Tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum Lýður Árnason skrifar 1. september 2015 07:00 Nýútkomnar tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum eru fagnaðarefni öllum þeim sem trúa á frjálsan markaðsbúskap en vilja jafnframt tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum. Þessar tillögur eru í takti við auðlindaákvæði stjórnlagaráðs, sem aftekur allan vafa á forræði sjávarauðlindarinnar og að hún skuli nýtt á jafnræðisgrundvelli okkar allra. Í tillögum sínum gera Píratar ráð fyrir að bjóða upp allar aflaheimildir til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð. Í dag er leiguverð á fiski ákveðið einhliða á lokuðum markaði sem stórútgerðir og bankar stjórna og greiða leigutakar í leigu fjóra af hverjum fimm fiskum sem þeir veiða. Af því rennur einn sporður til ríkisins, afgangurinn fer til stórútgerða og banka. Væntanlega fagna þessir aðilar ekki tillögum Pírata en er það aðalmálið til lengri tíma litið? Uppboð veiðiheimilda fyrir alla Íslendinga vekur upp margar spurningar. Er þetta einungis fyrir þá efnameiri? Ef gjaldið fyrir veiðileyfið yrði innheimt um leið og aflanum yrði landað þarf enginn að hafa áhyggjur af fyrirframgreiðslu og bankaláni, sem þýðir að efnaminni veiðiklær geta líka verið með. Er hætta á samráði? Samráðshætta er ætíð fyrir hendi, olíufélögin eru augljóst dæmi. En þau eru aðeins fjögur. Erfitt er að sjá slíkt fyrir sér ef þau væru 40, hvað þá 400. Þetta er því frekar langsótt. Safnast veiðileyfin á eitt landshorn? Án varnaraðgerða jú, en með sérstakri útfærslu uppboða sem tryggir landshlutum ákveðið hlutfall veiðileyfa halda allir sínu. Er hætta á að fáir aðilar yfirbjóði alla hina og veiðileyfin safnist þannig á fárra hendur? Yfirboðshætta er vissulega til staðar en því til varnar er hægt að setja þak á veiðileyfamagn sömu útgerðar, útfæra uppboðin eftir útgerðarflokkum og hafa uppboðsmarkaðinn „lifandi“ sem þýðir að í staðinn fyrir að bjóða ársskammtinn allan út á einu bretti væri hægt að gera það í smærri skömmtum og til mismunandi langs tíma, allt eftir hentisemi hvers og eins. Þetta myndi vinna mjög á móti samþjöppun veiðileyfa og þegar við bætist að leigutakar þurfa að veiða sjálfir sinn skammt er ávinningurinn af því að „safna“ veiðileyfum enginn. Veldur þetta óvissu og litlum fyrirsjáanleika? Almennt uppboð á almannagæðum eins og veiðileyfum er ekki bara leið til að samhæfa verðlagningu veiðileyfa almennum markaðslögmálum heldur líka mannréttindamál. Tilgangurinn með því að bjóða upp aflaheimildir á opnum markaði er einmitt sá að rjúfa þann fyrirsjáanleika sem ríkt hefur í sjávarútvegi og fáir njóta. Almennt uppboð mun þannig færa sjávarútveginn nær öðrum atvinnugreinum og hann þarf að sæta sömu óvissu og almennt gerist á frjálsum markaði. Þetta hefur hingað til einmitt talist hvati atvinnulífsins og hvers vegna ætti annað að gilda um sjávarútveg? Veldur þetta hruni atvinnugreinarinnar? Allt fram á þennan dag hafa þeir sem njóta forgengis á veiðileyfum (kvóta) barmað sér yfir kerfisbreytingum og sagt þær ganga af sjávarútvegi dauðum. Sé litið á hagnað stórútgerðarinnar getur hver dæmt fyrir sig. Vert er að benda á að verðmætin sjálf, fiskurinn í sjónum, munu ekki hverfa úr netum landsmanna þótt kerfisbreytingar verði í landi. Þetta er því ekki spurning um hvort fiskurinn verði veiddur heldur af hverjum. Ég hvet útgerðarmenn til að þakka fyrir áralangt forgengi að fiskimiðunum og lýsa sig reiðubúna að taka þátt í almennu markaðstorgi aflaheimilda ásamt öðrum landsmönnum. Pírötum óska ég velfarnaðar í að fylgja tillögum sínum eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nýútkomnar tillögur Pírata í sjávarútvegsmálum eru fagnaðarefni öllum þeim sem trúa á frjálsan markaðsbúskap en vilja jafnframt tryggja yfirráð þjóðarinnar yfir eigin auðlindum. Þessar tillögur eru í takti við auðlindaákvæði stjórnlagaráðs, sem aftekur allan vafa á forræði sjávarauðlindarinnar og að hún skuli nýtt á jafnræðisgrundvelli okkar allra. Í tillögum sínum gera Píratar ráð fyrir að bjóða upp allar aflaheimildir til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð. Í dag er leiguverð á fiski ákveðið einhliða á lokuðum markaði sem stórútgerðir og bankar stjórna og greiða leigutakar í leigu fjóra af hverjum fimm fiskum sem þeir veiða. Af því rennur einn sporður til ríkisins, afgangurinn fer til stórútgerða og banka. Væntanlega fagna þessir aðilar ekki tillögum Pírata en er það aðalmálið til lengri tíma litið? Uppboð veiðiheimilda fyrir alla Íslendinga vekur upp margar spurningar. Er þetta einungis fyrir þá efnameiri? Ef gjaldið fyrir veiðileyfið yrði innheimt um leið og aflanum yrði landað þarf enginn að hafa áhyggjur af fyrirframgreiðslu og bankaláni, sem þýðir að efnaminni veiðiklær geta líka verið með. Er hætta á samráði? Samráðshætta er ætíð fyrir hendi, olíufélögin eru augljóst dæmi. En þau eru aðeins fjögur. Erfitt er að sjá slíkt fyrir sér ef þau væru 40, hvað þá 400. Þetta er því frekar langsótt. Safnast veiðileyfin á eitt landshorn? Án varnaraðgerða jú, en með sérstakri útfærslu uppboða sem tryggir landshlutum ákveðið hlutfall veiðileyfa halda allir sínu. Er hætta á að fáir aðilar yfirbjóði alla hina og veiðileyfin safnist þannig á fárra hendur? Yfirboðshætta er vissulega til staðar en því til varnar er hægt að setja þak á veiðileyfamagn sömu útgerðar, útfæra uppboðin eftir útgerðarflokkum og hafa uppboðsmarkaðinn „lifandi“ sem þýðir að í staðinn fyrir að bjóða ársskammtinn allan út á einu bretti væri hægt að gera það í smærri skömmtum og til mismunandi langs tíma, allt eftir hentisemi hvers og eins. Þetta myndi vinna mjög á móti samþjöppun veiðileyfa og þegar við bætist að leigutakar þurfa að veiða sjálfir sinn skammt er ávinningurinn af því að „safna“ veiðileyfum enginn. Veldur þetta óvissu og litlum fyrirsjáanleika? Almennt uppboð á almannagæðum eins og veiðileyfum er ekki bara leið til að samhæfa verðlagningu veiðileyfa almennum markaðslögmálum heldur líka mannréttindamál. Tilgangurinn með því að bjóða upp aflaheimildir á opnum markaði er einmitt sá að rjúfa þann fyrirsjáanleika sem ríkt hefur í sjávarútvegi og fáir njóta. Almennt uppboð mun þannig færa sjávarútveginn nær öðrum atvinnugreinum og hann þarf að sæta sömu óvissu og almennt gerist á frjálsum markaði. Þetta hefur hingað til einmitt talist hvati atvinnulífsins og hvers vegna ætti annað að gilda um sjávarútveg? Veldur þetta hruni atvinnugreinarinnar? Allt fram á þennan dag hafa þeir sem njóta forgengis á veiðileyfum (kvóta) barmað sér yfir kerfisbreytingum og sagt þær ganga af sjávarútvegi dauðum. Sé litið á hagnað stórútgerðarinnar getur hver dæmt fyrir sig. Vert er að benda á að verðmætin sjálf, fiskurinn í sjónum, munu ekki hverfa úr netum landsmanna þótt kerfisbreytingar verði í landi. Þetta er því ekki spurning um hvort fiskurinn verði veiddur heldur af hverjum. Ég hvet útgerðarmenn til að þakka fyrir áralangt forgengi að fiskimiðunum og lýsa sig reiðubúna að taka þátt í almennu markaðstorgi aflaheimilda ásamt öðrum landsmönnum. Pírötum óska ég velfarnaðar í að fylgja tillögum sínum eftir.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun