Innlent

Sveinn í framkvæmdastjórn Evrópuskrifstofu WHO

Atli Ísleifsson skrifar
Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu.
Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu. Mynd/Velferðarráðuneytið
Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu, var í dag kjörinn í framkvæmdastjórn Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Tólf þjóðir eiga fulltrúa í stjórninni sem stýrir faglegum áherslum og verkefnum Evrópuskrifstofunnar í 53 þjóðlöndum.

Í frétt á vef velferðarráðuneytisins segir að kjörið hafi farið fram á 65. þingi Evróupuskrifstofu WHO sem nú stendur yfir í Vilníus í Litháen. „Fulltrúar í framkvæmdastjórninni eru kjörnir til þriggja ára í senn. Að þessu sinni stóð kjörið um fjóra nýja fulltrúa og fengu auk Íslands þrjú lönd önnur sem kjörinn fulltrúa, þ.e. Ítalía, Georgía og Tajikistan. Fyrsti fundur framkvæmdastjórnarinnar eftir kjör nýrra fulltrúa verður haldinn í Vilníus á morgun.

Höfuðstöðvar Evrópuskrifstofu WHO eru í Kaupmannahöfn. Aðildarlöndin eru 53 ríki, allt frá Atlantshafi að Kyrrahafi. Í 29 þessra landa er Evrópuskrifstofan með starfsstöðvar og eru starfsmenn samtals um 500 talsins. Forstjóri er Dr. Zsuzsanna Jakab.

Af helstu verkefnum og áherslumálum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar má nefna bólusetningar, sýkingavarnir, heildræna og samþætta nálgun í heilbrigðismálum (e. whole of government and whole of societies approach), langvinna sjúkdóma, geðheilsu, offitu, hreyfingarleysi heilbrigðisþjónustu við flóttafólk o.fl.,“ segir í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×