Lífið

Íslendingar tapa sér: „Gæti grátið úr stolti“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Átök á vellinum áðan.
Átök á vellinum áðan. Vísir/AFP
Leik Íslands og Hollands um keppnisrétt í lokakeppni á EM í fótbolta lauk fyrir stuttu með sigri Íslands. Íslendingar eru því komnir með annan fótinn á EM en jafntefli við Kasakstan merkir að gullni miðinn á EM verður okkar. Hollenska liðið hefur verið sterkt í fótbolta og hefur ekki tapað heimaleik svo árum skipti.

Skoðanaskipti og grín á Twitter er í hámarki. Margir eiga varla orð af stolti og aðrir lofa því að skíra börnin sín í höfuðið á markaskorara kvöldsins: Gylfa Þór Sigurðssyni.

Myllumerki leiksins er #HolÍsl og hafa tístin verið að hrannast inn í allan dag.

Hér að neðan er hægt að fylgjast með öllum tístunum sem koma inn á Twitter undir myllumerkinu:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×