Gleðst yfir vilja þjóðarinnar til að hjálpa flóttamönnum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. september 2015 07:00 Bryndís Björgvinsdóttir „Maður getur ekki gert neitt nema gleðjast yfir því að yfir tíu þúsund Íslendingar hafa boðið fram aðstoð sína á Facebook,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra um viðbrögð Íslendinga við flóttamannavandanum. Fréttir af flóttamönnunum frá Sýrlandi hafa undanfarið snert hjörtu margra, ekki síst hræðilegar myndirnar sem hafa birst af látnum börnum og fullorðnum á flótta undan stríðsátökum. Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook.Eygló Harðardóttir„Ég man bara ekki eftir öðru eins. Ég get ekki sagt að ég hafi búist við þessu en þetta kemur mér þó ekki á óvart því undanfarið hafa margir fundið fyrir miklum vanmætti,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir, stofnandi umræddrar Facebook-síðu. „Við höfum beðið alltof lengi eftir að heyra frá stjórnvöldum og sveitarfélögum og ekki fengið nein svör um það hve margir megi koma hingað, hvenær og hvernig. Nú er fólk búið að fá nóg og vill gera eitthvað.“ Eygló segir umræður síðustu daga hafa haft áhrif, ekki síst umrædda Facebook-síðu. „Engin spurning, þetta hefur haft áhrif.“ Eygló átti fund með Rauða krossinum og formanni flóttamannanefndar í gær þar sem farið var yfir málin. „Umsóknir um að starfa sem sjálfboðaliðar hafa streymt inn hjá Rauða krossinum og ég hef fengið fjölda tilboða frá fólki sem vill hjálpa á Facebook-síðunni, í skilaboðum beint til mín og svo hafa símtöl og tölvupóstar borist ráðuneytinu,“ segir Eygló og bætir við að á fundinum hafi verið farið vel yfir stöðu mála. 746 nýjir sjálfboðaliðar höfðu skráð sig hjá Rauða Kross Íslands í gærkvöld „Við fórum yfir það hvað nákvæmlega væri hægt að gera, bæði hér heima og svo hvað væri hægt að gera til þess að hjálpa erlendis. Við erum nú þegar búin að hafa samband við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna en það tekur ákveðinn tíma fyrir stofnunina að bregðast við og undirbúa flutning fólks til landsins.“ Eygló segir að eitt fyrsta verkefnið verði að hafa samband við sveitarfélög landsins og kanna hvað þau eru tilbúin að gera. „Eina sveitarfélagið sem hefur sent okkur formlegt erindi er Akureyrarbær. Næsta skref er því að hafa samband við öll hin sveitarfélögin.“ Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
„Maður getur ekki gert neitt nema gleðjast yfir því að yfir tíu þúsund Íslendingar hafa boðið fram aðstoð sína á Facebook,“ segir Eygló Harðardóttir velferðarráðherra um viðbrögð Íslendinga við flóttamannavandanum. Fréttir af flóttamönnunum frá Sýrlandi hafa undanfarið snert hjörtu margra, ekki síst hræðilegar myndirnar sem hafa birst af látnum börnum og fullorðnum á flótta undan stríðsátökum. Yfir tíu þúsund Íslendingar hafa tekið sig saman og boðið fram aðstoð sína til flóttamanna frá Sýrlandi undir yfirskriftinni „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ á Facebook.Eygló Harðardóttir„Ég man bara ekki eftir öðru eins. Ég get ekki sagt að ég hafi búist við þessu en þetta kemur mér þó ekki á óvart því undanfarið hafa margir fundið fyrir miklum vanmætti,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir, stofnandi umræddrar Facebook-síðu. „Við höfum beðið alltof lengi eftir að heyra frá stjórnvöldum og sveitarfélögum og ekki fengið nein svör um það hve margir megi koma hingað, hvenær og hvernig. Nú er fólk búið að fá nóg og vill gera eitthvað.“ Eygló segir umræður síðustu daga hafa haft áhrif, ekki síst umrædda Facebook-síðu. „Engin spurning, þetta hefur haft áhrif.“ Eygló átti fund með Rauða krossinum og formanni flóttamannanefndar í gær þar sem farið var yfir málin. „Umsóknir um að starfa sem sjálfboðaliðar hafa streymt inn hjá Rauða krossinum og ég hef fengið fjölda tilboða frá fólki sem vill hjálpa á Facebook-síðunni, í skilaboðum beint til mín og svo hafa símtöl og tölvupóstar borist ráðuneytinu,“ segir Eygló og bætir við að á fundinum hafi verið farið vel yfir stöðu mála. 746 nýjir sjálfboðaliðar höfðu skráð sig hjá Rauða Kross Íslands í gærkvöld „Við fórum yfir það hvað nákvæmlega væri hægt að gera, bæði hér heima og svo hvað væri hægt að gera til þess að hjálpa erlendis. Við erum nú þegar búin að hafa samband við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna en það tekur ákveðinn tíma fyrir stofnunina að bregðast við og undirbúa flutning fólks til landsins.“ Eygló segir að eitt fyrsta verkefnið verði að hafa samband við sveitarfélög landsins og kanna hvað þau eru tilbúin að gera. „Eina sveitarfélagið sem hefur sent okkur formlegt erindi er Akureyrarbær. Næsta skref er því að hafa samband við öll hin sveitarfélögin.“
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira