Landsliðið í miðbænum: Hvar fögnuðu strákarnir? Kjartan Atli Kjartansson skrifar 8. september 2015 08:00 Hér má sjá strákana fagna á Ingólfstorgi á sunnudagskvöld Íslensku landsliðsmennirnir í knattspyrnu fögnuðu vel og innilega eftir að tryggja liðinu þátttökurétt á Evrópumótinu í knattspyrnu. Eins og frægt er orðið er það í fyrsta sinn sem karlaliðið nær þessum áfanga. Strákarnir tóku þátt í skipulagðri dagskrá til miðnættis á sunnudagskvöld en héldu þá á skemmtistaði í miðbænum og þaðan í eftirpartí. Lífið tók saman hvernig kvöldið var.20:45 Leik lýkur og strákarnir fagna innilega á Laugardalsvellinum. Góður tími fer í viðtöl og fleira. Þaðan fara strákarnir í sturtu og hafa sig til fyrir fagnaðarlæti kvöldsins.21:55 Strákarnir mæta á Ingólfstorg þar sem aðdáendur tóku vel á móti þeim. Áður höfðu nokkrir af helstu skemmtikröftum og tónlistarmönnum landsins hitað íslenska knattspyrnuunnendur vel upp. Helstu ráðamenn landsins voru mættir og lýsti forsætisráðherra því yfir í gríni að skemmtistaðir borgarinnar yrði opnir lengur en til eitt eins og lög mæla fyrir um.22:20 Landsliðsmennirnir fara upp í rútu sem skutlar þeim í Gamla bíó. Þar snæddu þeir ásamt mökum sínum, þjálfaraliðinu, starfsmönnum KSÍ og fleiri sem eru í kringum liðið. Á meðan voru fjölmargir stuðningsmenn fyrir utan eða inni á Íslenska barnum, sem er beint á móti Gamla bíói. Laust fyrir miðnætti ávarpaði Lars Lagerbäck, þjálfari liðsins, stuðningsmenn. Aron Einar Gunnarsson leiddi svo allan hópinn í skemmtilegum fagnaðarópum og söngvum.00:00 Í kringum miðnætti fóru landsiðsmennirnir að tínast út úr Gamla bíói. Fjölmargir héldu á b5, eins og við var að búast. Þar voru margir þekktir mættir til að fagna með þeim. Þar á meðal Gunnar Nelson UFC-kappi, Auðunn Blöndal sjónvarpsmaður, Steindi jr. grínist og Ágúst Bent rappari. Einnig voru margir aðrir þekktir knattspyrnumenn á staðnum og var stemningin mjög góð. Mikið var sungið. Meðal annars þjóðsönginn, Ferðalok og ýmis þekkt stuðningsmannalög. Lagið N*ggas in Paris, með Kanye West og Jay-Z var einnig mikið leikið, enda viðeigandi því landsliðið er á leið til Frakklands. Að sögn viðstaddra voru landsliðsmennirnir í einstaklega góðum gír og gáfu sér góðan tíma til að ræða við stuðningsmenn. Á sama tíma og margir voru á b5 var fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson ásamt Kristbjörgu Jónasdóttur, kærustu sinni, og rappgoðsögninni Erpi Eyvindarsyni á Prikinu. Aron er þekktur unnandi íslenskrar rapptónlistar og voru fjölmörg íslensk rapplög leikin þetta kvöld. Aron er annálaður aðdáandi sveitarinnar eftirminnilegu Skyttnanna, sem er frá Akureyri eins og hann.02:00 Eins og frægt er orðið mætti lögreglan á b5 og vísaði fólki á dyr. Að sögn viðstaddra var nokkuð erfitt að koma öllum út og gripu skemmtanaþyrstir gestir staðarins til frasa úr myndinni Straight Outta Compton, sem fjallar meðal annars um baráttu rappsveitarinnar N.W.A. við bandaríska lögreglumenn. Þó skal tekið fram að margir sem blaðamaður Fréttablaðsins ræddi við hrósuðu lögreglumönnum og sögðu þá hafa verið til fyrirmyndar. Eftir að b5 var lokað héldu einhverjir landsliðsmenn í eftirpartí í skrifstofu Total Football, sem er við Skólavörðustíg. Þar voru einnig nokkrir aðdáendur liðsins og var fagnað eitthvað fram eftir. Flestir landsliðsmannanna gistu á hótelum í borginni. Hluti hópsins á Hilton og einhverjir á Grand hóteli. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir í knattspyrnu fögnuðu vel og innilega eftir að tryggja liðinu þátttökurétt á Evrópumótinu í knattspyrnu. Eins og frægt er orðið er það í fyrsta sinn sem karlaliðið nær þessum áfanga. Strákarnir tóku þátt í skipulagðri dagskrá til miðnættis á sunnudagskvöld en héldu þá á skemmtistaði í miðbænum og þaðan í eftirpartí. Lífið tók saman hvernig kvöldið var.20:45 Leik lýkur og strákarnir fagna innilega á Laugardalsvellinum. Góður tími fer í viðtöl og fleira. Þaðan fara strákarnir í sturtu og hafa sig til fyrir fagnaðarlæti kvöldsins.21:55 Strákarnir mæta á Ingólfstorg þar sem aðdáendur tóku vel á móti þeim. Áður höfðu nokkrir af helstu skemmtikröftum og tónlistarmönnum landsins hitað íslenska knattspyrnuunnendur vel upp. Helstu ráðamenn landsins voru mættir og lýsti forsætisráðherra því yfir í gríni að skemmtistaðir borgarinnar yrði opnir lengur en til eitt eins og lög mæla fyrir um.22:20 Landsliðsmennirnir fara upp í rútu sem skutlar þeim í Gamla bíó. Þar snæddu þeir ásamt mökum sínum, þjálfaraliðinu, starfsmönnum KSÍ og fleiri sem eru í kringum liðið. Á meðan voru fjölmargir stuðningsmenn fyrir utan eða inni á Íslenska barnum, sem er beint á móti Gamla bíói. Laust fyrir miðnætti ávarpaði Lars Lagerbäck, þjálfari liðsins, stuðningsmenn. Aron Einar Gunnarsson leiddi svo allan hópinn í skemmtilegum fagnaðarópum og söngvum.00:00 Í kringum miðnætti fóru landsiðsmennirnir að tínast út úr Gamla bíói. Fjölmargir héldu á b5, eins og við var að búast. Þar voru margir þekktir mættir til að fagna með þeim. Þar á meðal Gunnar Nelson UFC-kappi, Auðunn Blöndal sjónvarpsmaður, Steindi jr. grínist og Ágúst Bent rappari. Einnig voru margir aðrir þekktir knattspyrnumenn á staðnum og var stemningin mjög góð. Mikið var sungið. Meðal annars þjóðsönginn, Ferðalok og ýmis þekkt stuðningsmannalög. Lagið N*ggas in Paris, með Kanye West og Jay-Z var einnig mikið leikið, enda viðeigandi því landsliðið er á leið til Frakklands. Að sögn viðstaddra voru landsliðsmennirnir í einstaklega góðum gír og gáfu sér góðan tíma til að ræða við stuðningsmenn. Á sama tíma og margir voru á b5 var fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson ásamt Kristbjörgu Jónasdóttur, kærustu sinni, og rappgoðsögninni Erpi Eyvindarsyni á Prikinu. Aron er þekktur unnandi íslenskrar rapptónlistar og voru fjölmörg íslensk rapplög leikin þetta kvöld. Aron er annálaður aðdáandi sveitarinnar eftirminnilegu Skyttnanna, sem er frá Akureyri eins og hann.02:00 Eins og frægt er orðið mætti lögreglan á b5 og vísaði fólki á dyr. Að sögn viðstaddra var nokkuð erfitt að koma öllum út og gripu skemmtanaþyrstir gestir staðarins til frasa úr myndinni Straight Outta Compton, sem fjallar meðal annars um baráttu rappsveitarinnar N.W.A. við bandaríska lögreglumenn. Þó skal tekið fram að margir sem blaðamaður Fréttablaðsins ræddi við hrósuðu lögreglumönnum og sögðu þá hafa verið til fyrirmyndar. Eftir að b5 var lokað héldu einhverjir landsliðsmenn í eftirpartí í skrifstofu Total Football, sem er við Skólavörðustíg. Þar voru einnig nokkrir aðdáendur liðsins og var fagnað eitthvað fram eftir. Flestir landsliðsmannanna gistu á hótelum í borginni. Hluti hópsins á Hilton og einhverjir á Grand hóteli.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira