Sport

Búið að velja landslið alpagreina fyrir komandi vetur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Helga María.
Helga María. Vísir/Getty
Skíðasamband Íslands tilkynnti í dag landslið alpagreina fyrir komandi vetur sem og yngri æfingahópa og verkefnastjóra þeirra.

Landsliðið skipa Freydís Halla Einarsdóttir, Helga María Vilhjálmsdóttir og Sturla Snær Snorrason úr SKRR og María Guðmundsdóttir úr SKA.

Freydís, Helga og María komust allar nýlega inn í skíðaháskóla og munu stunda þar nám ásamt æfingum í vetur. Munu Freydís og María vera í bandarískum skólum á meðan Helga verður í Noregi.

Þá var á sama tíma tilkynnt hverjir yrðu í æfingarhópnum fyrir HM unglinga en tvær stúlkur og tveir piltar voru valdnir. Voru það Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Kristinn Logi Auðunsson og Sigurður Hauksson úr SKRR og Andrea Björk Birkisdóttir úr Dalvík.

Að lokum var sérstakur æfingarhópur nefndur Ung og efnileg en hann skipa átta unglinga. Hópinn má sjá hér fyrir neðan en verkefnastjórar fyrir hópinn verða Egill Ingi Jónsson og Grímur Rúnarsson.

Landsliðið 2015/2016

Freydís Halla Einarsdóttir - SKRR

Helga María Vilhjámsdóttir - SKRR

María Guðmundsdóttir - SKA

Sturla Snær Snorrason - SKRR

Samansett mynd af íslenska landsliðinu.Mynd/Aðsend
HM unglinga æfingahópur 2015/2016

Andrea Björk Birkisdóttir - Dalvík

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir - SKRR

Kristinn Logi Auðunsson - SKRR

Sigurður Hauksson - SKRR

Ung og efnileg æfingahópur 2015/2016

Aron Steinn Halldórsson - UÍA

Bjarki Guðjónsson - SKA

Björn Ásgeir Guðmundsson - SKRR

Georg Fannar Þórðarson - SKRR

Jón Gunnar Guðmundsson - SKRR

Jökull Þorri Helgason - Dalvík

Katla Björg Dagbjartsdóttir - SKA

Sigríður Dröfn Auðunsdóttir - SKRR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×