Íslenskur sjálfboðaliði í Grikklandi: „Fólk er bara á vergangi hérna“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. september 2015 13:40 Þórunn Ólafsdóttir segir ástandið á grísku eyjunni Lesbos hafa versnað á síðustu dögum. Vísir/AFP Flóttamenn sem koma til Grikklands yfir Miðjarðarhafið þurfa að fara fótgangandi margra kílómetra leið til að komast í flóttamannabúðir. Þórunn starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos.Vísir Rútubílastöðin í Molivos á Lesbos sem nýtt hefur verið sem einskonar flóttamannabúðir hefur verið rýmd og hefur sjálfboðaliðastarf legið að mestu niðri. Þórunn Ólafsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni, segir ástandið þannig hafa versnað á síðustu dögum. „Fólk er bara á vergangi hérna á þessum götum, úti á þjóðvegunum, og einhvern veginn engin til að leiðbeina þeim. Fólk reynir auðvitað að fara niður í fjöru og taka á móti þeim þegar þau koma í land og deila út þurrum fötum og einhverjum ávöxtum og vatni. En svo tekur bara við ótrúlega löng ganga að næstu búðum þar sem er einhverja hjálp er að fá,“ segir hún. Þórunn sagði frá samskiptum sínum við fjölskyldu hinnar tveggja vikna gömlu Ani sem kom til Molivos á Facebook. Skiptitaska stúlkunnar féll fyrir borð á gúmmíbátnum sem fjölskyldan kom á yfir hafið og var hún komin með svæsin brunasár eftir bleyjuna þegar hún fékk loksins aðstoð. „Hún er bara ein af alveg ótrúlega mörgum ungbörnum sem hafa komið hérna í gengum Molivos,“ segir hún. „Þetta er ótrúlega mikið af börnum sem koma hérna og þegar ég kvaddi Ani og fjölskyldu í gær þá voru þau bara á leið út í óvissuna.“Þetta er Ani. Á tveggja vikna langri ævi sinni hefur hún verið á flótta ásamt foreldrum sínum, systur og bróður....Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Tuesday, September 1, 2015Þórunn segir að fjölskyldan hafi gengið af stað í átt að næstu flóttamannabúðum. „Það er langur vegur þangað og það eru ótrúlega margir í sömu stöðu; með pínulítil börn á handleggnum, gangandi svöng og þreytt í einhverri óvissu.“ Þórunn segir þó viðbrögð íslensks almennings við vandanum hafa vakið upp von hjá sér. Sjálfsögðu erum við lítið land og leysum ekki allan vandan en að allur þessi vilji sé til staðar er alveg ótrúlegt og mér finnst rosalega mikilvægt að við virkjum þennan kraft og þetta frumkvæði í stað að það verði drepið niður af stjórnvöldum,“ segir hún. „Því þetta er líka fordæmi fyrir hreinlega allan heiminn.“ Grikkland Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Flóttamenn sem koma til Grikklands yfir Miðjarðarhafið þurfa að fara fótgangandi margra kílómetra leið til að komast í flóttamannabúðir. Þórunn starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos.Vísir Rútubílastöðin í Molivos á Lesbos sem nýtt hefur verið sem einskonar flóttamannabúðir hefur verið rýmd og hefur sjálfboðaliðastarf legið að mestu niðri. Þórunn Ólafsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni, segir ástandið þannig hafa versnað á síðustu dögum. „Fólk er bara á vergangi hérna á þessum götum, úti á þjóðvegunum, og einhvern veginn engin til að leiðbeina þeim. Fólk reynir auðvitað að fara niður í fjöru og taka á móti þeim þegar þau koma í land og deila út þurrum fötum og einhverjum ávöxtum og vatni. En svo tekur bara við ótrúlega löng ganga að næstu búðum þar sem er einhverja hjálp er að fá,“ segir hún. Þórunn sagði frá samskiptum sínum við fjölskyldu hinnar tveggja vikna gömlu Ani sem kom til Molivos á Facebook. Skiptitaska stúlkunnar féll fyrir borð á gúmmíbátnum sem fjölskyldan kom á yfir hafið og var hún komin með svæsin brunasár eftir bleyjuna þegar hún fékk loksins aðstoð. „Hún er bara ein af alveg ótrúlega mörgum ungbörnum sem hafa komið hérna í gengum Molivos,“ segir hún. „Þetta er ótrúlega mikið af börnum sem koma hérna og þegar ég kvaddi Ani og fjölskyldu í gær þá voru þau bara á leið út í óvissuna.“Þetta er Ani. Á tveggja vikna langri ævi sinni hefur hún verið á flótta ásamt foreldrum sínum, systur og bróður....Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Tuesday, September 1, 2015Þórunn segir að fjölskyldan hafi gengið af stað í átt að næstu flóttamannabúðum. „Það er langur vegur þangað og það eru ótrúlega margir í sömu stöðu; með pínulítil börn á handleggnum, gangandi svöng og þreytt í einhverri óvissu.“ Þórunn segir þó viðbrögð íslensks almennings við vandanum hafa vakið upp von hjá sér. Sjálfsögðu erum við lítið land og leysum ekki allan vandan en að allur þessi vilji sé til staðar er alveg ótrúlegt og mér finnst rosalega mikilvægt að við virkjum þennan kraft og þetta frumkvæði í stað að það verði drepið niður af stjórnvöldum,“ segir hún. „Því þetta er líka fordæmi fyrir hreinlega allan heiminn.“
Grikkland Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira