Vonast til að fá iPhone 6S til Íslands í október Sæunn Gísladóttir skrifar 16. september 2015 10:00 Nýr iPhone kynntur Nýjasti sími Apple hefur rokið út í forsölu. Vísir/Getty Nýir iPhone-símar, iPhone 6S og iPhone 6S plus voru kynntir þann 9. september síðastliðinn. Fyrstu símarnir verða seldir í Apple-búðum þann 25. september. Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Macland, segir að símarnir muni væntanlega koma sama dag til allra söluaðila á Íslandi. Hörður telur mjög líklegt, þar sem símarnir komu í lok október síðustu tvö árin, að þeir komi á sama tíma nú í ár. „Ég býst fastlega við símanum öðrum hvorum megin við mánaðamótin október/nóvember,“ segir Hörður. Hörður segist ekki vita hvað nýju iPhone-símarnir muni kosta, en telur líklegt að þeir verði á svipuðu verði og áður. Forsala á símanum hefur gengið mjög vel. iPhone 6S Plus er nærri því uppseldur og sala á iPhone 6S gengur einnig vel. Talið er að símarnir hafi yfir helgina slegið sölumet síðasta árs þegar 10 milljón eintök af iPhone 6 og 6 Plus voru pöntuð fyrstu helgina. Símarnir sem selst hafa í forsölu verða sendir úr verksmiðjum þann sama dag og síminn kemur í búðir vestan hafs en geta tekið allt að þrjár til fjórar vikur að skila sér til kaupenda. Því getur verið að Íslendingar geti keypt sér nýjan iPhone á sama tíma og Bandaríkjamenn. Tækni Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Nýir iPhone-símar, iPhone 6S og iPhone 6S plus voru kynntir þann 9. september síðastliðinn. Fyrstu símarnir verða seldir í Apple-búðum þann 25. september. Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri Macland, segir að símarnir muni væntanlega koma sama dag til allra söluaðila á Íslandi. Hörður telur mjög líklegt, þar sem símarnir komu í lok október síðustu tvö árin, að þeir komi á sama tíma nú í ár. „Ég býst fastlega við símanum öðrum hvorum megin við mánaðamótin október/nóvember,“ segir Hörður. Hörður segist ekki vita hvað nýju iPhone-símarnir muni kosta, en telur líklegt að þeir verði á svipuðu verði og áður. Forsala á símanum hefur gengið mjög vel. iPhone 6S Plus er nærri því uppseldur og sala á iPhone 6S gengur einnig vel. Talið er að símarnir hafi yfir helgina slegið sölumet síðasta árs þegar 10 milljón eintök af iPhone 6 og 6 Plus voru pöntuð fyrstu helgina. Símarnir sem selst hafa í forsölu verða sendir úr verksmiðjum þann sama dag og síminn kemur í búðir vestan hafs en geta tekið allt að þrjár til fjórar vikur að skila sér til kaupenda. Því getur verið að Íslendingar geti keypt sér nýjan iPhone á sama tíma og Bandaríkjamenn.
Tækni Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira