Erlent

Yfirmaður flóttamannamála í Þýskalandi segir af sér

Atli Ísleifsson skrifar
Manfred Schmidt.
Manfred Schmidt. Vísir/AFP
Manfred Schmidt, yfirmaður Flóttamannastofnunar Þýskalands, hefur sagt af sér embætti. Stofnunin hefur sætt talsverðri gagnrýni vegna þess hvernig hún hefur tekið á málum síðustu mánuði þegar tugþúsundir flóttamanna frá stríðshrjáðum löndum hafa streymt til Þýskalands.

Í yfirlýsingu frá innanríkisráðuneyti Þýskalands segir að Schmidt hafi sagt af sér af persónulegum ástæðum.

Í frétt Reuters segir að afsögn Schmidt sé líkleg til að auka þrýsting á innanríkisráðherann Thomas de Maiziere sem hefur einnig sætt gagnrýni þar sem þýsk yfirvöld hafa verið sein við að vinna úr öllum þeim umsóknum sem hafa borist frá hælisleitendum.

Í yfirlýsingunni harmar de Maiziere afsögn Schmidt og segir hann hafa staðið sig vel í embætti.

7.266 flóttamenn sóttum um hæli í Þýskalandi í gær og var fjöldinn um tvöfalt meiri en daginn áður þegar 3.442 sóttu um hæli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×