Enn ein byltingin Erling Freyr Guðmundsson skrifar 3. september 2015 09:00 Við sem erum liðlega þrítug munum eftir þeirri byltingu sem varð í fjarskiptum þegar hægt að var að láta tölvuna sína hringja inn á alnetið og senda í gegnum það eða sækja þangað stafræn gögn á hraða sem nam 14 eða jafnvel 28 kílóbitum á sekúndu hverri. Það færist nánast angurværð yfir mann að hugsa til pípsins í módeminu. Þau tíðindi urðu nú á dögunum að í fyrsta skipti stendur viðskiptavinum Ljósleiðarans til boða 500 megabita tenging. Það er um 35.000 sinnum hraðara samband en elstu módemsamböndin. Það er stærsti veitandi þjónustu yfir Ljósleiðarann – Vodafone nánar tiltekið – sem fyrst setti saman pakka um þetta hraða samband. Í kjölfarið hófu Hringdu og Hringiðan einnig að bjóða 500 megabita tengingu. Þetta virkar sem mikill hraði en verður trúlega talið venjulegt innan skemmri tíma en okkur grunar. Það er einmitt með þessum hætti sem eiginleikar Ljósleiðarans nýtast best; enginn „allt að“ hraði heldur er hægt að lofa viðskiptavinum áreiðanlegri flutningsgetu bæði við upphal og niðurhal. Ástæða þess er að ljósleiðari Gagnaveitunnar er lagður alla leið heim í hús, án flöskuhálsa á leiðinni.Ljósleiðari lagður á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/GagnaveitanForsendur byltingarinnarHugmyndin að baki uppbyggingu ljósleiðaranets Gagnaveitu Reykjavíkur, þar sem hvert heimili er tengt ljósleiðara alla leið, er að fjarskiptafyrirtæki geti nýtt þessa öflugustu gagnaflutningsleið sem við þekkjum til að keppa sín á milli um hylli viðskiptavina. Við erum þess fullviss að tilkoma Ljósleiðara Gagnaveitunnar hefur eflt samkeppni á fjarskiptamarkaði og þannig komið fólki almennt til góða. Margt fólk spyr okkur Gagnaveitufólk eða bara sjálft sig hvort þörf sé á öllum þessum hraða í gagnaflutningum. Spurningin er eðlileg en það er ágætt að hafa í huga að engir tæknilegir græningjar hafa sett fram stöðumat sem reynst hefur svo órafjarri dómi sögunnar. Þannig taldi Bill Gates á sínum tíma að 640 kílóbæta tölvuminni ætti að duga flestum og í árdaga tölvualdar hélt forstjóri IBM að í heiminum væri markaður fyrir svona fimm ofurtölvur. Þær eru ögn fleiri og með talsvert meira geymslupláss en einu sinni var talið duga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erling Freyr Guðmundsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Við sem erum liðlega þrítug munum eftir þeirri byltingu sem varð í fjarskiptum þegar hægt að var að láta tölvuna sína hringja inn á alnetið og senda í gegnum það eða sækja þangað stafræn gögn á hraða sem nam 14 eða jafnvel 28 kílóbitum á sekúndu hverri. Það færist nánast angurværð yfir mann að hugsa til pípsins í módeminu. Þau tíðindi urðu nú á dögunum að í fyrsta skipti stendur viðskiptavinum Ljósleiðarans til boða 500 megabita tenging. Það er um 35.000 sinnum hraðara samband en elstu módemsamböndin. Það er stærsti veitandi þjónustu yfir Ljósleiðarann – Vodafone nánar tiltekið – sem fyrst setti saman pakka um þetta hraða samband. Í kjölfarið hófu Hringdu og Hringiðan einnig að bjóða 500 megabita tengingu. Þetta virkar sem mikill hraði en verður trúlega talið venjulegt innan skemmri tíma en okkur grunar. Það er einmitt með þessum hætti sem eiginleikar Ljósleiðarans nýtast best; enginn „allt að“ hraði heldur er hægt að lofa viðskiptavinum áreiðanlegri flutningsgetu bæði við upphal og niðurhal. Ástæða þess er að ljósleiðari Gagnaveitunnar er lagður alla leið heim í hús, án flöskuhálsa á leiðinni.Ljósleiðari lagður á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/GagnaveitanForsendur byltingarinnarHugmyndin að baki uppbyggingu ljósleiðaranets Gagnaveitu Reykjavíkur, þar sem hvert heimili er tengt ljósleiðara alla leið, er að fjarskiptafyrirtæki geti nýtt þessa öflugustu gagnaflutningsleið sem við þekkjum til að keppa sín á milli um hylli viðskiptavina. Við erum þess fullviss að tilkoma Ljósleiðara Gagnaveitunnar hefur eflt samkeppni á fjarskiptamarkaði og þannig komið fólki almennt til góða. Margt fólk spyr okkur Gagnaveitufólk eða bara sjálft sig hvort þörf sé á öllum þessum hraða í gagnaflutningum. Spurningin er eðlileg en það er ágætt að hafa í huga að engir tæknilegir græningjar hafa sett fram stöðumat sem reynst hefur svo órafjarri dómi sögunnar. Þannig taldi Bill Gates á sínum tíma að 640 kílóbæta tölvuminni ætti að duga flestum og í árdaga tölvualdar hélt forstjóri IBM að í heiminum væri markaður fyrir svona fimm ofurtölvur. Þær eru ögn fleiri og með talsvert meira geymslupláss en einu sinni var talið duga.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar