Meirihlutinn vill úr ESB Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. september 2015 07:00 David Cameron nordicphotos/afp Meirihluti breskra kjósenda vill að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Þetta sýnir ný könnun sem Mail on Sunday birti um helgina. Niðurstöður sýndu að ef atkvæði yrðu greidd núna myndi 51 prósent greiða atkvæði með því að Bretland færi úr Evrópusambandinu en 49 prósent myndu greiða atkvæði gegn því. Þessar niðurstöður ganga þvert gegn niðurstöðum fyrri kannana, sem hafa flestar sýnt að nokkur meirihluti Breta vill vera áfram í Evrópusambandinu. Í júlí sýndu niðurstöður skoðanakönnunar að 54 prósent væru fylgjandi því að Bretar væru áfram aðilar að Evrópusambandinu en 46 prósent væru andvíg því að Bretar væru áfram. Breska blaðið The Independent segir að stjórnmálamenn muni varast að lesa of mikið í niðurstöður einnar könnunar, sérstaklega þar sem munurinn sé svona lítill. En könnunin kunni þó að hringja einhverjum viðvörunarbjöllum hjá David Cameron forsætisráðherra. Forsætisráðherrann er þeirrar skoðunar að Bretland eigi að vera áfram aðili að Evrópusambandinu, en gera þurfi breytingar á sambandinu. Hann hafði hugsað sér að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram að ári. Atkvæðagreiðslan þarf að fara fram áður en 2017 er liðið. The Independent segir líka að niðurstöður könnunarinnar verði byr í seglin fyrir þá sem vilja koma Bretlandi út úr Evrópusambandinu, þegar þingmenn koma saman eftir sumarleyfi í dag. The Mail on Sunday hefur tengt niðurstöður skoðanakönnunarinnar við flóttamannavandann og breytingar sem hafa verið gerðar á spurningunni sem borin er fyrir þátttakendur. Yfir 20 prósent þeirra sem vilja vera í Evrópusambandinu segja að þeir myndu hugsanlega breyta afstöðu sinni ef flóttamannavandinn versnar. Myndir sem birtust af hinum þriggja ára gamla Aylan Kurdi drukknuðum á strönd í Tyrklandi hafa aukið samúðina gagnvart Sýrlendingum á flótta. Engu að síður segja 29 prósent svarenda að Bretar eigi ekki að samþykkja neina flóttamenn frá Sýrlandi. Fimmtán prósent sögðust vilja leyfa 10 þúsund flóttamönnum að koma. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Meirihluti breskra kjósenda vill að Bretland yfirgefi Evrópusambandið. Þetta sýnir ný könnun sem Mail on Sunday birti um helgina. Niðurstöður sýndu að ef atkvæði yrðu greidd núna myndi 51 prósent greiða atkvæði með því að Bretland færi úr Evrópusambandinu en 49 prósent myndu greiða atkvæði gegn því. Þessar niðurstöður ganga þvert gegn niðurstöðum fyrri kannana, sem hafa flestar sýnt að nokkur meirihluti Breta vill vera áfram í Evrópusambandinu. Í júlí sýndu niðurstöður skoðanakönnunar að 54 prósent væru fylgjandi því að Bretar væru áfram aðilar að Evrópusambandinu en 46 prósent væru andvíg því að Bretar væru áfram. Breska blaðið The Independent segir að stjórnmálamenn muni varast að lesa of mikið í niðurstöður einnar könnunar, sérstaklega þar sem munurinn sé svona lítill. En könnunin kunni þó að hringja einhverjum viðvörunarbjöllum hjá David Cameron forsætisráðherra. Forsætisráðherrann er þeirrar skoðunar að Bretland eigi að vera áfram aðili að Evrópusambandinu, en gera þurfi breytingar á sambandinu. Hann hafði hugsað sér að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna fara fram að ári. Atkvæðagreiðslan þarf að fara fram áður en 2017 er liðið. The Independent segir líka að niðurstöður könnunarinnar verði byr í seglin fyrir þá sem vilja koma Bretlandi út úr Evrópusambandinu, þegar þingmenn koma saman eftir sumarleyfi í dag. The Mail on Sunday hefur tengt niðurstöður skoðanakönnunarinnar við flóttamannavandann og breytingar sem hafa verið gerðar á spurningunni sem borin er fyrir þátttakendur. Yfir 20 prósent þeirra sem vilja vera í Evrópusambandinu segja að þeir myndu hugsanlega breyta afstöðu sinni ef flóttamannavandinn versnar. Myndir sem birtust af hinum þriggja ára gamla Aylan Kurdi drukknuðum á strönd í Tyrklandi hafa aukið samúðina gagnvart Sýrlendingum á flótta. Engu að síður segja 29 prósent svarenda að Bretar eigi ekki að samþykkja neina flóttamenn frá Sýrlandi. Fimmtán prósent sögðust vilja leyfa 10 þúsund flóttamönnum að koma.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira