Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2015 11:30 Okkar menn á æfingu á hinum glæsilega leikvangi Amsterdam Arena í dag. Vísir/Valli Lars Lagerbäck upplýsti á blaðamannafundi á Amsterdam Arena í morgun að í huga þeirra Heimis Hallgrímssonar væri ljóst hvaða ellefu leikmenn myndu byrja leikinn gegn Hollandi á morgun. Hann á von á því að tilkynna leikmönnum liðið í kvöld eða á morgun. Sá fyrirvari væri auðvitað að allir leikmennirnir kæmust heilir í gegnum æfinguna í hádeginu í dag á keppnisvellinum, Amsterdam Arena. Reikna hefði mátt með því að teflt yrði fram sama liði og lagði Tékka að velli á Laugardalsvelli í júní. Í ljósi meiðsla Emils Hallfreðssonar verður að minnsta kosti ein breyting gerð á byrjunarliðinu frá því í 2-1 sigrinum á Tékkum. Jón Daði fór mikinn með landsliðinu í 2-0 sigrinum gegn Hollandi fyrir tæpu ári.vísir/andri marinóFlestir íslensku fjölmiðlamannanna reikna með því að Jóhann Berg Guðmundsson, sem spilaði sem framherji gegn Tékkum, fari á kantinn og eina spurningin sé hver verði með Kolbeini Sigþórssyni í fremstu víglínu. Þar koma Eiður Smári Guðjohnsen, Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson til greina. Jón Daði fór á kostum í fyrri leiknum á Laugardalsvelli, hann hleypur mikið sem gæti komið okkar mönnum vel. Eiður Smári er líklega ekki 90 mínútna maður og spurning hvort þjálfararnir vilji geta gripið til hans í síðari hálfleik í erfiðri stöðu. Þá hefur Alfreð Finnbogason glímt við meiðsli í nára en hefur þó æft af krafti hér í Amsterdam. Annar möguleiki væri sá að Rúrik Gíslason kæmi á kantinn fyrir Emil og Jóhann Berg yrði þá frammi með Kolbeini. Líklegt byrjunarlið á morgun:Markvörður: Hannes Þór HalldórssonHægri bakvörður: Birkir Már SævarssonMiðvörður: Kári ÁrnasonMiðvörður: Ragnar SigurðssonVinstri bakvörður: Ari Freyr SkúlasonHægri kantur: Jóhann Berg GuðmundssonMiðjumaður: Aron Einar GunnarssonMiðjumaður: Gylfi Þór SigurðssonVinstri kantur: Birkir BjarnasonFramherji: Jón Daði BöðvarssonFramherji: Kolbeinn Sigþórsson EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Bakvörður íslenska landsliðsins spilar sem miðvörður í sænsku deildinni Birkir Már Sævarsson var fyrir utan byrjunarlið íslenska landsliðsins í byrjun undankeppninnar en vann sig síðan inn í liðið og hefur byrjað síðustu leiki í hægri bakverðinum. 2. september 2015 10:30 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Sjá meira
Lars Lagerbäck upplýsti á blaðamannafundi á Amsterdam Arena í morgun að í huga þeirra Heimis Hallgrímssonar væri ljóst hvaða ellefu leikmenn myndu byrja leikinn gegn Hollandi á morgun. Hann á von á því að tilkynna leikmönnum liðið í kvöld eða á morgun. Sá fyrirvari væri auðvitað að allir leikmennirnir kæmust heilir í gegnum æfinguna í hádeginu í dag á keppnisvellinum, Amsterdam Arena. Reikna hefði mátt með því að teflt yrði fram sama liði og lagði Tékka að velli á Laugardalsvelli í júní. Í ljósi meiðsla Emils Hallfreðssonar verður að minnsta kosti ein breyting gerð á byrjunarliðinu frá því í 2-1 sigrinum á Tékkum. Jón Daði fór mikinn með landsliðinu í 2-0 sigrinum gegn Hollandi fyrir tæpu ári.vísir/andri marinóFlestir íslensku fjölmiðlamannanna reikna með því að Jóhann Berg Guðmundsson, sem spilaði sem framherji gegn Tékkum, fari á kantinn og eina spurningin sé hver verði með Kolbeini Sigþórssyni í fremstu víglínu. Þar koma Eiður Smári Guðjohnsen, Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson til greina. Jón Daði fór á kostum í fyrri leiknum á Laugardalsvelli, hann hleypur mikið sem gæti komið okkar mönnum vel. Eiður Smári er líklega ekki 90 mínútna maður og spurning hvort þjálfararnir vilji geta gripið til hans í síðari hálfleik í erfiðri stöðu. Þá hefur Alfreð Finnbogason glímt við meiðsli í nára en hefur þó æft af krafti hér í Amsterdam. Annar möguleiki væri sá að Rúrik Gíslason kæmi á kantinn fyrir Emil og Jóhann Berg yrði þá frammi með Kolbeini. Líklegt byrjunarlið á morgun:Markvörður: Hannes Þór HalldórssonHægri bakvörður: Birkir Már SævarssonMiðvörður: Kári ÁrnasonMiðvörður: Ragnar SigurðssonVinstri bakvörður: Ari Freyr SkúlasonHægri kantur: Jóhann Berg GuðmundssonMiðjumaður: Aron Einar GunnarssonMiðjumaður: Gylfi Þór SigurðssonVinstri kantur: Birkir BjarnasonFramherji: Jón Daði BöðvarssonFramherji: Kolbeinn Sigþórsson
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Bakvörður íslenska landsliðsins spilar sem miðvörður í sænsku deildinni Birkir Már Sævarsson var fyrir utan byrjunarlið íslenska landsliðsins í byrjun undankeppninnar en vann sig síðan inn í liðið og hefur byrjað síðustu leiki í hægri bakverðinum. 2. september 2015 10:30 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Sjá meira
Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35
Bakvörður íslenska landsliðsins spilar sem miðvörður í sænsku deildinni Birkir Már Sævarsson var fyrir utan byrjunarlið íslenska landsliðsins í byrjun undankeppninnar en vann sig síðan inn í liðið og hefur byrjað síðustu leiki í hægri bakverðinum. 2. september 2015 10:30
Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00