Svartamarkaðsbrask með miða á landsleikinn blómstrar Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2015 10:18 Jóhann vallarstjóri er með allt á hreinu. Íslendingar njóta þess að fá þúsund miða sem Kasakar nýta ekki. Á netmarkaðstorginu Bland eru miðar á landsleik Íslands og Kasakstan á sunnudaginn komnir upp í 25 þúsund krónur síðast þegar spurðist og fer verð hækkandi. Þjóðin er varla búin að jafna sig eftir glæstan sigur gegn Hollendingum í gær; en strax á sunnudag er leikur á Laugardagsvelli í riðlakeppni EM. Ísland – Kasakstan. Þar ræðst að öllum líkindum hvort Íslendingar komast í úrslitakeppnina sjálfa. Löngu er uppselt á leikinn og stefnir í mikla stemmningu. Þetta er stemmning sem margir vilja upplifa. Eftirspurn er því mikil eftir miðum á leikinn og þá blómstrar hinn svarti markaður.Varað við útprentuðum E-miðum Jóhann G. Kristinsson er vallarstjóri á Laugardalsvelli og þar stendur mikið til. Hann segir að aukin öryggisgæsla verði á vellinum, 130 manns að minnsta kosti og þá var verið að taka í notkun nýja miðaskanna í stúku austur, stúkan með bláu sætunum, sem á að veita aukið öryggi og skilvirkni. Að sögn Jóhanns hafa þeir ekki lent í því að þurfa að stöðva fólk með falsaða miða en þeir vara engu að síður við því að fólk kaupi útprentaða E-miða.Fáir frá Kasakstan væntanlegirSætin á Laugardalsvellinum eru rúmlega 9.700, og var uppselt klukkutíma eftir að opnað var fyrir miðasölu fyrir um hálfum mánuði. Athyglisvert er að Kasakstanir nýttu sér ekki þá miða sem þeim eru ætlaðir í almennri sölu. Erlend lið eiga rétt á 1050 miðum en í þessu tilfelli var það ekki nýtt. „Þeir eiga alltaf hundrað miða í VIP, eða í betri aðstöðu, en þeir nýttu ekki þessa 1050 miða. Þetta eru þrjú hólf í minni stúkunni, alltaf verið þar í endanum en nú eru Íslendingar í öllum. Fleiri Íslendingar sem njóta en vanalega, að koma á völlinn,“ segir Jóhann. „Það verður gaman ef við vinnum og gerum þetta með stæl. Okkar menn eru til alls líklegir og hafa sannað það, svo um munar.“Engin sala fyrir utan leikvanginn Eins og áður sagði hafa þeir á Laugardalsvelli ekki lent í því að þurfa að vísa fólki frá vegna falsaðra miða en allur er varinn þó góður. Þá hefur ekki myndast hefð fyrir því, að sögn Jóhanns, að menn komi sér fyrir utan leikvangs og falbjóði miða eins og víða þekkist erlendis. Helst að það komi þar fólk sem ekki getur nýtt sinn miða og vill losa sig við hann, og fátt eitt við það að athuga. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Á netmarkaðstorginu Bland eru miðar á landsleik Íslands og Kasakstan á sunnudaginn komnir upp í 25 þúsund krónur síðast þegar spurðist og fer verð hækkandi. Þjóðin er varla búin að jafna sig eftir glæstan sigur gegn Hollendingum í gær; en strax á sunnudag er leikur á Laugardagsvelli í riðlakeppni EM. Ísland – Kasakstan. Þar ræðst að öllum líkindum hvort Íslendingar komast í úrslitakeppnina sjálfa. Löngu er uppselt á leikinn og stefnir í mikla stemmningu. Þetta er stemmning sem margir vilja upplifa. Eftirspurn er því mikil eftir miðum á leikinn og þá blómstrar hinn svarti markaður.Varað við útprentuðum E-miðum Jóhann G. Kristinsson er vallarstjóri á Laugardalsvelli og þar stendur mikið til. Hann segir að aukin öryggisgæsla verði á vellinum, 130 manns að minnsta kosti og þá var verið að taka í notkun nýja miðaskanna í stúku austur, stúkan með bláu sætunum, sem á að veita aukið öryggi og skilvirkni. Að sögn Jóhanns hafa þeir ekki lent í því að þurfa að stöðva fólk með falsaða miða en þeir vara engu að síður við því að fólk kaupi útprentaða E-miða.Fáir frá Kasakstan væntanlegirSætin á Laugardalsvellinum eru rúmlega 9.700, og var uppselt klukkutíma eftir að opnað var fyrir miðasölu fyrir um hálfum mánuði. Athyglisvert er að Kasakstanir nýttu sér ekki þá miða sem þeim eru ætlaðir í almennri sölu. Erlend lið eiga rétt á 1050 miðum en í þessu tilfelli var það ekki nýtt. „Þeir eiga alltaf hundrað miða í VIP, eða í betri aðstöðu, en þeir nýttu ekki þessa 1050 miða. Þetta eru þrjú hólf í minni stúkunni, alltaf verið þar í endanum en nú eru Íslendingar í öllum. Fleiri Íslendingar sem njóta en vanalega, að koma á völlinn,“ segir Jóhann. „Það verður gaman ef við vinnum og gerum þetta með stæl. Okkar menn eru til alls líklegir og hafa sannað það, svo um munar.“Engin sala fyrir utan leikvanginn Eins og áður sagði hafa þeir á Laugardalsvelli ekki lent í því að þurfa að vísa fólki frá vegna falsaðra miða en allur er varinn þó góður. Þá hefur ekki myndast hefð fyrir því, að sögn Jóhanns, að menn komi sér fyrir utan leikvangs og falbjóði miða eins og víða þekkist erlendis. Helst að það komi þar fólk sem ekki getur nýtt sinn miða og vill losa sig við hann, og fátt eitt við það að athuga.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira