Tyrfingur Tyrfingsson: "Þú sökkar í dag, blessað barnið mitt" Tyrfingur Tyrfingsson skrifar 27. júlí 2015 13:00 Teikning/Rakel Tómas Pistillinn birtist fyrst í þriðja tölublaði Glamour, en Tyrfingur er fastur pistlahöfundur hjá tímaritinu. Hann starfar sem leikskáld Borgarleikhússins og fékk Grímuverðlaun og glimrandi dóma fyrir verk sitt Bláskjá. Tyrfingur vinnur nú að sínu öðru verki fyrir Borgarleikhúsið, Auglýsingu ársins. Uppeldi Lof mér að hrútskýra: Flest börn eru hæfileikalaus og þess vegna er hættulegt lýðveldinu að telja þeim trú um eitthvað annað. Hins vegar má kenna börnum leti og lúserahátt, hvetja þau til að spila tölvuspil og aðstoða þau við að fitna. Þá á maður aldrei að segja barni að læra hitt eða þetta og það eina sem skólakerfið á að gera er að hvetja börn til að bulla. Þetta veit ég því ég hef aldrei annast barn, aldrei lært neitt um börn heldur aðeins verið barn – á Íslandi eru þetta nægilegar forsendur til að sinna næstum hvaða starfi sem er og gerir mig að sérfræðingi á nær öllum sviðum.Bannað með lögum að skjóta dúfurSem barn hélt ég að þegar eitthvað væri bannað með lögum væri það bannað með sönglögum, þannig að til að banna athæfi með lögum, þyrfti að syngja um það lag. Ég sat á loðnum púða aftur í gylltum Talbot og mamma drakk Tab og kvartaði yfir pulsubragðinu af Tabinu og mér fannst það væri mér að kenna svo ég leit út um gluggann, sá dúfu og söng hástöfum: „Það er bannað með lögum að skjóta dúfur.“ Pabbi spurði af hverju ég væri að syngja þetta og ég söng: „Því það er bannað með lögum að skjóta dúfur …“ (sem er satt, það er bannað með lögum). Þau hugsuðu, hvísluðu, flissuðu og loks hlógu eða ældu. Ég hafði auðvitað helling til míns máls. Hvort vill maður lesa kvótalögin eða heyra þau sungin við hressilegt lag? En mitt skynsamlega bull stóðst ekki skoðun og pabbi byrjaði að tala um Grágás og ég varð svo aleinn og umkomulaus því ég gat ekki lengur treyst eigin skilningi á heiminum og langaði helst af öllu að skjóta dúfur. Upp frá því leyndi ég bullinu mínu en lærði með tíð og tíma að treysta því aftur og kalla það innsæi. Ég skyldi halda mínu bulli fyrir mig og sýna reisn.Mamma, þú áttir aldrei að hlæja!Dönsk filmaEn það bar til um þessar mundir að boð kom frá menntamálaráðuneytinu um að öll börn skyldu læra lífsleikni því á þessum árum var óhamingja barna mikið í tísku, rétt áður en oflæti barna fór að valda yfirvöldum áhyggjum svo að heil kynslóð var stútfyllt af amfetamíni (hlakka til þegar þetta fólk krefst bóta af íslenska ríkinu að fordæmi Breiðavíkurdrengjanna fyrir ögn aðrar sakir). Þeir sem kenndu lífsleikni voru djammararnir í kennarahópnum – yfirleitt nokkuð markalausar kennslukonur nú eða glaðværasti karlmaðurinn á svæðinu. Ég sá fyrir mér að í lífsleikni fengjum við krakkarnir að vera í friði heila kennslustund, fíflast og gera eitthvað skrítið. En í stað þess byrjaði djammarinn að tala fjálglega um það hvernig kynæði rennur á börn og sýndi svo danska filmu um dreng sem gat ekki sett á sig smokk. Í miðjum klíðum tók djammarinn svo fram að maður ætti að passa sig, sumt væri bannað, annað ekki og að óumflýjanlegt væri að verða fórnarlamb ljóta karlsins eða hreinlega verða hann sjálfur. Að lokum minnti hann okkur á sjálfstraust.Þú sökkar í dag, blessað barnið mittÞað er alltaf verið að segja börnum að það sem þau hugsi og segi sé bull en um leið er þeim talin trú um að þau geti orðið hvað sem er þegar þau verða stór. Þau séu rugluð en geti orðið frábær og leiðin til þess sé að taka öllum nótum og athugasemdum frá markalausum kennslukonum og mishæfum foreldrum. Af þessu hlýst allur vandi Vesturlanda. Núna ertu fáviti en ef þú fylgir mér í einu og öllu verður líf þitt himneskt síðar meir. D3Það eina sem skólakerfið á að kenna börnum er að vera löt og bulla. Ég hef verið svona tíu ára þegar þessi söngur hófst um að börn gætu orðið allt sem þau þráðu. Einhvern veginn finnst mér þetta vera Bill Clinton að kenna. Ég vissi betur því ég hafði verið í D3 í fótbolta svo það var nokkuð ljóst að ég yrði aldrei nein fótboltastjarna. Og ég vissi sem var að medalíurnar sem ég fékk fyrir þátttöku voru partur af bulli fullorðna fólksins. Ég vil þakka Kópavogsbæ fyrir að hafa hafnað mér svona hressilega snemma á lífsleiðinni. Af þeim sökum reyndi ég aldrei að gerast til dæmis fjárfestir. Barnið þitt er ekki sjéní. En barnið þitt getur bullað öðrum manneskjum betur. Hvettu það til að bulla meira, vertu ekkert að leiðrétta hlutina og ekki banna neitt með lögum. Uppeldi er slump. Glamour pennar Glamour Tyrfigur Tyrfings Mest lesið Beint af tískupallinum í sölu Glamour H&M Studio 2018 kemur með vorið Glamour Kylie Minogue bar sigur af hólmi gegn Kylie Jenner Glamour Eina förðunarmyndbandið sem þú þarft að horfa á Glamour Húsgagnasýning Artek í Pennanum Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir barnið Glamour 80s glamúr en engin tónlist Glamour MAC gefur út förðunarlínu fyrir "basic bitch“ Glamour Proenza Schouler sýndi í New York í seinasta skiptið Glamour Feminísk ádeila og töffaraskapur í sumarlínu Dior Glamour
Pistillinn birtist fyrst í þriðja tölublaði Glamour, en Tyrfingur er fastur pistlahöfundur hjá tímaritinu. Hann starfar sem leikskáld Borgarleikhússins og fékk Grímuverðlaun og glimrandi dóma fyrir verk sitt Bláskjá. Tyrfingur vinnur nú að sínu öðru verki fyrir Borgarleikhúsið, Auglýsingu ársins. Uppeldi Lof mér að hrútskýra: Flest börn eru hæfileikalaus og þess vegna er hættulegt lýðveldinu að telja þeim trú um eitthvað annað. Hins vegar má kenna börnum leti og lúserahátt, hvetja þau til að spila tölvuspil og aðstoða þau við að fitna. Þá á maður aldrei að segja barni að læra hitt eða þetta og það eina sem skólakerfið á að gera er að hvetja börn til að bulla. Þetta veit ég því ég hef aldrei annast barn, aldrei lært neitt um börn heldur aðeins verið barn – á Íslandi eru þetta nægilegar forsendur til að sinna næstum hvaða starfi sem er og gerir mig að sérfræðingi á nær öllum sviðum.Bannað með lögum að skjóta dúfurSem barn hélt ég að þegar eitthvað væri bannað með lögum væri það bannað með sönglögum, þannig að til að banna athæfi með lögum, þyrfti að syngja um það lag. Ég sat á loðnum púða aftur í gylltum Talbot og mamma drakk Tab og kvartaði yfir pulsubragðinu af Tabinu og mér fannst það væri mér að kenna svo ég leit út um gluggann, sá dúfu og söng hástöfum: „Það er bannað með lögum að skjóta dúfur.“ Pabbi spurði af hverju ég væri að syngja þetta og ég söng: „Því það er bannað með lögum að skjóta dúfur …“ (sem er satt, það er bannað með lögum). Þau hugsuðu, hvísluðu, flissuðu og loks hlógu eða ældu. Ég hafði auðvitað helling til míns máls. Hvort vill maður lesa kvótalögin eða heyra þau sungin við hressilegt lag? En mitt skynsamlega bull stóðst ekki skoðun og pabbi byrjaði að tala um Grágás og ég varð svo aleinn og umkomulaus því ég gat ekki lengur treyst eigin skilningi á heiminum og langaði helst af öllu að skjóta dúfur. Upp frá því leyndi ég bullinu mínu en lærði með tíð og tíma að treysta því aftur og kalla það innsæi. Ég skyldi halda mínu bulli fyrir mig og sýna reisn.Mamma, þú áttir aldrei að hlæja!Dönsk filmaEn það bar til um þessar mundir að boð kom frá menntamálaráðuneytinu um að öll börn skyldu læra lífsleikni því á þessum árum var óhamingja barna mikið í tísku, rétt áður en oflæti barna fór að valda yfirvöldum áhyggjum svo að heil kynslóð var stútfyllt af amfetamíni (hlakka til þegar þetta fólk krefst bóta af íslenska ríkinu að fordæmi Breiðavíkurdrengjanna fyrir ögn aðrar sakir). Þeir sem kenndu lífsleikni voru djammararnir í kennarahópnum – yfirleitt nokkuð markalausar kennslukonur nú eða glaðværasti karlmaðurinn á svæðinu. Ég sá fyrir mér að í lífsleikni fengjum við krakkarnir að vera í friði heila kennslustund, fíflast og gera eitthvað skrítið. En í stað þess byrjaði djammarinn að tala fjálglega um það hvernig kynæði rennur á börn og sýndi svo danska filmu um dreng sem gat ekki sett á sig smokk. Í miðjum klíðum tók djammarinn svo fram að maður ætti að passa sig, sumt væri bannað, annað ekki og að óumflýjanlegt væri að verða fórnarlamb ljóta karlsins eða hreinlega verða hann sjálfur. Að lokum minnti hann okkur á sjálfstraust.Þú sökkar í dag, blessað barnið mittÞað er alltaf verið að segja börnum að það sem þau hugsi og segi sé bull en um leið er þeim talin trú um að þau geti orðið hvað sem er þegar þau verða stór. Þau séu rugluð en geti orðið frábær og leiðin til þess sé að taka öllum nótum og athugasemdum frá markalausum kennslukonum og mishæfum foreldrum. Af þessu hlýst allur vandi Vesturlanda. Núna ertu fáviti en ef þú fylgir mér í einu og öllu verður líf þitt himneskt síðar meir. D3Það eina sem skólakerfið á að kenna börnum er að vera löt og bulla. Ég hef verið svona tíu ára þegar þessi söngur hófst um að börn gætu orðið allt sem þau þráðu. Einhvern veginn finnst mér þetta vera Bill Clinton að kenna. Ég vissi betur því ég hafði verið í D3 í fótbolta svo það var nokkuð ljóst að ég yrði aldrei nein fótboltastjarna. Og ég vissi sem var að medalíurnar sem ég fékk fyrir þátttöku voru partur af bulli fullorðna fólksins. Ég vil þakka Kópavogsbæ fyrir að hafa hafnað mér svona hressilega snemma á lífsleiðinni. Af þeim sökum reyndi ég aldrei að gerast til dæmis fjárfestir. Barnið þitt er ekki sjéní. En barnið þitt getur bullað öðrum manneskjum betur. Hvettu það til að bulla meira, vertu ekkert að leiðrétta hlutina og ekki banna neitt með lögum. Uppeldi er slump.
Glamour pennar Glamour Tyrfigur Tyrfings Mest lesið Beint af tískupallinum í sölu Glamour H&M Studio 2018 kemur með vorið Glamour Kylie Minogue bar sigur af hólmi gegn Kylie Jenner Glamour Eina förðunarmyndbandið sem þú þarft að horfa á Glamour Húsgagnasýning Artek í Pennanum Glamour Jólagjafahandbók GLAMOUR: Fyrir barnið Glamour 80s glamúr en engin tónlist Glamour MAC gefur út förðunarlínu fyrir "basic bitch“ Glamour Proenza Schouler sýndi í New York í seinasta skiptið Glamour Feminísk ádeila og töffaraskapur í sumarlínu Dior Glamour