Ungfrú Ísland í 65. skipti Guðrún Ansnes skrifar 5. september 2015 08:30 Tanja Ýr sigraði keppnina árið 2013 og mun krýna stúlkuna sem hlýtur titilinn í ár. Ungfrú Ísland verður valin í 65. skiptið í kvöld í Hörpu, þar sem tuttugu stúlkur keppa. Fréttablaðið fékk nokkrar drottninganna til að líta um öxl.Ég sé ekki eftir neinu Tanja Ýr Ástþórsdóttir Ungfrú Ísland 2013, eigandi Tanja Lashes „Þegar ég vann tók líf mitt u-beygju í góða átt. Það er svo oft sem maður ætlar sér eitthvað í framtíðinni en þegar maður er kominn á ákveðinn stað er maður ekki ánægður með það en þetta varð til þess að ég vissi meira hvað ég vildi gera í lífinu. Ég stofnaði Góðgerðarnefnd í HR og hélt Góðgerðarviku þar sem við söfnuðum peningum fyrir Umhyggju. Góðgerðarvikan er orðin árlegur viðburður. Þegar ég keppti þá var þetta gaman en kannski ekki alveg í takt við tímann eins og núna. Ég sagði við sjálfa mig þegar ég vann að ég skyldi gera allt sem ég gæti gert í staðinn fyrir að sjá eftir einhverju þegar ég krýndi næstu. Ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki sem gengur vel. Þú ferð út fyrir þægindaramman og finnur að sumir hlutir eru ekki fyrir þig og sumir eru algjörlega fyrir þig. Ég fann og kynntist sjálfri mér betur. Ég sé ekki eftir neinu.“Vísir/GVAÁkveðið þroskaferli fólgið í að taka þátt Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir ungfrú Ísland 2001, framkvæmdastjóri Forvarna ehf.„Þetta var virkilega skemmtilegur tími, og þó að þetta sé orðið að klisju, þá eignaðist ég mikið af vinkonum þarna sem eru mínar bestu vinkonur í dag. Það er ákveðið þroskaferli fólgið í að taka þátt. Að vissu leyti opnar þetta á tækifæri, þótt ég hafi kannski ekki nýtt þau sjálf. Ég hugsa að ég myndi fara í gegnum þetta allt aftur ef ég færi aftur í tímann og fengi tækifæri á að vera með.“Vísir/JóhannEyddi miklum tíma í að sanna að ég væri líka klár Bryndís Schram ungfrú Ísland 1957„Ég reyndi lengi vel að gleyma þessari reynslu, enda sá ég strax eftir að hafa tekið þátt. Þegar ég var krýnd fékk ég samstundis ógeð á sjálfri mér, var ekki stolt og fannst ég hafa niðurlægt mig. Fyrir mér upphófst ákveðin barátta, því þegar maður er talinn fallegur er maður í beinu framhaldi stimplaður, og ég eyddi miklum tíma í að sanna fyrir öllum að ég væri líka klár. „Hún getur talað,“ sögðu margir og supu hveljur, því það var gefið að falleg stelpa væri vitlaus. Ef mér byðist að fara aftur í tímann og taka þátt, vitandi það sem ég veit núna, hefði ég aldrei tekið þátt. En mér finnst samt ekki rétt að banna neinum að taka þátt.“Vísir/HariÁ heildina litið er ég sátt með þessa reynsluHugrún Harðardóttir ungfrú Ísland 2004, eigandi hárgreiðslustofunnar Barbarellu coiffeur. „Ég upplifi svolítið blendnar tilfinningar þegar ég horfi til baka, en sé á heildina litið er ég sátt með þessa reynslu. Satt að segja veit ég samt ekki hvort ég myndi senda dóttur mína í svona keppni. Þetta er ekkert annað en prinsessuleikur, og hann getur verið skemmtilegur fyrir stelpulegar stelpur að taka þátt í. Þannig held ég að erfitt sé að segja hvort svona keppni sé jákvæð eða neikvæð, þetta veltur allt á persónuleika hverrar og einnar.“ Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira
Ungfrú Ísland verður valin í 65. skiptið í kvöld í Hörpu, þar sem tuttugu stúlkur keppa. Fréttablaðið fékk nokkrar drottninganna til að líta um öxl.Ég sé ekki eftir neinu Tanja Ýr Ástþórsdóttir Ungfrú Ísland 2013, eigandi Tanja Lashes „Þegar ég vann tók líf mitt u-beygju í góða átt. Það er svo oft sem maður ætlar sér eitthvað í framtíðinni en þegar maður er kominn á ákveðinn stað er maður ekki ánægður með það en þetta varð til þess að ég vissi meira hvað ég vildi gera í lífinu. Ég stofnaði Góðgerðarnefnd í HR og hélt Góðgerðarviku þar sem við söfnuðum peningum fyrir Umhyggju. Góðgerðarvikan er orðin árlegur viðburður. Þegar ég keppti þá var þetta gaman en kannski ekki alveg í takt við tímann eins og núna. Ég sagði við sjálfa mig þegar ég vann að ég skyldi gera allt sem ég gæti gert í staðinn fyrir að sjá eftir einhverju þegar ég krýndi næstu. Ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki sem gengur vel. Þú ferð út fyrir þægindaramman og finnur að sumir hlutir eru ekki fyrir þig og sumir eru algjörlega fyrir þig. Ég fann og kynntist sjálfri mér betur. Ég sé ekki eftir neinu.“Vísir/GVAÁkveðið þroskaferli fólgið í að taka þátt Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir ungfrú Ísland 2001, framkvæmdastjóri Forvarna ehf.„Þetta var virkilega skemmtilegur tími, og þó að þetta sé orðið að klisju, þá eignaðist ég mikið af vinkonum þarna sem eru mínar bestu vinkonur í dag. Það er ákveðið þroskaferli fólgið í að taka þátt. Að vissu leyti opnar þetta á tækifæri, þótt ég hafi kannski ekki nýtt þau sjálf. Ég hugsa að ég myndi fara í gegnum þetta allt aftur ef ég færi aftur í tímann og fengi tækifæri á að vera með.“Vísir/JóhannEyddi miklum tíma í að sanna að ég væri líka klár Bryndís Schram ungfrú Ísland 1957„Ég reyndi lengi vel að gleyma þessari reynslu, enda sá ég strax eftir að hafa tekið þátt. Þegar ég var krýnd fékk ég samstundis ógeð á sjálfri mér, var ekki stolt og fannst ég hafa niðurlægt mig. Fyrir mér upphófst ákveðin barátta, því þegar maður er talinn fallegur er maður í beinu framhaldi stimplaður, og ég eyddi miklum tíma í að sanna fyrir öllum að ég væri líka klár. „Hún getur talað,“ sögðu margir og supu hveljur, því það var gefið að falleg stelpa væri vitlaus. Ef mér byðist að fara aftur í tímann og taka þátt, vitandi það sem ég veit núna, hefði ég aldrei tekið þátt. En mér finnst samt ekki rétt að banna neinum að taka þátt.“Vísir/HariÁ heildina litið er ég sátt með þessa reynsluHugrún Harðardóttir ungfrú Ísland 2004, eigandi hárgreiðslustofunnar Barbarellu coiffeur. „Ég upplifi svolítið blendnar tilfinningar þegar ég horfi til baka, en sé á heildina litið er ég sátt með þessa reynslu. Satt að segja veit ég samt ekki hvort ég myndi senda dóttur mína í svona keppni. Þetta er ekkert annað en prinsessuleikur, og hann getur verið skemmtilegur fyrir stelpulegar stelpur að taka þátt í. Þannig held ég að erfitt sé að segja hvort svona keppni sé jákvæð eða neikvæð, þetta veltur allt á persónuleika hverrar og einnar.“
Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Sjá meira