Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. september 2015 07:00 Nemendur að hefja samræmd próf í Hlíðaskóla. Á skólaárinu verður viðamikil breyting á mælingu á frammistöðu þeirra. vísir/gva Menntamálastofnun stefnir að því að bjóða nýtt hæfnipróf næsta vor þannig að þeir framhaldsskólar sem það kjósa geti notað það við inntöku. Þetta staðfestir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Þá verða lokaeinkunnir í grunnskólum gefnar í bókstöfum næsta vor og Menntamálastofnun er þessa dagana að þróa rafrænt prófskírteini fyrir lok grunnskóla fyrir tíu greinasvið þeirra. Þar verður stigagjöf tengd bókstafaeinkunnum þannig að hægt er að draga saman einkunnir á tölulegu formi. Þessi rafrænu prófskírteini eiga að veita fyllri upplýsingar um námsstöðu nemenda. Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Þau verða hins vegar áfram haldin. Menntamálastofnun mun skoða samhengi skólaeinkunna og samræmduprófseinkunna bæði aftur í tímann og í tengslum við skólaeinkunnir næsta vor og kanna hvort mikil frávik séu í einkunnagjöf skóla.Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar„Vegna þeirra breytinga sem eru að verða á námsmati með aukinni áherslu á hæfni frekar en bóklega þekkingu og upptöku einkunna í bókstöfum hefur Menntamálastofnun verið falið að skoða leiðir til að nemendur njóti jafnræðis þegar þeir sækja um í framhaldsskólum og að skólar fái viðeigandi stuðning varðandi einkunnagjöf og meðferð einkunna,“ segir Arnór. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfniprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. „Framhaldsskólar geta ákveðið fyrirkomulag sinnar inntöku og hvort þeir styðjist við hæfnipróf eða ekki en þau eru ekki hugsuð sem inntökupróf. Allir nemendur eiga rétt á framhaldsskólavist hver svo sem niðurstaða þeirra verður á hæfniprófi.“ Arnór viðurkennir að breytingarnar séu umfangsmiklar og nú standa yfir viðræður við skólastjóra grunnskóla og framhaldsskóla. „Allt á þetta að stuðla að því að framhaldsskólar fái fyllri upplýsingar vegna innritunar og auðvelda þeim og grunnskólum að takast á við breytingar vegna nýrra bókastafaeinkunna.“ Tengdar fréttir Vill fá samræmd próf aftur Meðaleinkunn nemenda sem útskrifast úr grunnskólum landsins hefur hækkað ört frá því samræmd próf voru aflögð árið 2008. Skólameistari segir einkunnaverðbólgu eiga sér stað. Hann vill sjá samræmd próf á nýjan leik. 17. júní 2015 06:00 Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45 Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. 17. júní 2015 18:48 Íhuga inntökupróf í Verzló strax næsta vor Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor. 18. júní 2015 20:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Menntamálastofnun stefnir að því að bjóða nýtt hæfnipróf næsta vor þannig að þeir framhaldsskólar sem það kjósa geti notað það við inntöku. Þetta staðfestir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Þá verða lokaeinkunnir í grunnskólum gefnar í bókstöfum næsta vor og Menntamálastofnun er þessa dagana að þróa rafrænt prófskírteini fyrir lok grunnskóla fyrir tíu greinasvið þeirra. Þar verður stigagjöf tengd bókstafaeinkunnum þannig að hægt er að draga saman einkunnir á tölulegu formi. Þessi rafrænu prófskírteini eiga að veita fyllri upplýsingar um námsstöðu nemenda. Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Þau verða hins vegar áfram haldin. Menntamálastofnun mun skoða samhengi skólaeinkunna og samræmduprófseinkunna bæði aftur í tímann og í tengslum við skólaeinkunnir næsta vor og kanna hvort mikil frávik séu í einkunnagjöf skóla.Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar„Vegna þeirra breytinga sem eru að verða á námsmati með aukinni áherslu á hæfni frekar en bóklega þekkingu og upptöku einkunna í bókstöfum hefur Menntamálastofnun verið falið að skoða leiðir til að nemendur njóti jafnræðis þegar þeir sækja um í framhaldsskólum og að skólar fái viðeigandi stuðning varðandi einkunnagjöf og meðferð einkunna,“ segir Arnór. Ekki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfniprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. „Framhaldsskólar geta ákveðið fyrirkomulag sinnar inntöku og hvort þeir styðjist við hæfnipróf eða ekki en þau eru ekki hugsuð sem inntökupróf. Allir nemendur eiga rétt á framhaldsskólavist hver svo sem niðurstaða þeirra verður á hæfniprófi.“ Arnór viðurkennir að breytingarnar séu umfangsmiklar og nú standa yfir viðræður við skólastjóra grunnskóla og framhaldsskóla. „Allt á þetta að stuðla að því að framhaldsskólar fái fyllri upplýsingar vegna innritunar og auðvelda þeim og grunnskólum að takast á við breytingar vegna nýrra bókastafaeinkunna.“
Tengdar fréttir Vill fá samræmd próf aftur Meðaleinkunn nemenda sem útskrifast úr grunnskólum landsins hefur hækkað ört frá því samræmd próf voru aflögð árið 2008. Skólameistari segir einkunnaverðbólgu eiga sér stað. Hann vill sjá samræmd próf á nýjan leik. 17. júní 2015 06:00 Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45 Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. 17. júní 2015 18:48 Íhuga inntökupróf í Verzló strax næsta vor Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor. 18. júní 2015 20:15 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Vill fá samræmd próf aftur Meðaleinkunn nemenda sem útskrifast úr grunnskólum landsins hefur hækkað ört frá því samræmd próf voru aflögð árið 2008. Skólameistari segir einkunnaverðbólgu eiga sér stað. Hann vill sjá samræmd próf á nýjan leik. 17. júní 2015 06:00
Einkunnaverðbólga á Íslandi? Verzló hafnaði 60 nemendum með níu eða yfir í meðaleinkunn Einkunnir nýnema við framhaldsskóla hafa snarhækkað frá því að samræmd próf voru aflögð. 16. júní 2015 19:45
Ekki verið rætt að taka aftur upp samræmd próf Einkunnir þeirra sem sótt hafa um skólavist í Verslunarskólanum hafa hækkað töluvert frá því að samræmd próf að vori voru afnumin árið 2008 og velta skólastjórnendur þar fyrir sér hvort verið sé að leggja réttan mælikvarða á hæfni nemenda við lok grunnskólans. Formaður skólamálanefndar segir ekki hafa komið til umræðu að breyta fyrirkomulaginu eins og það er. 17. júní 2015 18:48
Íhuga inntökupróf í Verzló strax næsta vor Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor. 18. júní 2015 20:15