„Myndin ekki tekin upp á Everest af sömu ástæðu og Gravity var ekki tekin upp í geimnum“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. september 2015 22:31 „Það er ógeðslega gaman að koma heim og frumsýna. Enn meira spennandi eftir að vel hefur gengið úti,“ sagði leikstjórinn Baltasar Kormákur í samtali við Andra Ólafsson og Sigrúnu Ósk Kristjánsdótturr er Ísland í dag kíkti á forsýningu Everest í Smárabíó í kvöld. Myndin segir frá stærsta slysi í sögu Everest þar til í fyrra. Fjölmargar bækur hafa verið skrifaðar um atburðinn og ein sjónvarpsmynd en þetta er fyrsta kvikmyndin sem gerð hefur verið. „Ég hef verið spurður hví við tókum myndina ekki upp á Everest en það er einfaldlega af sömu ástæðu og Alfonso Cuaron gerði Gravity ekki í geimnum.“ Daði Einarsson sér um tæknibrellurnar í myndinni en hann hefur áður komið að fjórum myndum með Baltasar auk mynda á borð við Gravity og Harry Potter. Tæknivinnslan fór fram hér heima. Daði segir að mesta vesenið hafi verið að skipta um og búa til bakgrunn á skotum sem annað hvort voru tekin upp með aðstoð „greenscreen“ eða í ítölsku ölpunum. Everest hefur nokkrum sinnum verið nefnd í sömu andrá og Óskarsverðlaunin að undanförnu en Baltasar segir að hann sé ekki farinn að hugsa um slíkt. „Ég geri ekki myndir með slíkt í huga. Þú pantar desertinn þegar þú ert búinn með aðalréttinn. Þetta er ekki nógu mikil Óskarsmynd, mögulega fyrir tæknibrellurnar, þar eigum við séns,“ segir hann. Innslagið úr Ísland í dag má sjá hér að ofan en fyrir neðan má sjá gesti forsýningar áður en myndin hófst. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum og fangaði stemninguna. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Tengdar fréttir Baltasar og Lilja stórglæsileg á rauða dreglinum í Hollywood Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir voru að sjálfsögðu mætt á frumsýningu Everest í Hollywood í gærkvöldi. 10. september 2015 11:00 Hituðu upp fyrir Hollandsleikinn á nýjustu mynd Baltasars Íslenska landsliðið í knattspyrnu eyðir kvöldinu í kvöld í bíó en liðið er á sérstakri frumsýningu á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest. 2. september 2015 19:44 Everest fær góða dóma: „Hægt að bóka þessa mynd sem eina af þeim allra vinsælustu á árinu“ Gagnrýnandi Hollywood Reporter heldur ekki vatni yfir nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest. 2. september 2015 13:55 Baltasar eftir frumsýningu Everest: „Staðið upp og klappað, hrópað „bravó“ og allur pakkinn“ Everest, stórmynd Baltasars Kormáks, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrr í kvöld. 2. september 2015 20:46 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
„Það er ógeðslega gaman að koma heim og frumsýna. Enn meira spennandi eftir að vel hefur gengið úti,“ sagði leikstjórinn Baltasar Kormákur í samtali við Andra Ólafsson og Sigrúnu Ósk Kristjánsdótturr er Ísland í dag kíkti á forsýningu Everest í Smárabíó í kvöld. Myndin segir frá stærsta slysi í sögu Everest þar til í fyrra. Fjölmargar bækur hafa verið skrifaðar um atburðinn og ein sjónvarpsmynd en þetta er fyrsta kvikmyndin sem gerð hefur verið. „Ég hef verið spurður hví við tókum myndina ekki upp á Everest en það er einfaldlega af sömu ástæðu og Alfonso Cuaron gerði Gravity ekki í geimnum.“ Daði Einarsson sér um tæknibrellurnar í myndinni en hann hefur áður komið að fjórum myndum með Baltasar auk mynda á borð við Gravity og Harry Potter. Tæknivinnslan fór fram hér heima. Daði segir að mesta vesenið hafi verið að skipta um og búa til bakgrunn á skotum sem annað hvort voru tekin upp með aðstoð „greenscreen“ eða í ítölsku ölpunum. Everest hefur nokkrum sinnum verið nefnd í sömu andrá og Óskarsverðlaunin að undanförnu en Baltasar segir að hann sé ekki farinn að hugsa um slíkt. „Ég geri ekki myndir með slíkt í huga. Þú pantar desertinn þegar þú ert búinn með aðalréttinn. Þetta er ekki nógu mikil Óskarsmynd, mögulega fyrir tæknibrellurnar, þar eigum við séns,“ segir hann. Innslagið úr Ísland í dag má sjá hér að ofan en fyrir neðan má sjá gesti forsýningar áður en myndin hófst. Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum og fangaði stemninguna.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Tengdar fréttir Baltasar og Lilja stórglæsileg á rauða dreglinum í Hollywood Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir voru að sjálfsögðu mætt á frumsýningu Everest í Hollywood í gærkvöldi. 10. september 2015 11:00 Hituðu upp fyrir Hollandsleikinn á nýjustu mynd Baltasars Íslenska landsliðið í knattspyrnu eyðir kvöldinu í kvöld í bíó en liðið er á sérstakri frumsýningu á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest. 2. september 2015 19:44 Everest fær góða dóma: „Hægt að bóka þessa mynd sem eina af þeim allra vinsælustu á árinu“ Gagnrýnandi Hollywood Reporter heldur ekki vatni yfir nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest. 2. september 2015 13:55 Baltasar eftir frumsýningu Everest: „Staðið upp og klappað, hrópað „bravó“ og allur pakkinn“ Everest, stórmynd Baltasars Kormáks, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrr í kvöld. 2. september 2015 20:46 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Baltasar og Lilja stórglæsileg á rauða dreglinum í Hollywood Baltasar Kormákur og Lilja Pálmadóttir voru að sjálfsögðu mætt á frumsýningu Everest í Hollywood í gærkvöldi. 10. september 2015 11:00
Hituðu upp fyrir Hollandsleikinn á nýjustu mynd Baltasars Íslenska landsliðið í knattspyrnu eyðir kvöldinu í kvöld í bíó en liðið er á sérstakri frumsýningu á nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest. 2. september 2015 19:44
Everest fær góða dóma: „Hægt að bóka þessa mynd sem eina af þeim allra vinsælustu á árinu“ Gagnrýnandi Hollywood Reporter heldur ekki vatni yfir nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Everest. 2. september 2015 13:55
Baltasar eftir frumsýningu Everest: „Staðið upp og klappað, hrópað „bravó“ og allur pakkinn“ Everest, stórmynd Baltasars Kormáks, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrr í kvöld. 2. september 2015 20:46
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein