Alvarlegt umferðarslys átti sér stað fyrir stundu á Suðurlandsvegi austan Hjörleifshöfða, milli Blautukvíslar og Skálmar. Um er að ræða erlenda ferðamenn og eru meiðsli metin alvarleg að sögn lögreglunnar á Suðurlandi.
Lögregla hefur lokað Suðurlandsvegi á þessum kafla til að tryggja öryggi viðbragðsaðila á vettvangi sem og rannsóknarhagsmuna. Ekki er vitað á þessu stigi hve lengi lokunin varir.
Vegfarendur eru beðnir um að sýna biðlund og tillitssemi gagnvart viðbragðsaðilum á vettvangi.
Lögreglan segist ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Svíþjóð
Ísland