Formaður KSÍ: Kominn tími á að byggja menningarhús þjóðarinnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. september 2015 23:01 Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var vígreifur og stoltur þegar fréttastofan tók hann tali á Ingólfstorgi í kvöld eftir sögulegan árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Þann árangur vildi hann fyrst og fremst þakka því starfi sem hin fjölmörgu félagslið um allt land inna af hendi. „Þetta eru blóð, sviti og tár sem eru að skila sér núna og ég er stoltur að fá að vera leiðtogi þessarar hreyfingar í dag. Þetta er íslensk knattspyrnuhreyfing í heild sem er að skila þessu,“ sagði Geir í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann í beinni útsendingu frá hátíðinni á Ingólfstorgi. Sjá má upptöku af viðtalinu í meðfylgjandi myndskeiði. „Það sem mér er efst í huga núna er að það er svo mikil ásókn í að vera með íslenska landsliðinu. Við byggðum Hörpuna en nú þurfum við að byggja menningarhús þjóðarinnar, yfirbyggðan leikvang þar sem við getum haft stóra viðburði. Knattspyrnuleiki fyrir tuttugu, tuttugu og fimm þúsund manns, tónleika þar sem fólkið getur komið og glaðst. Við þurfum slíkan leikvang og við þurfum skilning,“ sagði Geir og bætti ennfremur við: „Við þurfum að byggja leikvang fyrir fólkið. Þetta er alltof lítill leikvangur og við þurfum meiri stuðning við þessa frábæru drengi sem við eigum. Í Laugardalnum eða hvar sem er á Íslandi; við þurfum að byggja þjóðarleikvang, menningarhús þjóðarinnar þar sem allir geta komið.“ Ljóst er að margir eru honum sammála, þar með talið landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason sem skaut á borgarstjóra í kvöld.@Dagurb við mætum þegar þú kvittar undir cash fyrir nýja Laugardalsvöllinn, 15.000 lokaðan og yfirbyggðan takk — Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) September 6, 2015 Tengdar fréttir Þjóðsöngur Íslands gerði allt vitlaust: Tíu þúsund manns tóku undir Þegar þjóðsöngur Íslands var spilaður á Laugardalsvellinum í kvöld átti sér stað stund sem enginn áhorfandi mun gleyma á ævi sinni. 6. september 2015 18:17 Strákarnir gerðu allt vitlaust á Ingólfstorgi | Myndband Stemningin rafmögnuð á Ingólfstorgi þar sem strákarnir okkar voru hylltir eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:45 Ísland fámennasta þjóðin í sögunni sem kemst á lokakeppni EM Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki af Slóveníu eftir að 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli gulltryggði sæti Íslands á mótinu. 6. september 2015 22:48 Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju með sætið á EM á blaðamannafundi eftir leikinn en hann var ánægður með stigið. 6. september 2015 21:07 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var vígreifur og stoltur þegar fréttastofan tók hann tali á Ingólfstorgi í kvöld eftir sögulegan árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Þann árangur vildi hann fyrst og fremst þakka því starfi sem hin fjölmörgu félagslið um allt land inna af hendi. „Þetta eru blóð, sviti og tár sem eru að skila sér núna og ég er stoltur að fá að vera leiðtogi þessarar hreyfingar í dag. Þetta er íslensk knattspyrnuhreyfing í heild sem er að skila þessu,“ sagði Geir í viðtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann í beinni útsendingu frá hátíðinni á Ingólfstorgi. Sjá má upptöku af viðtalinu í meðfylgjandi myndskeiði. „Það sem mér er efst í huga núna er að það er svo mikil ásókn í að vera með íslenska landsliðinu. Við byggðum Hörpuna en nú þurfum við að byggja menningarhús þjóðarinnar, yfirbyggðan leikvang þar sem við getum haft stóra viðburði. Knattspyrnuleiki fyrir tuttugu, tuttugu og fimm þúsund manns, tónleika þar sem fólkið getur komið og glaðst. Við þurfum slíkan leikvang og við þurfum skilning,“ sagði Geir og bætti ennfremur við: „Við þurfum að byggja leikvang fyrir fólkið. Þetta er alltof lítill leikvangur og við þurfum meiri stuðning við þessa frábæru drengi sem við eigum. Í Laugardalnum eða hvar sem er á Íslandi; við þurfum að byggja þjóðarleikvang, menningarhús þjóðarinnar þar sem allir geta komið.“ Ljóst er að margir eru honum sammála, þar með talið landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason sem skaut á borgarstjóra í kvöld.@Dagurb við mætum þegar þú kvittar undir cash fyrir nýja Laugardalsvöllinn, 15.000 lokaðan og yfirbyggðan takk — Alfreð Finnbogason (@A_Finnbogason) September 6, 2015
Tengdar fréttir Þjóðsöngur Íslands gerði allt vitlaust: Tíu þúsund manns tóku undir Þegar þjóðsöngur Íslands var spilaður á Laugardalsvellinum í kvöld átti sér stað stund sem enginn áhorfandi mun gleyma á ævi sinni. 6. september 2015 18:17 Strákarnir gerðu allt vitlaust á Ingólfstorgi | Myndband Stemningin rafmögnuð á Ingólfstorgi þar sem strákarnir okkar voru hylltir eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:45 Ísland fámennasta þjóðin í sögunni sem kemst á lokakeppni EM Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki af Slóveníu eftir að 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli gulltryggði sæti Íslands á mótinu. 6. september 2015 22:48 Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju með sætið á EM á blaðamannafundi eftir leikinn en hann var ánægður með stigið. 6. september 2015 21:07 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01 Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Sjá meira
Þjóðsöngur Íslands gerði allt vitlaust: Tíu þúsund manns tóku undir Þegar þjóðsöngur Íslands var spilaður á Laugardalsvellinum í kvöld átti sér stað stund sem enginn áhorfandi mun gleyma á ævi sinni. 6. september 2015 18:17
Strákarnir gerðu allt vitlaust á Ingólfstorgi | Myndband Stemningin rafmögnuð á Ingólfstorgi þar sem strákarnir okkar voru hylltir eftir leikinn í kvöld. 6. september 2015 22:45
Ísland fámennasta þjóðin í sögunni sem kemst á lokakeppni EM Ísland tók í kvöld titilinn sem fámennasta þjóðin sem hefur komist á lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í karlaflokki af Slóveníu eftir að 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli gulltryggði sæti Íslands á mótinu. 6. september 2015 22:48
Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju Þjálfari Kasakstan óskaði Íslandi til hamingju með sætið á EM á blaðamannafundi eftir leikinn en hann var ánægður með stigið. 6. september 2015 21:07
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Kasakstan 0-0 | Evrópudraumurinn rættist Markalaust jafntefli var nóg til að tryggja Íslandi sæti í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu karla í fyrsta sinn í sögunni. 6. september 2015 00:01
Ísland á EM eftir jafntefli gegn Kasakstan Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Frakklandi næsta sumar með 0-0 jafntefli gegn Kasakstan á heimavelli. 6. september 2015 20:29