Fædd í rappið: „Slæmt að festast í þægindaramma og nauðsynlegt að reyna stanslaust á þolmörk sín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. september 2015 09:56 Kristín Þorláksdóttir með sitt fyrsta rapplag. Vísir „Lagið er súrrealísk frásögn á ástandi, það huglægt frekar en hlutlægt,“ segir Kristín Þorláksdóttir, sem frumsýnir í dag glænýtt myndband við lagið Andvaka. „Andvaka er óræður hugarheimur ástands – galdrastef, en stendur opið fyrir túlkun hlustandans. Mér finnst mikilvægt að hver og einn geti túlkað texta eða listaverk eftir eigin tilfinningu.“ Kristín segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hún geri lag. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég rappa en ég hef reyndar skrifað texta og ljóð í þó nokkurn tíma. Lagið og tónlistarmyndbandið var í raun lítill snjóbolti sem fór að rúlla og allt í einu varð til verk. Ég hafði samband við vin minn Emil Andra ($H∆MAN$H∆WARMA úr SOR). Hún deilir vinnustofu saman við Algera Studio þar sem Shades of Reykjavik hafa byggt upp hljóðver.Í fyrsta sinn í hljóðveri „Svo við prufuðum að taka upp við takt frá honum. Þetta var í fyrsta sinn á ævinni sem ég stóð í hljóðveri, það var ógnandi en þó spennandi á sama tíma. Við Emil erum góðir vinir svo mér fannst mjög þægilegt og átakalaust að vinna með honum.“ Kristín býr í Toronto þar sem hún er að læra myndlist við listaháskólann OCAD University. „Það magnaða við þetta allt saman er hvað ég er umkringd hæfileikaríku fólki sem er alltaf opið fyrir nýjum hugmyndum og hefur óstöðvandi sköpunarkraft. Það kemur einhvern veginn alltaf á óvart þegar hugmyndir og skissur verða að veruleika. Fyrir mitt leyti upplifði ég sterkt mátt sköpunar og endalausra möguleika í stúdíóinu, þar sem að listamenn úr svo mörgum ólíkum áttum eru undir sama þaki: lagið, myndbandið og jafnvel textinn urðu til á sama stað, á vinnustofunni í Fosshálsinum.“Prufa nýja hluti Kristínu finnst mikilvægt að prufa nýja hluti. „Mig langaði til þess að gera þetta því ég hafði ekki gert það áður og þetta var mér gjörsamlega ókunnugt. Það er slæmt að festast í þægindaramma og nauðsynlegt að reyna stanslaust á þolmörk sín, ef ég verð of góð í að teikna með hægri hönd þá þarf ég að byrja að teikna með vinstri.“ Lagið Andvaka er unnið og framleitt af Algera Studio. Þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem stúdeoið framleiðir að öllu leiti, þ.a.s. tónlistina og myndbandið frá A til Ö. Myndbandið sem og lagið í heild sinni var unnið á einni viku, og því var leikstýrt af Algera Girls. Anni Ólafsdóttir og Sunneva Ása Weisshappel klipptu og unnu myndbandið. Emil Andri Emilsson og Hermann Bridde sáu um mix og masteringu en $H∆MAN$H∆WARMA gerði taktinn. Þeir eru meðlimir Shades of Reykjavík en hljómsveitin starfar einnig í Algera Studio. Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Lagið er súrrealísk frásögn á ástandi, það huglægt frekar en hlutlægt,“ segir Kristín Þorláksdóttir, sem frumsýnir í dag glænýtt myndband við lagið Andvaka. „Andvaka er óræður hugarheimur ástands – galdrastef, en stendur opið fyrir túlkun hlustandans. Mér finnst mikilvægt að hver og einn geti túlkað texta eða listaverk eftir eigin tilfinningu.“ Kristín segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hún geri lag. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég rappa en ég hef reyndar skrifað texta og ljóð í þó nokkurn tíma. Lagið og tónlistarmyndbandið var í raun lítill snjóbolti sem fór að rúlla og allt í einu varð til verk. Ég hafði samband við vin minn Emil Andra ($H∆MAN$H∆WARMA úr SOR). Hún deilir vinnustofu saman við Algera Studio þar sem Shades of Reykjavik hafa byggt upp hljóðver.Í fyrsta sinn í hljóðveri „Svo við prufuðum að taka upp við takt frá honum. Þetta var í fyrsta sinn á ævinni sem ég stóð í hljóðveri, það var ógnandi en þó spennandi á sama tíma. Við Emil erum góðir vinir svo mér fannst mjög þægilegt og átakalaust að vinna með honum.“ Kristín býr í Toronto þar sem hún er að læra myndlist við listaháskólann OCAD University. „Það magnaða við þetta allt saman er hvað ég er umkringd hæfileikaríku fólki sem er alltaf opið fyrir nýjum hugmyndum og hefur óstöðvandi sköpunarkraft. Það kemur einhvern veginn alltaf á óvart þegar hugmyndir og skissur verða að veruleika. Fyrir mitt leyti upplifði ég sterkt mátt sköpunar og endalausra möguleika í stúdíóinu, þar sem að listamenn úr svo mörgum ólíkum áttum eru undir sama þaki: lagið, myndbandið og jafnvel textinn urðu til á sama stað, á vinnustofunni í Fosshálsinum.“Prufa nýja hluti Kristínu finnst mikilvægt að prufa nýja hluti. „Mig langaði til þess að gera þetta því ég hafði ekki gert það áður og þetta var mér gjörsamlega ókunnugt. Það er slæmt að festast í þægindaramma og nauðsynlegt að reyna stanslaust á þolmörk sín, ef ég verð of góð í að teikna með hægri hönd þá þarf ég að byrja að teikna með vinstri.“ Lagið Andvaka er unnið og framleitt af Algera Studio. Þetta er fyrsta tónlistarmyndbandið sem stúdeoið framleiðir að öllu leiti, þ.a.s. tónlistina og myndbandið frá A til Ö. Myndbandið sem og lagið í heild sinni var unnið á einni viku, og því var leikstýrt af Algera Girls. Anni Ólafsdóttir og Sunneva Ása Weisshappel klipptu og unnu myndbandið. Emil Andri Emilsson og Hermann Bridde sáu um mix og masteringu en $H∆MAN$H∆WARMA gerði taktinn. Þeir eru meðlimir Shades of Reykjavík en hljómsveitin starfar einnig í Algera Studio.
Tónlist Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Gagnrýnir innihaldsefnin í matnum sem börnin fá: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira