Innlent

Rauði Krossinn hefur fjársöfnun fyrir flóttafólk

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Rauði krossinn á Íslandi segist ekki ætla að láta sitt eftir liggja.
Rauði krossinn á Íslandi segist ekki ætla að láta sitt eftir liggja. Mynd/aðsend
Rauði krossinn á Íslandi hefur ákveðið að hefja fjársöfnun til að styðja flóttafólk. 

„Vandamálið sem heimsbyggðin öll stendur frammi fyrir er aðkallandi en fjöldi flóttamanna hefur aldrei verið meiri í mannkynssögunni,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.

„Rauði krossinn í Suður-og Austur-Evrópu og í nágrannaríkjum Sýrlands hefur unnið ótrúlegt starf undanfarnar vikur, mánuði og ár," stendur þar ennfremur og að armur samtakanna hér á landi muni að sama skapi ekki láta sitt eftir liggja.

„Við ætlum að veita sýrlenskum flóttamönnum í Líbanon áframhaldandi læknisaðstoð og einnig verður brugðist við kalli Rauða kross félaga í Evrópu þar sem flóttamannastraumurinn er þyngstur.“

Að sögn samtakanna er það eindregin von Rauða krossins að móttaka Íslendinga á flóttafólki muni takast sem best. Þar skipti framlag almennings miklu máli.

Söfnunarnúmer Rauða krossins á Íslandi eru:

904 1500

904 2500

904 5500


Tengdar fréttir

Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands

Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×