Erlent

Vill syndaaflausnir vegna fóstureyðinga

Samúel Karl Ólason skrifar
Francis Páfi.
Francis Páfi. Vísir/AFP
Francis Páfi kallaði eftir því að prestar veiti konum, sem gengið hafi í gegnum fóstureyðingu og læknum sem framkvæma þær, syndaaflausn á komandi Jubilee ári svokölluðu. Með því er hann að tala gegn harðlínuprestum sem eru mótfallnir slíkum aðgerðum.

Páfinn sagði að prestar ættu að veita þeim syndaaflausn sem sækjast eftir fyrirgefningu með „sáriðnandi hjarta“. Hann sagðist vita að margir sem fari í gegnum fóstureyðingar sjái ekki aðra möguleika í stöðunni.

Þá segist hann gera sér grein fyrir því að margar konur verði fyrir gífurlegum þrýstingi varðandi fóstureyðingar. „Ég hef hitt mjög margar konu sem bera ör á hjarta sínu eftir að hafa tekið þessar sársaukafullu og erfiðu ákvörðun.“

Hinn 78 ára gamli páfi hefur margsinnis vikið frá langtímastefnum Vatíkansins og lagt til skilning og samúð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×