Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. september 2015 12:00 Á síðuna hafa einnig skrifað erlendir aðilar sem búa við bág kjör, fagna framtakinu og biðja um hjálp. Vísir/EPA/Facebook Bryndís Björgvinsdóttir, stofnandi síðunnar Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar, hefur ekki við að ræða við fjölmiðla, innlenda og erlenda, auk þess sem það er full vinna að fjarlægja hatursáróður og rasísk ummæli af síðunni. „Ég er með átta góða vini í sjálfboðavinnu til að halda frá hatursorðræðu. Ég hef séð að fólk inn á evrópskum rasistaspjallsíðum hefur verið að deila síðunni og fréttum henni tengdri og það sem þau eru í rauninni að gera er að vera með árásir inn á síðuna. Því þetta er svo mikið að þetta er farið að virka eins og spam sem tekur yfir.“Sjá einnig: Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“Sýrlenskur karlmaður heldur á særðu barni eftir árásir á Douma austur af Damaskus, höfuðborg Sýrlands.vísir/afpSpam sem drekkir síðunni Bryndís segist alltaf hafa verið á móti ritskoðun. „Við erum að passa vel upp á það að þeir sem eru raunverulega að hugsa málin og velta upp í þessu samhengi hvort við eigum að vera að hækka þessa tölu upp úr fimmtíu fái að tjá sig. Þegar fólk er að hugsa innan þessa samhengis þá er það fínt og sjálfsagt. En um leið og þetta eru orðnar árásir á ákveðna samfélagshópa þá verðum við bara að eyða þeim út. Annars myndu þær drekkja síðunni.“ Bryndís segir eingöngu ummæli sem innihalda hatursorðræðu og rasisma sem innihalda ekki vott af málefnalegri umræðu tekin út. „Þegar það er ekkert verið að ræða málin það er að segja. Fólk er auðvitað áhyggjufullt yfir ástandinu í heiminum. Það er sjálfsagt að við ræðum um bestu leiðirnar, forgangsröðun og vandamálin hér heima fyrir. Því að auðvitað eru vandamál hér.“ Hennar skoðun er þó sú að þrátt fyrir að vissulega séu vandamál hér heima á Íslandi útiloki það ekki að Ísland taki þátt í að leysa vandamál annars staðar. „Í öllum samfélögum er fátækt og annað sem má betur fara. En það þýðir ekki að það sé ekki hægt að taka á móti flóttafólki.“Tilgangnum náð en síðan lifir Hatursorðræða og rasískar árásir hófust á síðuna fyrir um tólf tímum. Á sama tíma logaði sími Bryndísar, erlendir fjölmiðlar höfðu fengið veður af síðunni og þótti hún áhugaverð. „Það var engin leið fyrir mig að sinna þessu. Ég réði ekki við þetta og varð að fá hjálp. Það hafa ótrúlega margir boðist til að hjálpa og ég þáði það. Það er líka svolítið gaman að segja frá því að af þessum átta sem vakta síðuna höfum við vaktmann í Ástralíu og Bandaríkjunum. Þannig að meira að segja þegar við sofum hér á Íslandi er einhver að passa síðuna.“Sýrlenskur faðir heldur á syni sínum en þeir feðgar eru nýkomnir til Þýskalands eftir langt ferðalag.vísir/gettyBryndís segir að eftir að erlendir fjölmiðlar komust á snoðir um málið hafi síðan breyst til muna. Til að mynda hafa flóttamenn í Sýrlandi sett inn ummæli, þakkað fyrir sýndan hlýhug og óskað eftir að fá að koma til Íslands. „Tilgangurinn var upphaflega að safna saman mögulegri aðstoð og hugsa saman hvað væri hægt að gera til að hækka þessa tölu úr fimmtíu í einhverja hærri tölu, hver svosem hún nú verður. Ég held að þeim tilgangi sé náð; við erum komin með það mikið af góðum hugmyndum og tilboðum og sett á stjórnvöld mikinn þrýsting. En hún er að breytast núna í eitthvað alþjóðlegt fyrirbæri. Ég ætla að leyfa henni að lifa áfram í von um að hún hafi áhrif út fyrir landsteinana svona hugmyndafræðilega.“Sjá einnig: „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og MalasíuEygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra hefur sagst myndu vilja hækka tölu flóttamanna sem Ísland tekur á móti en hún er eins og stendur fimmtíu.Næstu skref eru að taka saman ummælin inn á síðunni og gefa Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra og öðrum starfsmönnum velferðarráðuneytisins aðgang að gögnunum. „Ekki það að ég endilega búist við því að þau nýti aðstoð einhverja einstaklinga, þeir sem hyggjast aðstoða hafa líkast til nú þegar skráð sig hjá Rauða krossinum en það sem mér finnst mikilvægt við að hafa þessi gögn aðgengileg er að það eru svo margar hugmyndir sem hægt er að nota. Það hefur verið bent á margar lausar byggingar sem hægt er að nota því að það getur tekið tvö ár fyrir stjórnvöld að koma fólki fyrir.“Vantaði vettvang fyrir jákvæða umræðu Viðbrögð Íslendinga komu Bryndísi í raun ekki á óvart.Sjá einnig: Borgarstjórn óskar eftir viðræðum við ríkið um móttöku flóttafólksBryndís Björgvinsdóttir er stofnandi síðunnar.„Auðvitað er maður aldrei viss þegar maður fær hugmynd, jafnvel svolítið óljósa hugmynd, hvort hún fái byr undir báða vængi. En svo aftur á móti kemur það mér ekkert á óvart hvað það voru margir sem flykktust inn á síðuna. Í raun höfum við öll ver ið á sama stað að hugsa það sama, komin með leið á að fylgjast með þessum fréttum dag eftir dag og upplifa það ekki að stjórnvöld hér á landi séu að bregðast við af fullum krafti. Viðbragðsflýtir skiptir nefnilega öllu máli þegar svona neyðarkall kemur. Það eru margir sammála því að vilja sjá ákvarðanir teknar og mál keyrð í gegn.“ Hún segir þar að auki að það hafi greinilega vantað vettvang fyrir jákvæða umræðu en borið hefur á því að neikvæðar, fordómafullar raddir leggi undir sig netið og kommentakerfi. „Þá heldur maður jafnvel að þær raddir séu ráðandi í samfélaginu. Svo kemur í ljós að það hefur vantað vettvang fyrir jákvæðara fólk með opinn huga til að tjá sig. Loksins var einhver rammi sem hægt var að tala innan, segja eitthvað af viti og gefa af sér eitthvað sem raunverulega hefur áhrif. Þá komu þessar frábæru fréttir í ljós: Jákvæðu raddirnar eru miklu fleiri en neikvæðu. Við gleymum því svo oft í þessu daglega þvaðri.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Hætti lífinu til að komast til Evrópu: „Ég hafði engu að tapa“ Navid Nouri flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld. 31. ágúst 2015 21:38 Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skorar á þá sem vilja taka á móti flóttafólki að líta sér nær. 1. september 2015 15:24 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Bryndís Björgvinsdóttir, stofnandi síðunnar Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar, hefur ekki við að ræða við fjölmiðla, innlenda og erlenda, auk þess sem það er full vinna að fjarlægja hatursáróður og rasísk ummæli af síðunni. „Ég er með átta góða vini í sjálfboðavinnu til að halda frá hatursorðræðu. Ég hef séð að fólk inn á evrópskum rasistaspjallsíðum hefur verið að deila síðunni og fréttum henni tengdri og það sem þau eru í rauninni að gera er að vera með árásir inn á síðuna. Því þetta er svo mikið að þetta er farið að virka eins og spam sem tekur yfir.“Sjá einnig: Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“Sýrlenskur karlmaður heldur á særðu barni eftir árásir á Douma austur af Damaskus, höfuðborg Sýrlands.vísir/afpSpam sem drekkir síðunni Bryndís segist alltaf hafa verið á móti ritskoðun. „Við erum að passa vel upp á það að þeir sem eru raunverulega að hugsa málin og velta upp í þessu samhengi hvort við eigum að vera að hækka þessa tölu upp úr fimmtíu fái að tjá sig. Þegar fólk er að hugsa innan þessa samhengis þá er það fínt og sjálfsagt. En um leið og þetta eru orðnar árásir á ákveðna samfélagshópa þá verðum við bara að eyða þeim út. Annars myndu þær drekkja síðunni.“ Bryndís segir eingöngu ummæli sem innihalda hatursorðræðu og rasisma sem innihalda ekki vott af málefnalegri umræðu tekin út. „Þegar það er ekkert verið að ræða málin það er að segja. Fólk er auðvitað áhyggjufullt yfir ástandinu í heiminum. Það er sjálfsagt að við ræðum um bestu leiðirnar, forgangsröðun og vandamálin hér heima fyrir. Því að auðvitað eru vandamál hér.“ Hennar skoðun er þó sú að þrátt fyrir að vissulega séu vandamál hér heima á Íslandi útiloki það ekki að Ísland taki þátt í að leysa vandamál annars staðar. „Í öllum samfélögum er fátækt og annað sem má betur fara. En það þýðir ekki að það sé ekki hægt að taka á móti flóttafólki.“Tilgangnum náð en síðan lifir Hatursorðræða og rasískar árásir hófust á síðuna fyrir um tólf tímum. Á sama tíma logaði sími Bryndísar, erlendir fjölmiðlar höfðu fengið veður af síðunni og þótti hún áhugaverð. „Það var engin leið fyrir mig að sinna þessu. Ég réði ekki við þetta og varð að fá hjálp. Það hafa ótrúlega margir boðist til að hjálpa og ég þáði það. Það er líka svolítið gaman að segja frá því að af þessum átta sem vakta síðuna höfum við vaktmann í Ástralíu og Bandaríkjunum. Þannig að meira að segja þegar við sofum hér á Íslandi er einhver að passa síðuna.“Sýrlenskur faðir heldur á syni sínum en þeir feðgar eru nýkomnir til Þýskalands eftir langt ferðalag.vísir/gettyBryndís segir að eftir að erlendir fjölmiðlar komust á snoðir um málið hafi síðan breyst til muna. Til að mynda hafa flóttamenn í Sýrlandi sett inn ummæli, þakkað fyrir sýndan hlýhug og óskað eftir að fá að koma til Íslands. „Tilgangurinn var upphaflega að safna saman mögulegri aðstoð og hugsa saman hvað væri hægt að gera til að hækka þessa tölu úr fimmtíu í einhverja hærri tölu, hver svosem hún nú verður. Ég held að þeim tilgangi sé náð; við erum komin með það mikið af góðum hugmyndum og tilboðum og sett á stjórnvöld mikinn þrýsting. En hún er að breytast núna í eitthvað alþjóðlegt fyrirbæri. Ég ætla að leyfa henni að lifa áfram í von um að hún hafi áhrif út fyrir landsteinana svona hugmyndafræðilega.“Sjá einnig: „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og MalasíuEygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra hefur sagst myndu vilja hækka tölu flóttamanna sem Ísland tekur á móti en hún er eins og stendur fimmtíu.Næstu skref eru að taka saman ummælin inn á síðunni og gefa Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra og öðrum starfsmönnum velferðarráðuneytisins aðgang að gögnunum. „Ekki það að ég endilega búist við því að þau nýti aðstoð einhverja einstaklinga, þeir sem hyggjast aðstoða hafa líkast til nú þegar skráð sig hjá Rauða krossinum en það sem mér finnst mikilvægt við að hafa þessi gögn aðgengileg er að það eru svo margar hugmyndir sem hægt er að nota. Það hefur verið bent á margar lausar byggingar sem hægt er að nota því að það getur tekið tvö ár fyrir stjórnvöld að koma fólki fyrir.“Vantaði vettvang fyrir jákvæða umræðu Viðbrögð Íslendinga komu Bryndísi í raun ekki á óvart.Sjá einnig: Borgarstjórn óskar eftir viðræðum við ríkið um móttöku flóttafólksBryndís Björgvinsdóttir er stofnandi síðunnar.„Auðvitað er maður aldrei viss þegar maður fær hugmynd, jafnvel svolítið óljósa hugmynd, hvort hún fái byr undir báða vængi. En svo aftur á móti kemur það mér ekkert á óvart hvað það voru margir sem flykktust inn á síðuna. Í raun höfum við öll ver ið á sama stað að hugsa það sama, komin með leið á að fylgjast með þessum fréttum dag eftir dag og upplifa það ekki að stjórnvöld hér á landi séu að bregðast við af fullum krafti. Viðbragðsflýtir skiptir nefnilega öllu máli þegar svona neyðarkall kemur. Það eru margir sammála því að vilja sjá ákvarðanir teknar og mál keyrð í gegn.“ Hún segir þar að auki að það hafi greinilega vantað vettvang fyrir jákvæða umræðu en borið hefur á því að neikvæðar, fordómafullar raddir leggi undir sig netið og kommentakerfi. „Þá heldur maður jafnvel að þær raddir séu ráðandi í samfélaginu. Svo kemur í ljós að það hefur vantað vettvang fyrir jákvæðara fólk með opinn huga til að tjá sig. Loksins var einhver rammi sem hægt var að tala innan, segja eitthvað af viti og gefa af sér eitthvað sem raunverulega hefur áhrif. Þá komu þessar frábæru fréttir í ljós: Jákvæðu raddirnar eru miklu fleiri en neikvæðu. Við gleymum því svo oft í þessu daglega þvaðri.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Hætti lífinu til að komast til Evrópu: „Ég hafði engu að tapa“ Navid Nouri flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld. 31. ágúst 2015 21:38 Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00 Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skorar á þá sem vilja taka á móti flóttafólki að líta sér nær. 1. september 2015 15:24 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Hætti lífinu til að komast til Evrópu: „Ég hafði engu að tapa“ Navid Nouri flúði frá Íran þar sem hann fæddist landlaus með stöðu flóttamanns. Hann sagði sögu sína í Ísland í dag í kvöld. 31. ágúst 2015 21:38
Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni "Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook. 1. september 2015 07:00
Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skorar á þá sem vilja taka á móti flóttafólki að líta sér nær. 1. september 2015 15:24