Lífið

Sara Heimisdóttir og Rich Piana ganga í það heilaga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sara og Rich eru að fara gifta sig.
Sara og Rich eru að fara gifta sig. vísir
„Ég er að fara gifta mig,“ segir kraftakarlinn Rich Piana, 44 ára, vaxtaræktarmaður frá Bandaríkjunum. Sú heppna er hin 25 ára Sara Heimisdóttir, íslensk stúlka sem búsett er í Bandaríkjunum. Hún starfar sem Fitness fyrirsæta og hefur stundað nám í sálfræði og næringarfræði í Orlando.

Rich Piana tilkynnir um þetta á YouTube síðu sinni. „Þið vitið augljóslega hvaða kona þetta er, hún er útum allt á Instagram-síðunni minni og við erum saman allan sólahringinn. Það er ótrúlegt hvað við pössum vel saman. Ég bý í risastóru einbýlishúsi og hef verið þar einn mjög lengi, svo lengi að ég var alveg við það að flytja út og ætlaði að leigja það út. Síðan kemur þessi kona inn í mitt líf.“

Piana segist hafa hætt við að flytja og núna leikur lífið við hann með Söru.

„Við eigum einstakt samband og ætlum að gifta okkur á Mr. Olympia-keppninni á þessu ári,“ segir hann en keppnin fer fram í Las Vegas eftir tvær vikur og er um eina stærstu vaxtarræktarkeppni í heimi að ræða. Hann segir að brúðkaupið verði tvöfalt og ætlar vinafólk þeirra að gifta sig með þeim á Orleans hótelinu í Las Vegas.

Hér að neðan má sjá myndband af tilkynningu Rich Piana. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.