„Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi“ Tyrfingur Tyrfingsson skrifar 3. september 2015 20:00 Teikning/Rakel Tómas Pistillinn birtist fyrst í fimmta tölublaði Glamour, en Tyrfingur er fastur pistlahöfundur hjá tímaritinu. Hann starfar sem leikskáld Borgarleikhússins og fékk Grímuverðlaun og glimrandi dóma fyrir verk sitt Bláskjá. Tyrfingur vinnur nú að sínu öðru verki fyrir Borgarleikhúsið, Auglýsingu ársins. Fúskarinn - 13 auðveldar leiðir til að greina fúskarann frá mannfólki - 1. Fúskari eins og kakkalakki lifir af atómsprengjuna og lafir í tísku, en leiðir hana aldrei og er ófær um að búa eitthvað til sjálf/ur en hermir manna best eftir. Fúskarar af kvenkyni eru sníklar á undirfjármögnuðum kerfum á borð við mennta- og listakerfin en fúskarar af karlkyni liggja makindalega eins og gröð mara á öllum kerfum heimsins.2. Sé fúskarinn kona á miðjum aldri á hestamannaballi sest hún klofvega ofan á 17 ára gamlan áfengisdauðan pilt með spóaleggi og rennir buxnaklauf hans fimlega niður og gerir krók á vísifingur og hysjar gisið typpið á honum upp úr gammósíunum, klínir því inn í sig, juðar við lendar hans og miðar stundum vel. Skyndilega, í miðjum klíðum, verður hún ástfangin af piltinum en gleymir því um leið og hún þreytist í lærunum á hnoðinu. Hún getur verið mjög dagfarsprúð ef það hentar og dregið dul á gróft eðli sitt.3. Fúskara af karlkyni má þekkja á fótum hans. Jaðar hælsins er glórauður (vegna fallþunga fúskarans eða ofdrykkju eða ofreynslu), siggið á táberginu áberandi hvítt og háræðarnar heiðbláar og yfirfullar af blóði okkar manns. Blár, rauður og hvítur eins og íslenski fáninn hvílir fótur fúskarans best í margmennum heitum potti.4. Keyri fúskarinn leigubíl byrjar hann hvern rúnt á sjúkrasögu: „Heyrðu vinur, heldurðu að ristillinn í mér hafi ekki sprungið í fyrra! Og núna er þetta allt í graut og fossar sjálfstætt, en ég meina, allur heimurinn er klósett ef maður er bjartsýnn. Hvað ertu að borða?“5. Þá má vera að fúskarinn sé í hjónabandi eða sambúð en að öllu leyti er hann fráskilinn, enda er annað fólk í hans huga viðhlæjendur og áhorfendur, helst aðdáendur og ómögulegt að komast nær honum en svo. Ómögulegt því hann á sér ekki nærsvæði, enga raunverulega nánd. Sporbaugur sálarinnar er tómhyggjan, fúskarinn passar ekki frekar en púsl sem hefur legið í vatni. Fúskarinn eignast aldrei raunverulegan vin en á ef til vill dóttur sem sífellt reynir að lappa upp á hann.6. Fúskarinn íhugar aldrei að svipta sig lífi en fólk hefur haft af því áhyggjur að hann kunni að fyrirfara sér.7. Fari fúskarinn í leikhús finnst honum farsar leiðinlegir enda þykir honum vont að svona mikið sé hlegið að öðrum. Sjái hann leikhús þroskaheftra á t.d. 17. júní verður hann alsæll með það og skilur ekki af hverju „þetta fólk er ekki á fjölum Þjóðleikhússins?“ Hafi fúskarinn verið til sjós var það í stuttan tíma en hann stærir sig af því reglulega og talar um sig sem „seaman“ í útlöndum og glottir. Ef ekki væri fyrir þennan sprungna ristil sem áður er getið, gæti okkur þótt hann kynþokkafullur.8. Ef fúskarinn er efnaður gerir hann sér upp loðna hlýju og faðmar ókunnuga líkt og gert er í útlöndum. Sé fúskarinn af kvenkyni þiggur hún laun fyrir óljósa vinnu. Skjótur gróði og frægð eru einkunnarorð hennar en henni gengur betur en körlum í fúskarastétt að laga sig að samfélaginu. Hún hugsar daglega um hvað muni standa í ævisögu sinni. Hún talar um að efla mannauð, afla fjár, auka skynjun, víkka tengslanet, skrá hugkort og að treysta norrænt samstarf. Hún mun með einum eða öðrum hætti bendla sig við Vigdísi Finnbogadóttur. Hún bíður í ofvæni eftir því að einhver biðji hana um að halda ræðu, fyrirlestur eða helst fyrirlestraröð (um hvað sem er, henni er alveg sama) og hefur jafnvel boðið sig fram af því hún „slær ekki hendinni á móti spennandi tækifæri“. Hún finnur til smæðar sinnar, á aðeins einn raunverulegan vin (eigið barn eða dýr) og skuldar skattinum en bíður eftir því að hún komist til valda svo hún geti fyrir há laun greitt þetta niður í einum rykk eða hringt símtöl og látið þetta hverfa.9. Ungur fúskari fer leikandi létt með að kjafta sig inn í listaháskóla og ákveður gjarnan að gerast listamaður. Fúskarinn er hins vegar aldrei listamaður, í hann vantar það hugarfarslega þrek sem til þarf. Fúskarinn verður sér hins vegar úti um listamannslegustu fötin (hattur, röndótt drasl, axlabönd, síðpils), kemur sér upp listamannarödd (skræk eða sexý) og talar hátt og snjallt um Zizek eða geiminn. Raunveruleg ástæða þess að fúskari sækir í listir er að hann sér fyrir sér að þurfa lítið sem ekkert að vinna og að hann birtist ótt og títt í blöðum og á vefsíðum.10. Fúskarar eru að upplagi skefjalausari en aðrir og því eru unglingsár þeirra óvenju niðurlægjandi. 11. Fúskari er sérstaklega áhugasamur um líkamsþyngd annarra og á það til að lyfta fólki. Alveg væri það dæmigert fyrir fúskarann að tálga eitthvert drasl og selja það einhverjum túrista. Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi. Fúskarinn er rasandi bit á því að heimurinn átti sig ekki á snilld hans.12. Uppkomin börn fúskara ná sér yfirleitt aldrei og minna helst á hvalinn sem drekkti sér.13. Helst vildum við öll að fúskarinn væri bara gamall karl sem treður sig út af randalínum og svefntöflum en velgjulegt eðli fúskarans smýgur inn í öll kyn og allar kynslóðir. Sá sem þetta ritar hefur meira að segja hitt fúskandi barn sem seldi dót á tombólu til styrktar Fjólubláa krossinum sem auðvitað er ekki til. Þekkir þú fúskara áttu samúð mína alla en kannistu ekkert við lýsinguna ertu líklega fúskari sjálf/ur. Glamour pennar Glamour Tyrfigur Tyrfings Mest lesið Tískuvikan í New York: Tommy kom aftur með sumarið Glamour Þetta er það sem Lily-Rose Depp geymir í töskunni sinni Glamour Vinsælasta gallabuxnasnið ársins Glamour Ekki spara kinnalitinn í vetur Glamour Idris Elba og Jourdan Dunn sögð vera að stinga saman nefjum Glamour Fögnuðu frumsýningu Studio línu H&M Glamour Það tók 1.700 klukkustundir að sauma kjól Emmu Stone Glamour Segir teikningar af brúðarkjól Middleton stolnar Glamour Stjörnuleikkonur og fjölskyldan í nýjasta myndbandi Jay Z Glamour Íslensk fyrirsæta í myndaþætti Annie Leibowitz Glamour
Pistillinn birtist fyrst í fimmta tölublaði Glamour, en Tyrfingur er fastur pistlahöfundur hjá tímaritinu. Hann starfar sem leikskáld Borgarleikhússins og fékk Grímuverðlaun og glimrandi dóma fyrir verk sitt Bláskjá. Tyrfingur vinnur nú að sínu öðru verki fyrir Borgarleikhúsið, Auglýsingu ársins. Fúskarinn - 13 auðveldar leiðir til að greina fúskarann frá mannfólki - 1. Fúskari eins og kakkalakki lifir af atómsprengjuna og lafir í tísku, en leiðir hana aldrei og er ófær um að búa eitthvað til sjálf/ur en hermir manna best eftir. Fúskarar af kvenkyni eru sníklar á undirfjármögnuðum kerfum á borð við mennta- og listakerfin en fúskarar af karlkyni liggja makindalega eins og gröð mara á öllum kerfum heimsins.2. Sé fúskarinn kona á miðjum aldri á hestamannaballi sest hún klofvega ofan á 17 ára gamlan áfengisdauðan pilt með spóaleggi og rennir buxnaklauf hans fimlega niður og gerir krók á vísifingur og hysjar gisið typpið á honum upp úr gammósíunum, klínir því inn í sig, juðar við lendar hans og miðar stundum vel. Skyndilega, í miðjum klíðum, verður hún ástfangin af piltinum en gleymir því um leið og hún þreytist í lærunum á hnoðinu. Hún getur verið mjög dagfarsprúð ef það hentar og dregið dul á gróft eðli sitt.3. Fúskara af karlkyni má þekkja á fótum hans. Jaðar hælsins er glórauður (vegna fallþunga fúskarans eða ofdrykkju eða ofreynslu), siggið á táberginu áberandi hvítt og háræðarnar heiðbláar og yfirfullar af blóði okkar manns. Blár, rauður og hvítur eins og íslenski fáninn hvílir fótur fúskarans best í margmennum heitum potti.4. Keyri fúskarinn leigubíl byrjar hann hvern rúnt á sjúkrasögu: „Heyrðu vinur, heldurðu að ristillinn í mér hafi ekki sprungið í fyrra! Og núna er þetta allt í graut og fossar sjálfstætt, en ég meina, allur heimurinn er klósett ef maður er bjartsýnn. Hvað ertu að borða?“5. Þá má vera að fúskarinn sé í hjónabandi eða sambúð en að öllu leyti er hann fráskilinn, enda er annað fólk í hans huga viðhlæjendur og áhorfendur, helst aðdáendur og ómögulegt að komast nær honum en svo. Ómögulegt því hann á sér ekki nærsvæði, enga raunverulega nánd. Sporbaugur sálarinnar er tómhyggjan, fúskarinn passar ekki frekar en púsl sem hefur legið í vatni. Fúskarinn eignast aldrei raunverulegan vin en á ef til vill dóttur sem sífellt reynir að lappa upp á hann.6. Fúskarinn íhugar aldrei að svipta sig lífi en fólk hefur haft af því áhyggjur að hann kunni að fyrirfara sér.7. Fari fúskarinn í leikhús finnst honum farsar leiðinlegir enda þykir honum vont að svona mikið sé hlegið að öðrum. Sjái hann leikhús þroskaheftra á t.d. 17. júní verður hann alsæll með það og skilur ekki af hverju „þetta fólk er ekki á fjölum Þjóðleikhússins?“ Hafi fúskarinn verið til sjós var það í stuttan tíma en hann stærir sig af því reglulega og talar um sig sem „seaman“ í útlöndum og glottir. Ef ekki væri fyrir þennan sprungna ristil sem áður er getið, gæti okkur þótt hann kynþokkafullur.8. Ef fúskarinn er efnaður gerir hann sér upp loðna hlýju og faðmar ókunnuga líkt og gert er í útlöndum. Sé fúskarinn af kvenkyni þiggur hún laun fyrir óljósa vinnu. Skjótur gróði og frægð eru einkunnarorð hennar en henni gengur betur en körlum í fúskarastétt að laga sig að samfélaginu. Hún hugsar daglega um hvað muni standa í ævisögu sinni. Hún talar um að efla mannauð, afla fjár, auka skynjun, víkka tengslanet, skrá hugkort og að treysta norrænt samstarf. Hún mun með einum eða öðrum hætti bendla sig við Vigdísi Finnbogadóttur. Hún bíður í ofvæni eftir því að einhver biðji hana um að halda ræðu, fyrirlestur eða helst fyrirlestraröð (um hvað sem er, henni er alveg sama) og hefur jafnvel boðið sig fram af því hún „slær ekki hendinni á móti spennandi tækifæri“. Hún finnur til smæðar sinnar, á aðeins einn raunverulegan vin (eigið barn eða dýr) og skuldar skattinum en bíður eftir því að hún komist til valda svo hún geti fyrir há laun greitt þetta niður í einum rykk eða hringt símtöl og látið þetta hverfa.9. Ungur fúskari fer leikandi létt með að kjafta sig inn í listaháskóla og ákveður gjarnan að gerast listamaður. Fúskarinn er hins vegar aldrei listamaður, í hann vantar það hugarfarslega þrek sem til þarf. Fúskarinn verður sér hins vegar úti um listamannslegustu fötin (hattur, röndótt drasl, axlabönd, síðpils), kemur sér upp listamannarödd (skræk eða sexý) og talar hátt og snjallt um Zizek eða geiminn. Raunveruleg ástæða þess að fúskari sækir í listir er að hann sér fyrir sér að þurfa lítið sem ekkert að vinna og að hann birtist ótt og títt í blöðum og á vefsíðum.10. Fúskarar eru að upplagi skefjalausari en aðrir og því eru unglingsár þeirra óvenju niðurlægjandi. 11. Fúskari er sérstaklega áhugasamur um líkamsþyngd annarra og á það til að lyfta fólki. Alveg væri það dæmigert fyrir fúskarann að tálga eitthvert drasl og selja það einhverjum túrista. Fúskarinn er andlegur róni en þrátt fyrir það gæti hann gerst andlegur leiðtogi. Fúskarinn er rasandi bit á því að heimurinn átti sig ekki á snilld hans.12. Uppkomin börn fúskara ná sér yfirleitt aldrei og minna helst á hvalinn sem drekkti sér.13. Helst vildum við öll að fúskarinn væri bara gamall karl sem treður sig út af randalínum og svefntöflum en velgjulegt eðli fúskarans smýgur inn í öll kyn og allar kynslóðir. Sá sem þetta ritar hefur meira að segja hitt fúskandi barn sem seldi dót á tombólu til styrktar Fjólubláa krossinum sem auðvitað er ekki til. Þekkir þú fúskara áttu samúð mína alla en kannistu ekkert við lýsinguna ertu líklega fúskari sjálf/ur.
Glamour pennar Glamour Tyrfigur Tyrfings Mest lesið Tískuvikan í New York: Tommy kom aftur með sumarið Glamour Þetta er það sem Lily-Rose Depp geymir í töskunni sinni Glamour Vinsælasta gallabuxnasnið ársins Glamour Ekki spara kinnalitinn í vetur Glamour Idris Elba og Jourdan Dunn sögð vera að stinga saman nefjum Glamour Fögnuðu frumsýningu Studio línu H&M Glamour Það tók 1.700 klukkustundir að sauma kjól Emmu Stone Glamour Segir teikningar af brúðarkjól Middleton stolnar Glamour Stjörnuleikkonur og fjölskyldan í nýjasta myndbandi Jay Z Glamour Íslensk fyrirsæta í myndaþætti Annie Leibowitz Glamour