Öll hjálp frá Íslandi myndi skipta máli Una Sighvatsdóttir skrifar 19. september 2015 12:45 Unnur Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins Vísir/Vilhelm Þingmennirnir Unnur Brá Konráðsdóttir og Óttarr Proppé eru nú á heimleið eftir ferð um Tyrkland, Líbanon og Sikiley til að kynna sér stöðu flóttafólks frá fyrstu hendi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna mælir með því að ríki, eins og Ísland, sem ætli að taka til sín kvótaflóttafólk, bjóði Sýrlendingum sem flúið hafa til Líbanon. Fréttastofa náði tali af Unni Brá á flugvellinum í Munchen. Hún segir að Sýrlendingar þar geri sér engar vonir um að komast burt í gegnum kvótaflóttakerfið.„Allir sem komu frá Sýrlandi yfir til Líbanon, sem eru þeirar næstu nágrannar, héldu að þetta yrði bara stutt, ætluðu bara rétta að bíða þetta af sér og fara svo aftur heim. Svo bíður fólk í einn mánuð í viðbót, og einn mánuð í viðbót, og svo eru liðin 4-5 ár. Þá hugsar fólk bara hér er engin von. Ástandið í Sýrlandi er ekki að lagast þannig að ég þarf að gera eitthvað annnað. Og þá fer fólk í bátana, reynir að komast til Tyrklands og þaðan í bát.“ Um 2000 flóttamenn búa í þessari blokk í Al Janub í Líbanon, sem Unnur Brá og Óttarr Proppé heimsóttu. „Hér er engin von" Íslensku þingmennirnir hittu einmitt sýrlenska fjölskyldu sem hafði gefist upp og var faðirinn, sá eini með vegabréf, á leið á undan konu og börnum til Tyrklands í von um að komast til Evrópu og geta þar búið þeim nýtt heimili, ef hann lifir ferðina af. „Við vorum einmitt að spyrja, hvernig maður tekur svona ákvörðun, en þau segja bara: Hér er engin von, það er ekkert að lagast í Sýrlandi, þannig að við komumst ekki heim, við verðum að finna einhverja leið og getum alveg eins prófað þetta eins og að vera hér í ömurlegheitum.“Óttar Proppé og Unnur Brá heimsóttu Rauða krossinn í Líbanon sem er m.a. í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi.Sárafáir kvótaflóttamenn teknir Þingmennirnir heimsóttu skrifstofu flóttamannastofnunar sem undirbýr kvóttaflóttamenn fyrir brottför til Evrópu. Unnur Brá bendir á að af einni og hálfri milljón Sýrlendinga í Líbanon hafi aðeins 9000 komist burt sem kvótaflóttamenn. Alls eru um 2 milljónir flóttafólks við bágan kost í Líbanon, sem er á við hálfa líbönsku þjóðina. Innviðirnir eru að gefa sig undan álaginu og segir Unnur Brá að það muni því um hvern einn og einasta sem boðin er hjálp. „Segjum ef að Ísland myndu ákveða að taka kvótaflóttamenn frá Líbanon, sýrlenska, þá er í rauninni sama hvaða tala það væri, þá værum við að gera mjög mikið. Allt sem við getum gert væri mjög mikilvægt og miðað við hvað kerfið þarna er orðið þanið að það ræður ekki við þennan fólksfjölda þá er mjög nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið taki fólk og bjóði því að koma frá Líbanon.“ Unnur Brá segir að þau Óttarr Proppé snúi heim með mikið af hugmyndum og ábendingum í farteskinu um hvað Ísland geti gert til að hjálpa. Hún blæs á gagnrýni um að íslenskir embættismenn eigi ekkert erindi í slíka ferð. „Valið hjá mér, af því ég er hér sem Evrópuráðsþingmaður, að fara og sitja fundi um þessi mál eða einhver önnur mál með nefndum evrópuráðsþinsins einhvers staðar í Evrópu, mér fannst þetta vera líklegra til að skila mér þeim upplýsingum sem ég þarf til að geta verið sterkari í umræðunni um þessi mál og það er svo sannarlega mitt mat að það hafi skilað sér.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Meirihluti hlynntur því að Ísland taki við flóttafólki Meirihluti svarenda í könnun Maskínu er hlynntur því að Ísland taki við flóttamönnum frá Sýrlandi á næstu mánuðum, eða á bilinu 56-57 prósent, 17. september 2015 10:01 Óttarr og Unnur Brá heimsóttu flóttamenn Flóttafólki heldur áfram að fjölga við ytri mörk Evrópusambandsins. Tveir íslenskir þingmenn heimsóttu flóttamannabúðir á landamærum Sýrlands og Tyrklands í dag. 15. september 2015 19:45 Móttaka flóttafólks: „Töluvert umfangsmiklar aðgerðir“ kynntar á morgun Aukaríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður á morgun. 18. september 2015 21:32 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Þingmennirnir Unnur Brá Konráðsdóttir og Óttarr Proppé eru nú á heimleið eftir ferð um Tyrkland, Líbanon og Sikiley til að kynna sér stöðu flóttafólks frá fyrstu hendi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna mælir með því að ríki, eins og Ísland, sem ætli að taka til sín kvótaflóttafólk, bjóði Sýrlendingum sem flúið hafa til Líbanon. Fréttastofa náði tali af Unni Brá á flugvellinum í Munchen. Hún segir að Sýrlendingar þar geri sér engar vonir um að komast burt í gegnum kvótaflóttakerfið.„Allir sem komu frá Sýrlandi yfir til Líbanon, sem eru þeirar næstu nágrannar, héldu að þetta yrði bara stutt, ætluðu bara rétta að bíða þetta af sér og fara svo aftur heim. Svo bíður fólk í einn mánuð í viðbót, og einn mánuð í viðbót, og svo eru liðin 4-5 ár. Þá hugsar fólk bara hér er engin von. Ástandið í Sýrlandi er ekki að lagast þannig að ég þarf að gera eitthvað annnað. Og þá fer fólk í bátana, reynir að komast til Tyrklands og þaðan í bát.“ Um 2000 flóttamenn búa í þessari blokk í Al Janub í Líbanon, sem Unnur Brá og Óttarr Proppé heimsóttu. „Hér er engin von" Íslensku þingmennirnir hittu einmitt sýrlenska fjölskyldu sem hafði gefist upp og var faðirinn, sá eini með vegabréf, á leið á undan konu og börnum til Tyrklands í von um að komast til Evrópu og geta þar búið þeim nýtt heimili, ef hann lifir ferðina af. „Við vorum einmitt að spyrja, hvernig maður tekur svona ákvörðun, en þau segja bara: Hér er engin von, það er ekkert að lagast í Sýrlandi, þannig að við komumst ekki heim, við verðum að finna einhverja leið og getum alveg eins prófað þetta eins og að vera hér í ömurlegheitum.“Óttar Proppé og Unnur Brá heimsóttu Rauða krossinn í Líbanon sem er m.a. í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi.Sárafáir kvótaflóttamenn teknir Þingmennirnir heimsóttu skrifstofu flóttamannastofnunar sem undirbýr kvóttaflóttamenn fyrir brottför til Evrópu. Unnur Brá bendir á að af einni og hálfri milljón Sýrlendinga í Líbanon hafi aðeins 9000 komist burt sem kvótaflóttamenn. Alls eru um 2 milljónir flóttafólks við bágan kost í Líbanon, sem er á við hálfa líbönsku þjóðina. Innviðirnir eru að gefa sig undan álaginu og segir Unnur Brá að það muni því um hvern einn og einasta sem boðin er hjálp. „Segjum ef að Ísland myndu ákveða að taka kvótaflóttamenn frá Líbanon, sýrlenska, þá er í rauninni sama hvaða tala það væri, þá værum við að gera mjög mikið. Allt sem við getum gert væri mjög mikilvægt og miðað við hvað kerfið þarna er orðið þanið að það ræður ekki við þennan fólksfjölda þá er mjög nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið taki fólk og bjóði því að koma frá Líbanon.“ Unnur Brá segir að þau Óttarr Proppé snúi heim með mikið af hugmyndum og ábendingum í farteskinu um hvað Ísland geti gert til að hjálpa. Hún blæs á gagnrýni um að íslenskir embættismenn eigi ekkert erindi í slíka ferð. „Valið hjá mér, af því ég er hér sem Evrópuráðsþingmaður, að fara og sitja fundi um þessi mál eða einhver önnur mál með nefndum evrópuráðsþinsins einhvers staðar í Evrópu, mér fannst þetta vera líklegra til að skila mér þeim upplýsingum sem ég þarf til að geta verið sterkari í umræðunni um þessi mál og það er svo sannarlega mitt mat að það hafi skilað sér.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Meirihluti hlynntur því að Ísland taki við flóttafólki Meirihluti svarenda í könnun Maskínu er hlynntur því að Ísland taki við flóttamönnum frá Sýrlandi á næstu mánuðum, eða á bilinu 56-57 prósent, 17. september 2015 10:01 Óttarr og Unnur Brá heimsóttu flóttamenn Flóttafólki heldur áfram að fjölga við ytri mörk Evrópusambandsins. Tveir íslenskir þingmenn heimsóttu flóttamannabúðir á landamærum Sýrlands og Tyrklands í dag. 15. september 2015 19:45 Móttaka flóttafólks: „Töluvert umfangsmiklar aðgerðir“ kynntar á morgun Aukaríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður á morgun. 18. september 2015 21:32 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Meirihluti hlynntur því að Ísland taki við flóttafólki Meirihluti svarenda í könnun Maskínu er hlynntur því að Ísland taki við flóttamönnum frá Sýrlandi á næstu mánuðum, eða á bilinu 56-57 prósent, 17. september 2015 10:01
Óttarr og Unnur Brá heimsóttu flóttamenn Flóttafólki heldur áfram að fjölga við ytri mörk Evrópusambandsins. Tveir íslenskir þingmenn heimsóttu flóttamannabúðir á landamærum Sýrlands og Tyrklands í dag. 15. september 2015 19:45
Móttaka flóttafólks: „Töluvert umfangsmiklar aðgerðir“ kynntar á morgun Aukaríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður á morgun. 18. september 2015 21:32