Svo er allt liðið búið að vera gott og rosalega þétt. En Fanndís er klárlega kirsuberið á kökunni,“ sagði Hallbera. Skagakonan segir mikið stuð í rútunni enda langri bið Blika eftir Íslandsmeistaratitlinum lokið. „Þetta er bara partí í rútunni. Það er ekkert verra en annað partí“ sagði Hallbera að endingu, glöð í bragði.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fanndís: Vantaði bara bikarinn Fanndís Friðriksdóttir var hetja Breiðabliks þegar liðið tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil með 1-2 sigri á Þór/KA fyrir norðan í dag. 7. september 2015 22:01 Umfjöllun og myndir: Þór/KA - Breiðablik 1-2 | Tíu ára bið Blika á enda Breiðablik eru Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið. Þetta var ljóst eftir 1-2 endurkomusigur Blika á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. 7. september 2015 19:15 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Fanndís: Vantaði bara bikarinn Fanndís Friðriksdóttir var hetja Breiðabliks þegar liðið tryggði sér sinn 16. Íslandsmeistaratitil með 1-2 sigri á Þór/KA fyrir norðan í dag. 7. september 2015 22:01
Umfjöllun og myndir: Þór/KA - Breiðablik 1-2 | Tíu ára bið Blika á enda Breiðablik eru Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið. Þetta var ljóst eftir 1-2 endurkomusigur Blika á Þór/KA fyrir norðan í kvöld. 7. september 2015 19:15