Veikleikavæðing og skilyrðingar Bjarni Karlsson skrifar 17. september 2015 07:00 Björk Vilhelmsdóttir, fráfarandi formaður velferðarráðs borgarinnar, gaf samfélaginu hressandi spark í nýlegu opnuviðtali í Fréttablaðinu. Tvennt sem hún ræddi vakti sérstakan áhuga minn; veikleikavæðing samfélagsins og hugmyndir um skilyrðingar fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.Kjarkinum rænt Við sem störfum við sálgæslu af einhverju tagi þurfum iðulega að setja mikla orku í það í samvinnu við notendur þjónustunnar að vinda ofan af neikvæðri sjálfsmynd sem stafar af gömlum greiningardómum sem engu hafa skilað öðru en því að læsa viðkomandi inni í neikvæðu sjálfstali. Þetta er raunverulegt vandamál og stafar af því að það er svo auðvelt að greina en erfitt úr að bæta. Stundum koma greiningar vissulega líkt og lausnarorð inn í líf fólks sem lengi hefur þjáðst og nýr skilningur leiðir til þess að unnt er að lifa við vandann og eiga betra líf. En hitt er jafn satt að ótal margt fólk situr uppi máttvana með einhverjar greiningar sem ekkert gera annað en að ræna það kjarki og sjálfsforræði þar sem eftirfylgd og hvatningu skortir. Gott að Björk skuli vekja máls á þessu því hér er um raunverulegt samfélagsmein að ræða.Réttindi og skyldur Oft og lengi hefur verið rætt um hugsanlegar skilyrðingar fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Ég hef hallast að þeirri lausn sem lögð var til í skýrslu Rauða krossins í Reykjavík og Hjálparstarfs kirkjunnar frá árinu 2012 og bar heitið Farsæld (http://www.help.is/doc/119) að samfélag okkar viðurkenni tvennt:Skilgreind framfærsluviðmið sem tryggi að enginn einstaklingur eða fjölskylda búi við slíkan skort að varanlegur skaði hljótist af.Skilgreind þátttökuviðmið sem tryggi að samfélagið gefi öllu fólki skýr skilaboð um að búist sé við þátttöku þess. Höfundahópur skýrslunnar samanstóð af sérfræðingum sem þekkja vel til fátæktar og farsældar í landinu auk þess sem notendur almannaþjónustu áttu sterka fulltrúa á staðnum. Hópurinn varð sammála um þá skoðun að velferðarkerfið megi hvorki letja fólk né þvinga heldur skuli það stuðla að samstöðu og mannlegri reisn. Með framfærsluviðmiðum væri verið að staðfesta að samfélagið sé skuldbundið einstaklingnum en með þátttökuviðmiðum væri jafnframt áréttað að einstaklingurinn er skuldbundinn samfélaginu. Þannig má með lagni halda jafnvægi milli réttinda og skyldu líkt og Björk er að kalla eftir. Framfærsluviðmið væru hugsuð í ljósi mannréttinda en þátttökuviðmið í ljósi hugmynda um valdeflingu og félagsauð.Hræðum ekki Við verðum að skilja að fólk er ekki óvirkt vegna þess að það vilji ekki vinna eða læra. Vanvirkni stafar af tilgangsleysi og tilgangsleysi er alltaf merki um einangrun. Fremur en að hræða fólk til þátttöku eigum við að gefa hvert öðru gildar ástæður til að vera með og uppgötva eigið vægi. Til þess að svo megi verða þurfum við að breyta ýmsu í menningu okkar og komast út úr þeirri nauðhyggju sem viðheldur fátækt og hjálparleysi allt of margra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Hjálparstarf Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Björk Vilhelmsdóttir, fráfarandi formaður velferðarráðs borgarinnar, gaf samfélaginu hressandi spark í nýlegu opnuviðtali í Fréttablaðinu. Tvennt sem hún ræddi vakti sérstakan áhuga minn; veikleikavæðing samfélagsins og hugmyndir um skilyrðingar fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga.Kjarkinum rænt Við sem störfum við sálgæslu af einhverju tagi þurfum iðulega að setja mikla orku í það í samvinnu við notendur þjónustunnar að vinda ofan af neikvæðri sjálfsmynd sem stafar af gömlum greiningardómum sem engu hafa skilað öðru en því að læsa viðkomandi inni í neikvæðu sjálfstali. Þetta er raunverulegt vandamál og stafar af því að það er svo auðvelt að greina en erfitt úr að bæta. Stundum koma greiningar vissulega líkt og lausnarorð inn í líf fólks sem lengi hefur þjáðst og nýr skilningur leiðir til þess að unnt er að lifa við vandann og eiga betra líf. En hitt er jafn satt að ótal margt fólk situr uppi máttvana með einhverjar greiningar sem ekkert gera annað en að ræna það kjarki og sjálfsforræði þar sem eftirfylgd og hvatningu skortir. Gott að Björk skuli vekja máls á þessu því hér er um raunverulegt samfélagsmein að ræða.Réttindi og skyldur Oft og lengi hefur verið rætt um hugsanlegar skilyrðingar fyrir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Ég hef hallast að þeirri lausn sem lögð var til í skýrslu Rauða krossins í Reykjavík og Hjálparstarfs kirkjunnar frá árinu 2012 og bar heitið Farsæld (http://www.help.is/doc/119) að samfélag okkar viðurkenni tvennt:Skilgreind framfærsluviðmið sem tryggi að enginn einstaklingur eða fjölskylda búi við slíkan skort að varanlegur skaði hljótist af.Skilgreind þátttökuviðmið sem tryggi að samfélagið gefi öllu fólki skýr skilaboð um að búist sé við þátttöku þess. Höfundahópur skýrslunnar samanstóð af sérfræðingum sem þekkja vel til fátæktar og farsældar í landinu auk þess sem notendur almannaþjónustu áttu sterka fulltrúa á staðnum. Hópurinn varð sammála um þá skoðun að velferðarkerfið megi hvorki letja fólk né þvinga heldur skuli það stuðla að samstöðu og mannlegri reisn. Með framfærsluviðmiðum væri verið að staðfesta að samfélagið sé skuldbundið einstaklingnum en með þátttökuviðmiðum væri jafnframt áréttað að einstaklingurinn er skuldbundinn samfélaginu. Þannig má með lagni halda jafnvægi milli réttinda og skyldu líkt og Björk er að kalla eftir. Framfærsluviðmið væru hugsuð í ljósi mannréttinda en þátttökuviðmið í ljósi hugmynda um valdeflingu og félagsauð.Hræðum ekki Við verðum að skilja að fólk er ekki óvirkt vegna þess að það vilji ekki vinna eða læra. Vanvirkni stafar af tilgangsleysi og tilgangsleysi er alltaf merki um einangrun. Fremur en að hræða fólk til þátttöku eigum við að gefa hvert öðru gildar ástæður til að vera með og uppgötva eigið vægi. Til þess að svo megi verða þurfum við að breyta ýmsu í menningu okkar og komast út úr þeirri nauðhyggju sem viðheldur fátækt og hjálparleysi allt of margra.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar