„Það var aldrei neitt plan að verða atvinnumaður,“ segir landsliðsmaðurinn Kári Árnason. Engu að síður verður hann að óbreyttu í eldlínunni með karlalandsliðinu í knattspyrnu sem mætir Hollendingum í undankeppni EM 2016 kvöld í Amsterdam þar sem hann mun taka á Robin van Persie, Arjen Robben og Memphis Depay. Í framhaldinu eru svo leikir í Meistaradeild Evrópu þar sem Zlatan Ibrahimovic og Cristiano Ronaldo verða á meðal andstæðinga. Kári var góður leikmaður í yngri flokkum. Skaraði ekki fram úr en þó fastamaður í A-liðum hjá æskufélaginu, Víkingi í Reykjavík. Aldrei kom kallið í yngri landslið og er hann líklega eini útileikmaðurinn í landsliðinu sem ekki á engan slíkan landsleik að baki. Hann segist helst hafa furðað sig á því á elsta ári í öðrum flokki að fá aldrei kallið í u21 árs liðið. „Þetta var samt ekkert hjartans mál fyrir mig,“ segir Kári og hlær þegar blaðamaður spyr hvort hann hafi nokkuð grátið sig í svefn. Svo var ekki.Kári í búningi Víkings.Hringdi í vini til að ná í lið Á yngsta ári sínu í 2. flokki, þegar Kári var 17 ára, tók nýr þjálfari við flokknum. Sá var af Balkanskaganum og hét Djorde Tosic. Kári sýpur hveljur þegar hann heyrir á nafnið minnst. Ófagmennskan í kringum þjálfarann var stærsta ástæðan fyrir því að hann gerði hið óhugsandi. Skipti yfir í Val. „Ég veit ekki hvort hann hafði einhverja menntun. Það hættu bara allir í liðinu,“ segir Kári. Það sé leiðinlegt að segja það en þetta hafi verið algjört kjaftæði. Eina í stöðunni var að fara í annað félag ef eitthvað átti að verða úr fótboltanum. Fyrir komu Tosic hafi verið erfitt að ná í lið hjá Víkingi og hvað þá eftir komu hans. „Maður hringdi í félaga sína. Þórir Júl fór í gömlu Diadora takkaskóna sína með rúbbý tökkum undir. Honum var hent í bakvörðinn og bannað að fara fram yfir miðju,“ segir Kári og hlær. Ekki var ástandið mikið skárra hjá Val undir stjórn Atla Helgasonar. Þegar Kári heyrði af því að Ingvar Jónsson væri aftur tekinn við Víkingum hélt hann heim í Fossvoginn. „Það var no brainer að fara yfir í mitt gamla og eina íslenska félag.“ Aðspurður hvaða vitleysa hafi verið í gangi undir stjórn Tosic hristir Kári bara hausinn. „Þetta var endalaus vitleysa og farsi sem er ekki hægt að hafa eftir í fjölmiðlum.“Sigurður Jónsson er einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið.Áhrif Sigga Jóns Dvölin skamma hjá Val hafði þó áhrif á Kára. Hann var orðinn pirraður á fótboltanum og stöðunni en hann hafði setið á bekknum í 2. flokki hjá Hlíðarendaliðinu. Skömmu eftir að hann sneri heim í Víking var leikur á dagskrá. Mótherjinn var Valur. „Þá áttaði ég á mig að ég þurfti að gera eitthvað í þessu. Það kviknaði eitthvað innra með mér. Mig langaði ekkert meira en að vinna leikinn og við gerðum það.“ Kári hélt vestur um haf til Bandaríkjanna að lokinni útskrift úr Verzló vorið 2002. Hann hélt til Spokane í Washington fylki á vesturströnd Bandaríkjanna í háskóla, Gonzaga, sem helst er þekktur fyrir gott körfuboltalið. Þar ætlaði hann að finna út úr því hvað hann ætlaði að verða á milli þess sem hann spilaði með skólaliðinu og Víkingi yfir sumartímann. „Svo tekur Siggi Jóns við þessu og það var rosalega gaman,“ segir Kári. Sigurð Jónsson þekkja flestir sparkspekingar. Skagamaður í húð og hár sem lék með bæði Sheffield Wednesday og Arsenal í atvinnumennsku. Hnémeiðsli gerðu Sigurði erfitt fyrir þannig að minna varð úr ferlinum en vonir stóðu til. Eftir nokkur ár í sænska boltanum tók hann við Víkingum fyrir sumarið 2003. „Hann var góður þjálfari og æfingarnar voru skemmtilegar. Ég leit upp til hans enda var hann frábær í fótbolta og skemmtilegur náungi,“ segir Kári um Sigurð. Blaðamaður sá fleiri en eina æfingu hjá Víkiingi þetta sumar þar sem Sigurður gaf leikmönnum ekkert eftir og virkaði í fantaformi.Ein gömul og góð af Kára og Sölva.„Þú ert tuttugu landsleikja maður“ Kári rifjar upp samtal við Sigurð sem breytti miklu: „Þú ert svona tuttugu landsleikja maður,“ voru orð Sigurðar til Kára og greinilegt að orðin höfðu mikil áhrif á Kára. Þegar hann sá að hann átti fullt erindi í keppni við betri leikmenn óx keppnisskapið sem hafði jú verið til staðar að einhverju leyti en ekki nógu mikið. Í framhaldinu bauðst samningur hjá Djurgården í Svíþjóð. „Ég held að það hafi verið meira vegna þess að þeir sáu mig brjóta í mér tennurnar í leik. Þeim fannst svo magnað að ég hélt áfram að spila,“ segir Kári og hlær. „Það eina sem ég var að reyna að gera var að reyna að hefna mín á þeim sem braut í mér tennurnar. Ég elti hann um allt en náði honum aldrei.“ Kári upplýsir að leikurinn hafi verið gegn Grindavík og umræddur leikmaður hafi verið bróðir Ólafs Arnar Bjarnasonar, fyrrverandi landsliðsmanns. Kári segir dvölina hjá Djurgården, þar sem hann hitti fyrir Sölva Geir Ottesen, félaga úr Víkingi og landsliðinu, ekki hafa verið svo góða. Stemningin í liðinu hafi verið leiðinleg en í framhaldinu hafi hann spilað atvinnumannaferilinn, sem nú spannar rúman áratug, eftir eyranu. Kári og Stefán Gíslason í landsleik.VísirStærsta eftirsjáin Þótt Kári hafi verið fastamaður í hjarta varnarinnar hjá íslenska landsliðinu undanfarin ár var hann miðjumaður stærstan hluta ferilsins. „Það er það sem ég sé eiginlega mest eftir á mínum ferli,“ segir Kári. Hann spilaði á miðjunni upp alla yngri flokka, sömuleiðis í atvinnumennskunni allt þar til hann gekk í raðir Plymouth árið 2009. Siggi Jóns hafði reyndar haft á orði að Kári væri bestur sem miðvörður. „Siggi vissi oft best,“ segir Kári. Það hentaði hins vegar ekki Víkingsliðinu sem hafði úr góðum miðvörðum að ráða, Sölva Geir Ottesen og Grétari Sigfinni Sigurðarsyni, en Fossvogsliðinu vantaði frekar miðjumenn. „Ég hafði líka aldrei spilað hafsent þannig að það var kannski enginn tilgangur með því,“ segir Kári. Hann spilaði tvo leik í vörninni hjá Djurgården vegna meiðsla og það gekk mjög vel. En ekkert framhald varð á því. Hann varð ekki miðvörður fyrr en hann hélt til Englands árið 2009 í prufu hjá Plymouth sem komið verður inn á síðar í viðtalinu.Kári Árnason verður 33 ára á árinu.Vildi ekki karakter eins og Kára Áður en Kári hélt til Plymouth spilaði hann með AGF í Danmörku og fór á lán til Esbjerg, sem Guðlaugur Victor Pálsson samdi við á dögunum. Ástæða þess að Kári var lánaður til Esbjerg er athyglisverð. „Það kom nýr þjálfari til AGF og okkur lenti saman á fyrsta degi. Þetta var ekki að fara að ganga,“ segir Kári. Á æfingunni hafði Kári látið leikmann liðsins heyra það. Sá virtist vera mættur til þess að bjóða upp á sýningu í einspili og gat ekki gefið boltann til að bjarga lífi sínu. „Ég var búinn að vera meiddur og lét aðeins í mér heyra á fyrstu æfingunni. Hann var að sóla dýrvitlaus í hringi og ég sagði honum, ekkert í illu, að hann ætti kannski að gefa boltann,“ segir Kári. Hann viðurkennir að orðalagið hafi mögulega verið aðeins öðruvísi.Kári í búningi Rotherham þar sem hann lék við góðan orðstír í þrjú ár. Liðið hefur ekki unnið leik í deildinni síðan hann fór til Malmö.Vísir/GettySveitaþorpið ekki fyrir Kára Að lokinni æfingu var Kári boðaður á fund með þjálfaranum, Erik Rasmussen. Skilaboðin voru skýr. Svona hegðun væri ekki liðin og hann vildi ekki svona karaktera í liðinu. Allir ættu að vera vinir hjá AGF. „Ég sagði að þetta snerist ekkert um það,“ segir Kári. Hann hafi kannski verið fullreiður en rætt við leikmanninn eftir æfingu og þeir skilið sáttir. Rasmussen var greinilega búinn að setja Kára aftastan í goggunarröðina fyrir sæti í liðinu en fram til þessa hafði hann alltaf verið í liðinu. „Ég sá að þessi samvinna var ekki að fara að ganga. Gamli þjálfarinn minn hjá AGF heyrði af þessu, hringdi í mig og bað mig um að koma á láni til Esbjerg.“ Kári var ekki lengi að hugsa sig um en á hann runnu tvær grímur þegar hann mætti á svæðið. „Esbjerg er bara þannig staður að hann hentaði mér ekki alveg. Þessi staður…,“ segir Kári og skellir upp úr. Beðinn um betri útskýringar segir Kári Esbjerg bara vera sveitaþorp og óravegu frá öllu. „Það tekur 2-3 tíma að keyra hvert sem þú vilt fara.“ Auk þess var Kári töluvert meiddur og spilaði lítið hjá Esbjerg. Svo kom símtalið um að fara á prufu til Plymouth.Kári hefur varla tapað skallabolta síðan hann var tvítugur. Þá er hann þekktur fyrir sín löngu innköst.Ótrúleg ferð til Plymouth Kári minnir á að fótboltinn sé ekki dans á rósum fyrir alla. Jú, vissulega sé nú komin kynslóð íslenskra leikmanna með óumdeilda hæfileika en það hafi alls ekki verið gefið fyrir sig að atvinnumennskan yrði óslitin og gengi upp. Eftir fjölmiðlastríð við Erik Rasmussen, þjálfara AGF, var ljóst að hann þyrfti að fara annað. Þá fékk Kári boð um að fara í prufu til Plymouth sem lék í ensku b-deildinni. „Ég átti 15-20 landsleiki og taldi það til einhvers,“ segir Kári sem var orðinn 27 ára og vildi ekki fara á prufu af þeirri tegund þar sem leikmönnum er troðið inn á þjálfara og félög í stað þess að þeir komi að ósk þjálfara sem hafi raunverulegan áhuga á leikmönnunum. „Ég hef séð það svo oft og það er hrikaleg staða að vera í. Leikmaðurinn fær sjaldnast samning og dreginn á asnaeyrum. Beðinn um að vera viku lengur, þeir vita ekkert um þig og hafa engan alvöru áhuga,“ segir Kári. Í framhaldinu stóð til boða að fara í prufu hjá Norwich sem lék í c-deildinni. „Það hefði líklega verið sniðugra,“ segir Kári enda rauk Norwich upp í úrvalsdeildina á nokkrum árum.Kári og félagar slógu út Celtic á leið sinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.Vísir/Getty„Who is this?“Kári samþykkti að fara í prufuna til Plymouth og mætti á föstudagskvöldi á Paddington lestarstöðina í London. Síðasta lest var farin til Plymouth svo Kári hringdi í yfirnjósnara Plymouth, Andy King heitinn. King kom af fjöllum. „Who is this?“ og „Who?“ voru viðbrögð King þegar Kári sagði til nafns í tvígang. Kári útskýrði að hann væri að koma á prufu. King sagði best fyrir Kára að gista á hóteli í London og taka svo lestina til Plymouth morguninn eftir. Hann yrði að vera mættur fyrir klukkan tíu þegar æfingin átti að byrja. Hinn morgunhressi Kári vissi að það þýddi að vakna á milli sex og sjö morguninn eftir til að ná í tæka tíð á æfinguna. Hann gekk um hverfið í London og finnur ekkert laust hótelherbergi. „Svo finn ég eitthvert sveittasta mótel sem til er,“ segir Kári og hlær. Þar gisti hann nóttinaog vaknaði fyrir allar aldir. „Það var auðvitað rosaleg seinkun á lestinni og ég mæti alltof seint,“ segir Kári. Leikmenn voru allir klæddir og komnir í skó. Það sem blasti við Kára voru hins vegar ekki týpískur fjöldi leikmanna á æfingu, í kringum tuttugu, heldur fimmtíu leikmenn. „Það var einn örugglega tíu ára og annar fimmtugur,“ segir Kári og hlær. Stjórinn, Paul Sturrock, hafði þá samþykkt alla leikmenn sem voru í leit að nýju liði, og fengið þá samtímis á prufu. Strákunum var skipt í þrjú lið, spilaðir þrír hálftímaleikir og nú skyldu menn sanna sig.Í litlum og götóttum skóm „Þetta var algjört kaos,“ segir Kári sem hafði aldrei séð annað eins. Enginn gaf boltann, allir reyndu að nota þann litla tíma sem þeir höfðu með boltann og miðverðir reyndu að sóla sig upp völlinn. „Það voru líklega um 30 gæjar frá Afríku, sumir góðir en aðrir sem höfðu aldrei sparkað í bolta,“ segir Kári. Ágætir leikmenn hafi leynst inn á milli og meðal annars leikmenn úr tyrknesku úrvalsdeildinni og strákar sem hann kannaðist við frá Danmörku. Að æfingu loknu kom Sturrock að máli við Kára. „Ertu með nóg af fötum,“ spurði Sturrock sem valdi Kára einan úr fimmtíu manna úrtakinu. Hann fór því á alvöru prufu með aðalliðinu, spilaði einn leik og var boðinn „hörkusamningur“ til áramóta sem Kári framlengdi í kjölfarið. Frammistaða Kára í fimmtíu manna prufunni er ekki síst athyglisverð fyrir þær sakir að hann var ekki einu sinni í eigin skóm. Kári hafði verið á ferðalagi með Andra Tómasi Gunnarssyni, uppeldisfélaga úr Víkingi og vini, þegar boðið kom um prufu hjá Plymouth. Kári var ekki með skó með sér og fékk lánaða skóna hans Andra. „Skórnir voru einu númeri of litlir og með gati á vinstri tánni,“ segir Kári og hlær. Ástæðan fyrir gatinu ku vera sú að Andri, sem er réttfættur, getur ekki skotið á markið án þess að draga vinstri fótinn eftir jörðinni með þeim afleiðingum að gat kemur fyrr eða síðar á tána. „Þetta var algjört rugl!“ Hjá Plymouth sat Kári á bekknum um tíma en þegar meiðsli urðu hjá miðvörðum liðsins sagði Kári stjóranum að hann gæti leyst það hlutverki. Síðan hefur Kári spilað sem miðvörður. Gat ekki meiri Big Steve Evans Eftir tvö ár hjá Plymouth samdi Kári við Aberdeen í Skotlandi eftir prufu hjá Hearts. Hann var eitt tímabil hjá skoska liðinu en fékk svo samningstilboð frá Rotherham í ensku d-deildinni. Kári var orðinn þrítugur og hefur áður upplýst í viðtölum að ástæðan fyrir því að hann tók tilboðinu var einfaldlega að það var fjárhagslega gott. Þar hitti hann aftur á móti fyrir einn skrautlegasta stjóra sem hann hefur hitt á lífsleiðinni, Big Steve Evans. Evans náði góðum árangri með Rotherham en Kári var ekki mikill aðdáandi hans. „Ég er búinn að vera í þrjú ár með þennan knattspyrnustjóra. Hann kennir öllum um nema sjálfum sér. Hann segir það bara við okkur líka. Í eina skiptið sem hann hefur tekið eitthvað á sig var þegar við vorum undir í hálfleik en unnum svo leikinn. Þá náði hann að lagfæra þau mistök," sagði Kári í Akraborginni á dögunum.Hann segir að í sumar hafi hann verið kominn með upp í kok. „Ég horfði á fjórða árið í uppsiglingu og hugsaði að ég gæti ekki meira. Það hefði verið fullmikið af því góða. Þessi maður…,“ segir Kári og hristir hausinn. Allt hafi verið svo öfgafullt og leikmönnum nánast haldið í gíslingu. „Ef maður tapaði leik þá hótaði hann oft að maður ætti að mæta sjö um morguninn daginn eftir og hlaupa í hringi. Svo klukkan 23 um kvöldið fékk maður sms að það yrði jú frí. Það var aldrei neitt skipulag, bara látið vita með sms hvort það væri æfing. Þú gast aldrei farið neitt. Ef þú áttir dagsfrí þá var ekki hægt að gera neitt.“ Kári hefur haft marga knattspyrnustjóra á ferlinum. Lesendur þessarar greinar hafa vafalaust veitt því athygli að ekki allir myndu fá boðskort í brúðkaupið hjá miðverðinum. Leikmenn vilja hreinskilni „Það er óhugnanlegt hve mikil vafnhæfni er í fótboltaheiminum,“ segir Kári. Skilningur sé oft ekki mikill og menn undirbúi sig ekki. Lars Lagerbäck virðist vera dæmi um hið gagnstæða enda virðist virðing landsliðsmanna fyrir þeim sænska mikil. Enginn gagnrýnir það að fá ekki að spila. Menn eru kannski svekktir en það smitar ekki út frá sér. „Í atvinnumennskunni eru auðvitað alltaf einhverjir ekki sáttir við að fá ekki að spila. En ef þú ert mannlegur, gefum mönnum séns og talar við þá þá hata leikmennirnir þig ekki. Það er oft þannig að það eru leikmenn sem bókstaflega hata þjálfarann. Þá er búið að ljúga að þeim, draga þá á asnaeyrum og segja allt mögulegt við þá sem ekki er staðið við.“ Kári segir leikmenn vilja hreinskilni. Menn verði pirraðir ef þeir eru teknir úr liðinu en ef þjálfarinn telji að það sé best fyrir liðið þá mun leikmaðurinn ekki hata þjálfarann. Þjálfarar verði að fylgja eigin sannfæringu og eru auðvitað mannlegir. Það sé einnig sterkt þegar þeir eru tilbúnir að viðurkenna eigin mistök.Maður velur sér ekki vini í fótbolta Atvinnumenn í knattspyrnu hafa mikinn frítíma á milli æfinga og leikja. Kári segir það hafa verið erfitt í fyrstu. Hann hafi verið vanur hörkufélagslífi með vinum sínum heima og varla kveikt á sjónvarpi því það var alltaf eitthvað um að vera. Nú sé töluvert oftar kveikt á sjónvarpinu. „Maður er ekki beint að velja sér vini í þessu,“ segir Kári sem umgengst að mestu stráka í því liði sem hann spilar með hverju sinni. Hann spili mikið golf og svo hafi hann menntað sig. Kári lauk ekki háskólanámi í Bandaríkjunum en tók svo viðskiptafræðinám í fjarnámi frá Bifröst sem hann lauk á fjórum árum. „Námið át upp mikinn tíma og ég var mjög feginn því það var áskorun að sitja yfir því,“ segir Kári. Því fylgi mikil öryggistilfinning að hafa lokið náminu enda taki nú bara tvö ár vilji hann bæta við sig menntun. Hann horfi þannig séð ekki mikið á fótbolta og hafi aldrei verið mikill sófaáhugamaður. „Ég hef aldrei haft mikinn áhuga á að horfa þótt að spila fótbolta sé það skemmtilegasta sem ég geri enn þann dag í dag,“ segir Kári. Það sé helst í stóru leikjunum í Englandi og Meistaradeildinni sem hann horfi. „Að horfa á West Brom gegn Stoke myndi ekki hvarfla að mér!“ Mun sakna landsliðsferðanna mest Kári samdi til þriggja ára við Malmö og verður því á 36. aldursári að loknum samningstímanum. Hann segist óviss um framtíðina, ætli að sjá til og spila hlutina eftir eyranu. Hvort hann geri eitthvað fótboltatengt verði að koma í ljós. „Það væri gaan að sjá hvort maður ætti eitthvað í að þjálfa,“ segir Kári. Þá sé hann að hugsa til þess að þjálfara meistaraflokk heima eða úti. „Það væri skemmtilegra að gera það erlendis. Mig langar að prófa það. Maður veit ekki hvort maður sé góður í því fyrr en maður prófar. Ef það er ekki manns tebolli myndi maður viðurkenna það,“ segir miðvörðurinn. Hann hafi velt því fyrir sér að byrja að taka þjálfararéttindi en til þessa ýtt því á undan sér. Nú er fókusinn á Malmö þar sem hann býr með íslenskri kærustu og svo íslenska landsliðið sem sé hápunkturinn á hans ferli. Hann njóti hverrar stundar. „Þetta er svo einstakt. Þetta eru svo mikilir toppmenn og ekki hægt að líkja þessu saman. Ég veit að allir eru þreyttir á að heyra þetta en stemningin er svo góð. Þetta eru svo skemmtilegir gaurar og maður hlakkar endalaust mikið til að koma. Það sem ég á eftir að sakna mest eru þessar ferðir. Þær eru einstakar.“ EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Jóhann Berg: Gaman að vera liðið á toppnum Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu í fótbolta verja toppsæti A-riðilsins í undankeppni EM 2016 þegar sjöunda umferð riðilsins fer fram á morgun. 3. september 2015 09:30 Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Eiður Smári og fjórir aðrir geta spilað tímamótaleik á Amsterdam Arena í kvöld Framundan er risaleikur fyrir íslenska landsliðið í kvöld þegar strákarnir mæta Hollandi á Amsterdam Arena í undankeppni EM 2016. Nokkrir leikmanna Íslands geta spilað tímamóta leik. 3. september 2015 15:30 Jón Daði: Var fúll og reiður innra með mér Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson er á sínum síðustu mánuðum hjá norska félaginu Viking því hann hefur samið við þýska liðið Kaiserslautern. 3. september 2015 11:00 Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn
„Það var aldrei neitt plan að verða atvinnumaður,“ segir landsliðsmaðurinn Kári Árnason. Engu að síður verður hann að óbreyttu í eldlínunni með karlalandsliðinu í knattspyrnu sem mætir Hollendingum í undankeppni EM 2016 kvöld í Amsterdam þar sem hann mun taka á Robin van Persie, Arjen Robben og Memphis Depay. Í framhaldinu eru svo leikir í Meistaradeild Evrópu þar sem Zlatan Ibrahimovic og Cristiano Ronaldo verða á meðal andstæðinga. Kári var góður leikmaður í yngri flokkum. Skaraði ekki fram úr en þó fastamaður í A-liðum hjá æskufélaginu, Víkingi í Reykjavík. Aldrei kom kallið í yngri landslið og er hann líklega eini útileikmaðurinn í landsliðinu sem ekki á engan slíkan landsleik að baki. Hann segist helst hafa furðað sig á því á elsta ári í öðrum flokki að fá aldrei kallið í u21 árs liðið. „Þetta var samt ekkert hjartans mál fyrir mig,“ segir Kári og hlær þegar blaðamaður spyr hvort hann hafi nokkuð grátið sig í svefn. Svo var ekki.Kári í búningi Víkings.Hringdi í vini til að ná í lið Á yngsta ári sínu í 2. flokki, þegar Kári var 17 ára, tók nýr þjálfari við flokknum. Sá var af Balkanskaganum og hét Djorde Tosic. Kári sýpur hveljur þegar hann heyrir á nafnið minnst. Ófagmennskan í kringum þjálfarann var stærsta ástæðan fyrir því að hann gerði hið óhugsandi. Skipti yfir í Val. „Ég veit ekki hvort hann hafði einhverja menntun. Það hættu bara allir í liðinu,“ segir Kári. Það sé leiðinlegt að segja það en þetta hafi verið algjört kjaftæði. Eina í stöðunni var að fara í annað félag ef eitthvað átti að verða úr fótboltanum. Fyrir komu Tosic hafi verið erfitt að ná í lið hjá Víkingi og hvað þá eftir komu hans. „Maður hringdi í félaga sína. Þórir Júl fór í gömlu Diadora takkaskóna sína með rúbbý tökkum undir. Honum var hent í bakvörðinn og bannað að fara fram yfir miðju,“ segir Kári og hlær. Ekki var ástandið mikið skárra hjá Val undir stjórn Atla Helgasonar. Þegar Kári heyrði af því að Ingvar Jónsson væri aftur tekinn við Víkingum hélt hann heim í Fossvoginn. „Það var no brainer að fara yfir í mitt gamla og eina íslenska félag.“ Aðspurður hvaða vitleysa hafi verið í gangi undir stjórn Tosic hristir Kári bara hausinn. „Þetta var endalaus vitleysa og farsi sem er ekki hægt að hafa eftir í fjölmiðlum.“Sigurður Jónsson er einn besti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið.Áhrif Sigga Jóns Dvölin skamma hjá Val hafði þó áhrif á Kára. Hann var orðinn pirraður á fótboltanum og stöðunni en hann hafði setið á bekknum í 2. flokki hjá Hlíðarendaliðinu. Skömmu eftir að hann sneri heim í Víking var leikur á dagskrá. Mótherjinn var Valur. „Þá áttaði ég á mig að ég þurfti að gera eitthvað í þessu. Það kviknaði eitthvað innra með mér. Mig langaði ekkert meira en að vinna leikinn og við gerðum það.“ Kári hélt vestur um haf til Bandaríkjanna að lokinni útskrift úr Verzló vorið 2002. Hann hélt til Spokane í Washington fylki á vesturströnd Bandaríkjanna í háskóla, Gonzaga, sem helst er þekktur fyrir gott körfuboltalið. Þar ætlaði hann að finna út úr því hvað hann ætlaði að verða á milli þess sem hann spilaði með skólaliðinu og Víkingi yfir sumartímann. „Svo tekur Siggi Jóns við þessu og það var rosalega gaman,“ segir Kári. Sigurð Jónsson þekkja flestir sparkspekingar. Skagamaður í húð og hár sem lék með bæði Sheffield Wednesday og Arsenal í atvinnumennsku. Hnémeiðsli gerðu Sigurði erfitt fyrir þannig að minna varð úr ferlinum en vonir stóðu til. Eftir nokkur ár í sænska boltanum tók hann við Víkingum fyrir sumarið 2003. „Hann var góður þjálfari og æfingarnar voru skemmtilegar. Ég leit upp til hans enda var hann frábær í fótbolta og skemmtilegur náungi,“ segir Kári um Sigurð. Blaðamaður sá fleiri en eina æfingu hjá Víkiingi þetta sumar þar sem Sigurður gaf leikmönnum ekkert eftir og virkaði í fantaformi.Ein gömul og góð af Kára og Sölva.„Þú ert tuttugu landsleikja maður“ Kári rifjar upp samtal við Sigurð sem breytti miklu: „Þú ert svona tuttugu landsleikja maður,“ voru orð Sigurðar til Kára og greinilegt að orðin höfðu mikil áhrif á Kára. Þegar hann sá að hann átti fullt erindi í keppni við betri leikmenn óx keppnisskapið sem hafði jú verið til staðar að einhverju leyti en ekki nógu mikið. Í framhaldinu bauðst samningur hjá Djurgården í Svíþjóð. „Ég held að það hafi verið meira vegna þess að þeir sáu mig brjóta í mér tennurnar í leik. Þeim fannst svo magnað að ég hélt áfram að spila,“ segir Kári og hlær. „Það eina sem ég var að reyna að gera var að reyna að hefna mín á þeim sem braut í mér tennurnar. Ég elti hann um allt en náði honum aldrei.“ Kári upplýsir að leikurinn hafi verið gegn Grindavík og umræddur leikmaður hafi verið bróðir Ólafs Arnar Bjarnasonar, fyrrverandi landsliðsmanns. Kári segir dvölina hjá Djurgården, þar sem hann hitti fyrir Sölva Geir Ottesen, félaga úr Víkingi og landsliðinu, ekki hafa verið svo góða. Stemningin í liðinu hafi verið leiðinleg en í framhaldinu hafi hann spilað atvinnumannaferilinn, sem nú spannar rúman áratug, eftir eyranu. Kári og Stefán Gíslason í landsleik.VísirStærsta eftirsjáin Þótt Kári hafi verið fastamaður í hjarta varnarinnar hjá íslenska landsliðinu undanfarin ár var hann miðjumaður stærstan hluta ferilsins. „Það er það sem ég sé eiginlega mest eftir á mínum ferli,“ segir Kári. Hann spilaði á miðjunni upp alla yngri flokka, sömuleiðis í atvinnumennskunni allt þar til hann gekk í raðir Plymouth árið 2009. Siggi Jóns hafði reyndar haft á orði að Kári væri bestur sem miðvörður. „Siggi vissi oft best,“ segir Kári. Það hentaði hins vegar ekki Víkingsliðinu sem hafði úr góðum miðvörðum að ráða, Sölva Geir Ottesen og Grétari Sigfinni Sigurðarsyni, en Fossvogsliðinu vantaði frekar miðjumenn. „Ég hafði líka aldrei spilað hafsent þannig að það var kannski enginn tilgangur með því,“ segir Kári. Hann spilaði tvo leik í vörninni hjá Djurgården vegna meiðsla og það gekk mjög vel. En ekkert framhald varð á því. Hann varð ekki miðvörður fyrr en hann hélt til Englands árið 2009 í prufu hjá Plymouth sem komið verður inn á síðar í viðtalinu.Kári Árnason verður 33 ára á árinu.Vildi ekki karakter eins og Kára Áður en Kári hélt til Plymouth spilaði hann með AGF í Danmörku og fór á lán til Esbjerg, sem Guðlaugur Victor Pálsson samdi við á dögunum. Ástæða þess að Kári var lánaður til Esbjerg er athyglisverð. „Það kom nýr þjálfari til AGF og okkur lenti saman á fyrsta degi. Þetta var ekki að fara að ganga,“ segir Kári. Á æfingunni hafði Kári látið leikmann liðsins heyra það. Sá virtist vera mættur til þess að bjóða upp á sýningu í einspili og gat ekki gefið boltann til að bjarga lífi sínu. „Ég var búinn að vera meiddur og lét aðeins í mér heyra á fyrstu æfingunni. Hann var að sóla dýrvitlaus í hringi og ég sagði honum, ekkert í illu, að hann ætti kannski að gefa boltann,“ segir Kári. Hann viðurkennir að orðalagið hafi mögulega verið aðeins öðruvísi.Kári í búningi Rotherham þar sem hann lék við góðan orðstír í þrjú ár. Liðið hefur ekki unnið leik í deildinni síðan hann fór til Malmö.Vísir/GettySveitaþorpið ekki fyrir Kára Að lokinni æfingu var Kári boðaður á fund með þjálfaranum, Erik Rasmussen. Skilaboðin voru skýr. Svona hegðun væri ekki liðin og hann vildi ekki svona karaktera í liðinu. Allir ættu að vera vinir hjá AGF. „Ég sagði að þetta snerist ekkert um það,“ segir Kári. Hann hafi kannski verið fullreiður en rætt við leikmanninn eftir æfingu og þeir skilið sáttir. Rasmussen var greinilega búinn að setja Kára aftastan í goggunarröðina fyrir sæti í liðinu en fram til þessa hafði hann alltaf verið í liðinu. „Ég sá að þessi samvinna var ekki að fara að ganga. Gamli þjálfarinn minn hjá AGF heyrði af þessu, hringdi í mig og bað mig um að koma á láni til Esbjerg.“ Kári var ekki lengi að hugsa sig um en á hann runnu tvær grímur þegar hann mætti á svæðið. „Esbjerg er bara þannig staður að hann hentaði mér ekki alveg. Þessi staður…,“ segir Kári og skellir upp úr. Beðinn um betri útskýringar segir Kári Esbjerg bara vera sveitaþorp og óravegu frá öllu. „Það tekur 2-3 tíma að keyra hvert sem þú vilt fara.“ Auk þess var Kári töluvert meiddur og spilaði lítið hjá Esbjerg. Svo kom símtalið um að fara á prufu til Plymouth.Kári hefur varla tapað skallabolta síðan hann var tvítugur. Þá er hann þekktur fyrir sín löngu innköst.Ótrúleg ferð til Plymouth Kári minnir á að fótboltinn sé ekki dans á rósum fyrir alla. Jú, vissulega sé nú komin kynslóð íslenskra leikmanna með óumdeilda hæfileika en það hafi alls ekki verið gefið fyrir sig að atvinnumennskan yrði óslitin og gengi upp. Eftir fjölmiðlastríð við Erik Rasmussen, þjálfara AGF, var ljóst að hann þyrfti að fara annað. Þá fékk Kári boð um að fara í prufu til Plymouth sem lék í ensku b-deildinni. „Ég átti 15-20 landsleiki og taldi það til einhvers,“ segir Kári sem var orðinn 27 ára og vildi ekki fara á prufu af þeirri tegund þar sem leikmönnum er troðið inn á þjálfara og félög í stað þess að þeir komi að ósk þjálfara sem hafi raunverulegan áhuga á leikmönnunum. „Ég hef séð það svo oft og það er hrikaleg staða að vera í. Leikmaðurinn fær sjaldnast samning og dreginn á asnaeyrum. Beðinn um að vera viku lengur, þeir vita ekkert um þig og hafa engan alvöru áhuga,“ segir Kári. Í framhaldinu stóð til boða að fara í prufu hjá Norwich sem lék í c-deildinni. „Það hefði líklega verið sniðugra,“ segir Kári enda rauk Norwich upp í úrvalsdeildina á nokkrum árum.Kári og félagar slógu út Celtic á leið sinni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.Vísir/Getty„Who is this?“Kári samþykkti að fara í prufuna til Plymouth og mætti á föstudagskvöldi á Paddington lestarstöðina í London. Síðasta lest var farin til Plymouth svo Kári hringdi í yfirnjósnara Plymouth, Andy King heitinn. King kom af fjöllum. „Who is this?“ og „Who?“ voru viðbrögð King þegar Kári sagði til nafns í tvígang. Kári útskýrði að hann væri að koma á prufu. King sagði best fyrir Kára að gista á hóteli í London og taka svo lestina til Plymouth morguninn eftir. Hann yrði að vera mættur fyrir klukkan tíu þegar æfingin átti að byrja. Hinn morgunhressi Kári vissi að það þýddi að vakna á milli sex og sjö morguninn eftir til að ná í tæka tíð á æfinguna. Hann gekk um hverfið í London og finnur ekkert laust hótelherbergi. „Svo finn ég eitthvert sveittasta mótel sem til er,“ segir Kári og hlær. Þar gisti hann nóttinaog vaknaði fyrir allar aldir. „Það var auðvitað rosaleg seinkun á lestinni og ég mæti alltof seint,“ segir Kári. Leikmenn voru allir klæddir og komnir í skó. Það sem blasti við Kára voru hins vegar ekki týpískur fjöldi leikmanna á æfingu, í kringum tuttugu, heldur fimmtíu leikmenn. „Það var einn örugglega tíu ára og annar fimmtugur,“ segir Kári og hlær. Stjórinn, Paul Sturrock, hafði þá samþykkt alla leikmenn sem voru í leit að nýju liði, og fengið þá samtímis á prufu. Strákunum var skipt í þrjú lið, spilaðir þrír hálftímaleikir og nú skyldu menn sanna sig.Í litlum og götóttum skóm „Þetta var algjört kaos,“ segir Kári sem hafði aldrei séð annað eins. Enginn gaf boltann, allir reyndu að nota þann litla tíma sem þeir höfðu með boltann og miðverðir reyndu að sóla sig upp völlinn. „Það voru líklega um 30 gæjar frá Afríku, sumir góðir en aðrir sem höfðu aldrei sparkað í bolta,“ segir Kári. Ágætir leikmenn hafi leynst inn á milli og meðal annars leikmenn úr tyrknesku úrvalsdeildinni og strákar sem hann kannaðist við frá Danmörku. Að æfingu loknu kom Sturrock að máli við Kára. „Ertu með nóg af fötum,“ spurði Sturrock sem valdi Kára einan úr fimmtíu manna úrtakinu. Hann fór því á alvöru prufu með aðalliðinu, spilaði einn leik og var boðinn „hörkusamningur“ til áramóta sem Kári framlengdi í kjölfarið. Frammistaða Kára í fimmtíu manna prufunni er ekki síst athyglisverð fyrir þær sakir að hann var ekki einu sinni í eigin skóm. Kári hafði verið á ferðalagi með Andra Tómasi Gunnarssyni, uppeldisfélaga úr Víkingi og vini, þegar boðið kom um prufu hjá Plymouth. Kári var ekki með skó með sér og fékk lánaða skóna hans Andra. „Skórnir voru einu númeri of litlir og með gati á vinstri tánni,“ segir Kári og hlær. Ástæðan fyrir gatinu ku vera sú að Andri, sem er réttfættur, getur ekki skotið á markið án þess að draga vinstri fótinn eftir jörðinni með þeim afleiðingum að gat kemur fyrr eða síðar á tána. „Þetta var algjört rugl!“ Hjá Plymouth sat Kári á bekknum um tíma en þegar meiðsli urðu hjá miðvörðum liðsins sagði Kári stjóranum að hann gæti leyst það hlutverki. Síðan hefur Kári spilað sem miðvörður. Gat ekki meiri Big Steve Evans Eftir tvö ár hjá Plymouth samdi Kári við Aberdeen í Skotlandi eftir prufu hjá Hearts. Hann var eitt tímabil hjá skoska liðinu en fékk svo samningstilboð frá Rotherham í ensku d-deildinni. Kári var orðinn þrítugur og hefur áður upplýst í viðtölum að ástæðan fyrir því að hann tók tilboðinu var einfaldlega að það var fjárhagslega gott. Þar hitti hann aftur á móti fyrir einn skrautlegasta stjóra sem hann hefur hitt á lífsleiðinni, Big Steve Evans. Evans náði góðum árangri með Rotherham en Kári var ekki mikill aðdáandi hans. „Ég er búinn að vera í þrjú ár með þennan knattspyrnustjóra. Hann kennir öllum um nema sjálfum sér. Hann segir það bara við okkur líka. Í eina skiptið sem hann hefur tekið eitthvað á sig var þegar við vorum undir í hálfleik en unnum svo leikinn. Þá náði hann að lagfæra þau mistök," sagði Kári í Akraborginni á dögunum.Hann segir að í sumar hafi hann verið kominn með upp í kok. „Ég horfði á fjórða árið í uppsiglingu og hugsaði að ég gæti ekki meira. Það hefði verið fullmikið af því góða. Þessi maður…,“ segir Kári og hristir hausinn. Allt hafi verið svo öfgafullt og leikmönnum nánast haldið í gíslingu. „Ef maður tapaði leik þá hótaði hann oft að maður ætti að mæta sjö um morguninn daginn eftir og hlaupa í hringi. Svo klukkan 23 um kvöldið fékk maður sms að það yrði jú frí. Það var aldrei neitt skipulag, bara látið vita með sms hvort það væri æfing. Þú gast aldrei farið neitt. Ef þú áttir dagsfrí þá var ekki hægt að gera neitt.“ Kári hefur haft marga knattspyrnustjóra á ferlinum. Lesendur þessarar greinar hafa vafalaust veitt því athygli að ekki allir myndu fá boðskort í brúðkaupið hjá miðverðinum. Leikmenn vilja hreinskilni „Það er óhugnanlegt hve mikil vafnhæfni er í fótboltaheiminum,“ segir Kári. Skilningur sé oft ekki mikill og menn undirbúi sig ekki. Lars Lagerbäck virðist vera dæmi um hið gagnstæða enda virðist virðing landsliðsmanna fyrir þeim sænska mikil. Enginn gagnrýnir það að fá ekki að spila. Menn eru kannski svekktir en það smitar ekki út frá sér. „Í atvinnumennskunni eru auðvitað alltaf einhverjir ekki sáttir við að fá ekki að spila. En ef þú ert mannlegur, gefum mönnum séns og talar við þá þá hata leikmennirnir þig ekki. Það er oft þannig að það eru leikmenn sem bókstaflega hata þjálfarann. Þá er búið að ljúga að þeim, draga þá á asnaeyrum og segja allt mögulegt við þá sem ekki er staðið við.“ Kári segir leikmenn vilja hreinskilni. Menn verði pirraðir ef þeir eru teknir úr liðinu en ef þjálfarinn telji að það sé best fyrir liðið þá mun leikmaðurinn ekki hata þjálfarann. Þjálfarar verði að fylgja eigin sannfæringu og eru auðvitað mannlegir. Það sé einnig sterkt þegar þeir eru tilbúnir að viðurkenna eigin mistök.Maður velur sér ekki vini í fótbolta Atvinnumenn í knattspyrnu hafa mikinn frítíma á milli æfinga og leikja. Kári segir það hafa verið erfitt í fyrstu. Hann hafi verið vanur hörkufélagslífi með vinum sínum heima og varla kveikt á sjónvarpi því það var alltaf eitthvað um að vera. Nú sé töluvert oftar kveikt á sjónvarpinu. „Maður er ekki beint að velja sér vini í þessu,“ segir Kári sem umgengst að mestu stráka í því liði sem hann spilar með hverju sinni. Hann spili mikið golf og svo hafi hann menntað sig. Kári lauk ekki háskólanámi í Bandaríkjunum en tók svo viðskiptafræðinám í fjarnámi frá Bifröst sem hann lauk á fjórum árum. „Námið át upp mikinn tíma og ég var mjög feginn því það var áskorun að sitja yfir því,“ segir Kári. Því fylgi mikil öryggistilfinning að hafa lokið náminu enda taki nú bara tvö ár vilji hann bæta við sig menntun. Hann horfi þannig séð ekki mikið á fótbolta og hafi aldrei verið mikill sófaáhugamaður. „Ég hef aldrei haft mikinn áhuga á að horfa þótt að spila fótbolta sé það skemmtilegasta sem ég geri enn þann dag í dag,“ segir Kári. Það sé helst í stóru leikjunum í Englandi og Meistaradeildinni sem hann horfi. „Að horfa á West Brom gegn Stoke myndi ekki hvarfla að mér!“ Mun sakna landsliðsferðanna mest Kári samdi til þriggja ára við Malmö og verður því á 36. aldursári að loknum samningstímanum. Hann segist óviss um framtíðina, ætli að sjá til og spila hlutina eftir eyranu. Hvort hann geri eitthvað fótboltatengt verði að koma í ljós. „Það væri gaan að sjá hvort maður ætti eitthvað í að þjálfa,“ segir Kári. Þá sé hann að hugsa til þess að þjálfara meistaraflokk heima eða úti. „Það væri skemmtilegra að gera það erlendis. Mig langar að prófa það. Maður veit ekki hvort maður sé góður í því fyrr en maður prófar. Ef það er ekki manns tebolli myndi maður viðurkenna það,“ segir miðvörðurinn. Hann hafi velt því fyrir sér að byrja að taka þjálfararéttindi en til þessa ýtt því á undan sér. Nú er fókusinn á Malmö þar sem hann býr með íslenskri kærustu og svo íslenska landsliðið sem sé hápunkturinn á hans ferli. Hann njóti hverrar stundar. „Þetta er svo einstakt. Þetta eru svo mikilir toppmenn og ekki hægt að líkja þessu saman. Ég veit að allir eru þreyttir á að heyra þetta en stemningin er svo góð. Þetta eru svo skemmtilegir gaurar og maður hlakkar endalaust mikið til að koma. Það sem ég á eftir að sakna mest eru þessar ferðir. Þær eru einstakar.“
Jóhann Berg: Gaman að vera liðið á toppnum Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu í fótbolta verja toppsæti A-riðilsins í undankeppni EM 2016 þegar sjöunda umferð riðilsins fer fram á morgun. 3. september 2015 09:30
Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15
Eiður Smári og fjórir aðrir geta spilað tímamótaleik á Amsterdam Arena í kvöld Framundan er risaleikur fyrir íslenska landsliðið í kvöld þegar strákarnir mæta Hollandi á Amsterdam Arena í undankeppni EM 2016. Nokkrir leikmanna Íslands geta spilað tímamóta leik. 3. september 2015 15:30
Jón Daði: Var fúll og reiður innra með mér Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson er á sínum síðustu mánuðum hjá norska félaginu Viking því hann hefur samið við þýska liðið Kaiserslautern. 3. september 2015 11:00