Merkel segir breytingar í vændum í Þýskalandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. september 2015 07:00 Danskur lögreglumaður spjallar við flóttafólk frá Sýrlandi, sem komið er til Rødby. Vísir/EPA Samsteypustjórnin í Þýskalandi hefur ákveðið að verja milljörðum evra á þessu ári og því næsta til að taka á móti flóttafólki og hælisleitendum. Angela Merkel segist reikna með að kostnaðurinn geti numið tíu milljörðum evra á næsta ári. Hún segir að flóttamannastraumurinn til Þýskalands um síðustu helgi hafi verið ævintýralegur. „Það sem við erum að upplifa nú mun breyta landinu okkar,“ sagði hún í gærmorgun. Hún sagði Þýskaland tilbúið til að taka við fólki, en önnur ríki Evrópu verði einnig að taka þátt í þessu verkefni og bjóða fólki vernd. „Við vorum snögg til þegar bjarga þurfti bönkunum, og nú þurfum við að bregðast jafn snöggt við,“ sagði Merkel. Þá eru tillögur Evrópusambandsins um eins konar kvótakerfi flóttafólks að taka á sig mynd. Samkvæmt því munu aðildarríkin taka við 120 þúsund flóttamönnum frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, til viðbótar þeim 40 þúsundum, sem þegar var búið að samþykkja að taka við. Þar af taka Þjóðverjar og Frakkar við um 60 þúsundum. Inni í þessum tölum eru 66 þúsund manns nú stödd í Grikklandi, 54 þúsund í Ungverjalandi og 40 þúsund á Ítalíu. Þá upplýsti David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að Bretar ætluðu að taka við 20 þúsund sýrlenskum flóttamönnum næstu fimm árin. Ekki kom fram hve mörgum þeirra yrði tekið við á þessu ári, en nú þegar hefðu um 5.000 Sýrlendingar fengið hæli í Bretlandi. Þá komu rúmlega 240 manns til Danmerkur á sunnudag frá Þýskalandi, sumir með ferju til Rødby en aðrir með lest. Fleiri bættust í hópinn í gær. Flestir virðast þeir vilja halda áfram til Svíþjóðar. Sænsk stjórnvöld segjast fús til að taka við fólkinu. Dönsk stjórnvöld voru þó ekki búin að gera upp við sig hvort fólkinu yrði hleypt áfram til Svíþjóðar. Reglurnar segja að senda eigi fólkið til baka til þess aðildarríkis Evrópusambandsins, sem það kom fyrst til. „Þetta er óvenjuleg staða,“ hefur danska fréttastofan Ritzau eftir John Andersen lögregluforingja. „Þeir ættu að fá ósköp venjulega meðferð. En það sem er óvenjulegt, er að þeir eru svo margir.“ Stjórnin í Ungverjalandi situr hins vegar fast við sinn keip um að stöðva eigi flóttamannastrauminn. Viktor Orban, forsætisráðherra landsins, hafnar öllum kvótahugmyndum og segist einungis vilja fara að núgildandi reglum Evrópusambandsins, sem kveða á um að umsóknir hælisleitenda eigi að afgreiða í því aðildarríki sem það kemur fyrst til. „Ef Grikkland færi eftir þessum Evrópureglum, þá væri ekkert flóttamannavandamál í Ungverjalandi eða Austurríki,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali í Austurríki. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Samsteypustjórnin í Þýskalandi hefur ákveðið að verja milljörðum evra á þessu ári og því næsta til að taka á móti flóttafólki og hælisleitendum. Angela Merkel segist reikna með að kostnaðurinn geti numið tíu milljörðum evra á næsta ári. Hún segir að flóttamannastraumurinn til Þýskalands um síðustu helgi hafi verið ævintýralegur. „Það sem við erum að upplifa nú mun breyta landinu okkar,“ sagði hún í gærmorgun. Hún sagði Þýskaland tilbúið til að taka við fólki, en önnur ríki Evrópu verði einnig að taka þátt í þessu verkefni og bjóða fólki vernd. „Við vorum snögg til þegar bjarga þurfti bönkunum, og nú þurfum við að bregðast jafn snöggt við,“ sagði Merkel. Þá eru tillögur Evrópusambandsins um eins konar kvótakerfi flóttafólks að taka á sig mynd. Samkvæmt því munu aðildarríkin taka við 120 þúsund flóttamönnum frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, til viðbótar þeim 40 þúsundum, sem þegar var búið að samþykkja að taka við. Þar af taka Þjóðverjar og Frakkar við um 60 þúsundum. Inni í þessum tölum eru 66 þúsund manns nú stödd í Grikklandi, 54 þúsund í Ungverjalandi og 40 þúsund á Ítalíu. Þá upplýsti David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, að Bretar ætluðu að taka við 20 þúsund sýrlenskum flóttamönnum næstu fimm árin. Ekki kom fram hve mörgum þeirra yrði tekið við á þessu ári, en nú þegar hefðu um 5.000 Sýrlendingar fengið hæli í Bretlandi. Þá komu rúmlega 240 manns til Danmerkur á sunnudag frá Þýskalandi, sumir með ferju til Rødby en aðrir með lest. Fleiri bættust í hópinn í gær. Flestir virðast þeir vilja halda áfram til Svíþjóðar. Sænsk stjórnvöld segjast fús til að taka við fólkinu. Dönsk stjórnvöld voru þó ekki búin að gera upp við sig hvort fólkinu yrði hleypt áfram til Svíþjóðar. Reglurnar segja að senda eigi fólkið til baka til þess aðildarríkis Evrópusambandsins, sem það kom fyrst til. „Þetta er óvenjuleg staða,“ hefur danska fréttastofan Ritzau eftir John Andersen lögregluforingja. „Þeir ættu að fá ósköp venjulega meðferð. En það sem er óvenjulegt, er að þeir eru svo margir.“ Stjórnin í Ungverjalandi situr hins vegar fast við sinn keip um að stöðva eigi flóttamannastrauminn. Viktor Orban, forsætisráðherra landsins, hafnar öllum kvótahugmyndum og segist einungis vilja fara að núgildandi reglum Evrópusambandsins, sem kveða á um að umsóknir hælisleitenda eigi að afgreiða í því aðildarríki sem það kemur fyrst til. „Ef Grikkland færi eftir þessum Evrópureglum, þá væri ekkert flóttamannavandamál í Ungverjalandi eða Austurríki,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali í Austurríki.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira