Þrettán handteknir til viðbótar vegna flótta eiturlyfjabaróns Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2015 20:57 Guzman slapp úr Altiplano-fangelsinu í Mexíkó með því að smeygja sér í gegnum holu í sturtuklefa fangelsisins. Þaðan komst hann í rúmlega kílómetra löng göng sem voru búin lýsingu og loftræstikerfi og beið hans sérútbúið bifhjól. Vísir/EPA Mexíkósk yfirvöld hafa handtekið þrettán til viðbótar í tengslum við rannsóknina á fangelsisflótta eiturlyfjabarónsins Joaquin „El Chapo" Guzman. Hann er sagður einn valdamesti glæpamaður heimsins í dag en hann er eftirlýstur í Mexíkó og Bandaríkjunum fyrir glæpi sína. Hann slapp úr Altiplano-fangelsinu í Mexíkó 11. júlí síðastliðinn með því að smeygja sér í gegnum holu í sturtuklefa fangelsisins. Þaðan komst hann í rúmlega kílómetra löng göng sem voru búin lýsingu og loftræstikerfi og beið hans sérútbúið bifhjól.Sjá einnig: Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja Þetta var í annað skiptið sem hann nær að strjúka úr fangelsi. Síðast var það árið 2001 en það tók yfirvöld í Mexíkó þrettán ár að hafa upp á honum. Bandaríska fréttastofan CNN segir fjölmarga hafa verið grunaða um að hafa aðstoðað Guzman við flóttann en sex dögum eftir að hann slapp úr fangelsinu voru sjö starfsmenn fangelsisins handteknir. Eftir að Guzman hvarf úr augsýn eftirlitsmyndavéla í sturtuklefanum liðu átján mínútur áður en fangaverðir fóru og athuguðu málið. Nærri því hálftími leið frá þeirri stundu þar til tilkynnt var um flótta hans. Grunur innanríkisráðuneytisins í Mexíkó beindist fljótlega að starfsmönnum fangelsisins en CNN segir rannsóknarblaðamanninn AnabelHernandez hafa komist að því að yfirvöld hefðu haft fjölda vísbendinga um að Guzman væri að undirbúa flótta. Til að mynda var vitað frá því í mars að aðilar á vegum Guzmans hefðu skoðað teikningar af fangelsinu. Þá höfðu fangar kvartað yfir miklum hávaða sem væri í líkingu við stórframkvæmdir.Hernandez hafði komist yfir yfirheyrslugögn í tengslum við rannsókn á flóttanum en CNN segir embætti ríkissaksóknara Mexíkó hafa neitað að tjá sig um málið.Guzman er leiðtogi Sinaloa-glæpasamtakanna sem eru sögð standa að baki miklum innflutningi á kannabisefnum, kókaíni og heróíni til Bandaríkjanna. Bandaríska tímaritið Forbes lagði eitt sinn mat á auðæfi Guzman sem voru talin nema einum milljarði Bandaríkjadala. Yfirvöld hafa heitið 3,8 milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hans. Tengdar fréttir Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja Strokufanginn Guzman hafði afnot af vélknúnum vagni til að flytja jarðveg úr flóttagöngunum sínum. 16. júlí 2015 12:00 Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22 Bjóða sextíu milljónir pesóa fyrir upplýsingar um eiturlyfjamógúl Joaquin Guzman hefur enn ekki fundist. Göngin sem veittu honum frelsi þykja fullkomin og víst að fangaverðir hafi aðstoðað hann við flóttann. 14. júlí 2015 07:57 Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira
Mexíkósk yfirvöld hafa handtekið þrettán til viðbótar í tengslum við rannsóknina á fangelsisflótta eiturlyfjabarónsins Joaquin „El Chapo" Guzman. Hann er sagður einn valdamesti glæpamaður heimsins í dag en hann er eftirlýstur í Mexíkó og Bandaríkjunum fyrir glæpi sína. Hann slapp úr Altiplano-fangelsinu í Mexíkó 11. júlí síðastliðinn með því að smeygja sér í gegnum holu í sturtuklefa fangelsisins. Þaðan komst hann í rúmlega kílómetra löng göng sem voru búin lýsingu og loftræstikerfi og beið hans sérútbúið bifhjól.Sjá einnig: Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja Þetta var í annað skiptið sem hann nær að strjúka úr fangelsi. Síðast var það árið 2001 en það tók yfirvöld í Mexíkó þrettán ár að hafa upp á honum. Bandaríska fréttastofan CNN segir fjölmarga hafa verið grunaða um að hafa aðstoðað Guzman við flóttann en sex dögum eftir að hann slapp úr fangelsinu voru sjö starfsmenn fangelsisins handteknir. Eftir að Guzman hvarf úr augsýn eftirlitsmyndavéla í sturtuklefanum liðu átján mínútur áður en fangaverðir fóru og athuguðu málið. Nærri því hálftími leið frá þeirri stundu þar til tilkynnt var um flótta hans. Grunur innanríkisráðuneytisins í Mexíkó beindist fljótlega að starfsmönnum fangelsisins en CNN segir rannsóknarblaðamanninn AnabelHernandez hafa komist að því að yfirvöld hefðu haft fjölda vísbendinga um að Guzman væri að undirbúa flótta. Til að mynda var vitað frá því í mars að aðilar á vegum Guzmans hefðu skoðað teikningar af fangelsinu. Þá höfðu fangar kvartað yfir miklum hávaða sem væri í líkingu við stórframkvæmdir.Hernandez hafði komist yfir yfirheyrslugögn í tengslum við rannsókn á flóttanum en CNN segir embætti ríkissaksóknara Mexíkó hafa neitað að tjá sig um málið.Guzman er leiðtogi Sinaloa-glæpasamtakanna sem eru sögð standa að baki miklum innflutningi á kannabisefnum, kókaíni og heróíni til Bandaríkjanna. Bandaríska tímaritið Forbes lagði eitt sinn mat á auðæfi Guzman sem voru talin nema einum milljarði Bandaríkjadala. Yfirvöld hafa heitið 3,8 milljónum dala fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku hans.
Tengdar fréttir Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja Strokufanginn Guzman hafði afnot af vélknúnum vagni til að flytja jarðveg úr flóttagöngunum sínum. 16. júlí 2015 12:00 Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22 Bjóða sextíu milljónir pesóa fyrir upplýsingar um eiturlyfjamógúl Joaquin Guzman hefur enn ekki fundist. Göngin sem veittu honum frelsi þykja fullkomin og víst að fangaverðir hafi aðstoðað hann við flóttann. 14. júlí 2015 07:57 Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira
Sjáðu göngin sem hinn smávaxni notaði til að flýja Strokufanginn Guzman hafði afnot af vélknúnum vagni til að flytja jarðveg úr flóttagöngunum sínum. 16. júlí 2015 12:00
Goðsagnakenndur eitulyfjabarón sleppur á ný Eiturlyfjabaróninn Joaquin Guzman, sem alla jafn er kallaður El Chapo eða "Sá stutti,“ slapp úr fangelsi í Mexíkó í morgun. 12. júlí 2015 11:22
Bjóða sextíu milljónir pesóa fyrir upplýsingar um eiturlyfjamógúl Joaquin Guzman hefur enn ekki fundist. Göngin sem veittu honum frelsi þykja fullkomin og víst að fangaverðir hafi aðstoðað hann við flóttann. 14. júlí 2015 07:57
Strokið þykir mikið áfall fyrir forsetann Ráðist hefur verið í umfangsmiklar aðgerðir til að finna strokufangann Joaquin Guzman í Mexíkó. 14. júlí 2015 07:00