Viðskipti innlent

Hvað kostar farmiðinn til Frakklands næsta sumar?

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flugfélögin Icelandair og WOW air fljúga bæði til Frakklands.
Flugfélögin Icelandair og WOW air fljúga bæði til Frakklands. Samsett
Líklegt verður að teljast að ansi margir Íslendingar hyggi á ferðalag af landi brott næsta sumar, nánar tiltekið til Frakklands. Þar mun lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu fara fram og eins og flestir ættu að vita verður Ísland eitt af þáttökuliðunum. Fyrir þá sem ætla sér að eyða sumarfríinu í Frakklandi næsta sumar tók ferðasíðan túristi.is saman verðin á ódýrustu flugmiðunum hjá WOW air og Icelandair til Parísar, aðra leið, dagana 8. júní til 14. júní.

Bæði Icelandair og WOW air fljúga beint flug til Parísar, auk þess sem WOW air flýgur til Lyon. Ekki liggur ljóst fyrir hvar Ísland mun spila sína leiki, dregið verður í riðla þann 12. desember en líklegt verður að teljast að flestir stígi út úr flugvélunum á Charles de Gaulle- flugvelli í París.

Verð til Parísar, aðra leið, 8.júní-14 júní 2015.
Það verður líklega nóg af gera hjá flugvélögunum að ferja stuðningsmenn til Frakklands næsta sumar.Túristi.is
Þó það liggi ekki fyrir hvar Ísland mun spila er búið að gefa út hvar leikir hvers riðils munu fara fram. Lausleg skoðun leiðir það í ljós að stuðningsmenn Íslands þurfi mjög líklega að ferðast Frakkland á enda, ætli þeir sér að sjá alla leiki Íslands.

Í því sambandi bendir túristi.is á að gagnlegt gæti verið að fljúga til annarra landa í kring. Borgirnar Lille og Lens eru t.d. ekki langt frá landamærum Frakklands og Belgíu og því gæti verið gagnlegt að fljúga til Brussel. Spili liði hinsvegar leiki í suðurhluta Frakklands, í Marseille eða Nice, gæti flug til Barcelona verið ákjósanlegur kostur.

Í öllu falli ætti að vera leikur einn að koma sér til Frakklands næsta sumar, nánari skipulagning á ferðinni ætti þó að bíða þangað til í desember, þegar ljóst verður hvar Ísland muni leika sína leiki.


Tengdar fréttir

Biðin er loksins á enda

Íslenska karlalandsliðið er komið áfram á stórmót í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögunni en jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvelli í gærkvöldi dugði strákunum okkar til að tryggja sér farseðilinn á EM 2016 í Frakklandi. Eftir erfiðar 90 mínútur braust út gríðarlegur fagnaður í leikslok.

England, Tékkland og svo litla Ísland

Þjóðirnar sem búnar eru að tryggja sig á EM hafa 24 sinnum tekið þátt í lokakeppni EM þrátt fyrir að nýliðar Ísland séu í hópnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×