Fótbolti

Eskilstuna endurheimti toppsætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glódís Perla er að standa sig vel í Svíþjóð.
Glódís Perla er að standa sig vel í Svíþjóð. vísir/valli
Glódís Perla Viggósdóttir og félagar í Eskilstuna United endurheimtu toppsætið í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 2-0 sigri á Vittsjö.

Gaelle Enganamouit kom Eskilstuna yfir á tólftu mínútu, en þetta var hennar sextánda mark í sautján leikjum.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en Olivia Alma Charlotta Schough bætti við öðru marki Eskilstuna á 63. mínútu og lokatölur 2-0.

Með sigrinum skaust Eskilstuna aftur á topp deildarinnar, en Rosengård komst tímabundið á toppinn í gærkvöldi. Eskilstuna er með tveggja stiga forskot á meistarana síðan í fyrra, Rosengård.

Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn fyrir Eskilstuna, en hún hefur spilað afar vel í liðinu á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×