Uppsagnir á Tálknafirði reiðarslag fyrir samfélagið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. september 2015 07:00 26 starfsmönnum Þórsbergs í Tálknafirði var sagt upp störfum í fyrradag. vísir/pjétur „Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. Þórsberg er stærsti einstaki vinnuveitandi á Tálknafirði. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að þetta hafi verið gert vegna versnandi rekstrarumhverfis í útgerð og bolfiskvinnslu. „Við vorum kölluð saman og okkur öllum sagt upp nema skrifstofufólki og verkstjórum. Þetta er mjög slæmt í svona litlu samfélagi því það er ekki margt í boði. Þó að þú gætir hugsanlega fengið vinnu á Patreksfirði þá er meira en að segja það að keyra þangað að vetri til,“ segir starfsmaðurinn og bætir við að hann hafi ekki hugmynd um hvað taki við. „Ég veit að langfæstir hafa hugmynd um það hvað þeir fari að gera.“ Fréttablaðið hafði samband við aðra starfsmenn Þórsbergs en af ótta við að verða útskúfað úr samfélaginu á Tálknafirði vildi enginn koma fram undir nafni. „Það er ein fjölskylda á Tálknafirði sem ræður ríkjum og hefur alltaf gert það. Ef maður segir eitthvað á móti hennar hagsmunum fær maður að kenna á því. Þetta er þannig samfélag að það má ekki hundur pissa út í garði þá vita allir það um leið.“ Sveitarstjórinn í Tálknafirði, Indriði Indriðason, og stjórnendur Þórsbergs hittust á fundi í gær og fóru yfir stöðu mála. Að sögn Indriða er verið að leita lausna á vandanum. „Menn eru með hugmyndir og mér finnst þær líta nokkuð vel út. Ég get því miður ekki farið nánar út í þær að svo stöddu.“ Indriði segir uppsagnirnar vera reiðarslag fyrir samfélagið. „Ég er þó vongóður um að ástandið blessist. Mér sýnist allir á svæðinu snúa bökum saman til þess að reyna finna lausn á vandanum.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Fólk er að taka þessu mjög illa en marga grunaði að það væri eitthvað í gangi,“ segir einn þeirra 26 starfsmanna sem sagt var upp störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Þórsbergi á Tálknafirði í fyrradag. Þórsberg er stærsti einstaki vinnuveitandi á Tálknafirði. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að þetta hafi verið gert vegna versnandi rekstrarumhverfis í útgerð og bolfiskvinnslu. „Við vorum kölluð saman og okkur öllum sagt upp nema skrifstofufólki og verkstjórum. Þetta er mjög slæmt í svona litlu samfélagi því það er ekki margt í boði. Þó að þú gætir hugsanlega fengið vinnu á Patreksfirði þá er meira en að segja það að keyra þangað að vetri til,“ segir starfsmaðurinn og bætir við að hann hafi ekki hugmynd um hvað taki við. „Ég veit að langfæstir hafa hugmynd um það hvað þeir fari að gera.“ Fréttablaðið hafði samband við aðra starfsmenn Þórsbergs en af ótta við að verða útskúfað úr samfélaginu á Tálknafirði vildi enginn koma fram undir nafni. „Það er ein fjölskylda á Tálknafirði sem ræður ríkjum og hefur alltaf gert það. Ef maður segir eitthvað á móti hennar hagsmunum fær maður að kenna á því. Þetta er þannig samfélag að það má ekki hundur pissa út í garði þá vita allir það um leið.“ Sveitarstjórinn í Tálknafirði, Indriði Indriðason, og stjórnendur Þórsbergs hittust á fundi í gær og fóru yfir stöðu mála. Að sögn Indriða er verið að leita lausna á vandanum. „Menn eru með hugmyndir og mér finnst þær líta nokkuð vel út. Ég get því miður ekki farið nánar út í þær að svo stöddu.“ Indriði segir uppsagnirnar vera reiðarslag fyrir samfélagið. „Ég er þó vongóður um að ástandið blessist. Mér sýnist allir á svæðinu snúa bökum saman til þess að reyna finna lausn á vandanum.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira