Segja ógerlegt að lifa á fæðingarorlofi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 15. september 2015 09:50 Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. Þá ráða fjölskyldurnar ekki við að báðir foreldrar fari í fæðingarorlof. Þær Bergljót Klara og Elen eignuðust báðar sitt fyrsta barn í júlí. Bergljót Klara var í fullu starfi áður en hún fór í orlof en var áður í hlutastarfi með skóla. Hún fær því um 85 þúsund krónur útborgaðar frá fæðingarorlofssjóði. Það dugir ekki til að vera á leigumarkaði. „Ég er bara heppin að geta búið heima hjá foreldrum mínum og borgað þeim sem sagt heim í staðinn fyrir að leigja íbúð,“ segir Bergljót Klara. Elen var í 80 prósent vinnu áður en hún eignaðist dóttur sína og fær 123 þúsund á mánuði frá fæðingarorlofssjóði. Báðar segja konurnar að fjölskyldurnar ráði ekki við að báðir foreldrar fari í fæðingarorlof en tölur frá fæðingarorlofssjóði sýna að feður taki síður fæðingarorlof nú en fyrir hrun. Bergljót segist vita til þess að konur fari á bakvið kerfið til tekjuöflunar á orlofstímanum og til að vera lengur með barninu. „Mér var bent á af hverju ég ætti ekki frekar bara að skrá mig á atvinnuleysisbætur í staðinn fyrir að vera í fæðingarorlofi. Það eru lágmarkstekjur, 180 þúsund, sem er um 100 þúsund meira en maður fær frá fæðingarorlofssjóði. Það er sorglegt að maður þurfi að hugsa svona þegar maður á að vera að njóta tímans með nýja einstaklingnum.“ Ekki er gert ráð fyrir aukum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs en hann var í fyrra rekinn með halla og stefnir í að svo verði einnig í ár. Fæðingarorlof er töluvert styttra hér á landi en á hinum norðurlöndunum, þar sem það er að minnsta kosti 12 mánuðir. „Ég hefði viljað vera flutt áður en hún kom,“ segir Elen og bætir við að það standi til að flytja úr landi. Þá segir Bergljót Klara það ekkert sérstaklega hvetjandi að eignast barn hér á landi. Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos á höfuðborgarsvæðinu með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Sjá meira
Tvær nýbakaðar mæður segja nær ógerlegt að lifa á tekjum frá fæðingarorlofssjóði og þarf önnur þeirra að búa í foreldrahúsum vegna tekjuskerðingar. Þá ráða fjölskyldurnar ekki við að báðir foreldrar fari í fæðingarorlof. Þær Bergljót Klara og Elen eignuðust báðar sitt fyrsta barn í júlí. Bergljót Klara var í fullu starfi áður en hún fór í orlof en var áður í hlutastarfi með skóla. Hún fær því um 85 þúsund krónur útborgaðar frá fæðingarorlofssjóði. Það dugir ekki til að vera á leigumarkaði. „Ég er bara heppin að geta búið heima hjá foreldrum mínum og borgað þeim sem sagt heim í staðinn fyrir að leigja íbúð,“ segir Bergljót Klara. Elen var í 80 prósent vinnu áður en hún eignaðist dóttur sína og fær 123 þúsund á mánuði frá fæðingarorlofssjóði. Báðar segja konurnar að fjölskyldurnar ráði ekki við að báðir foreldrar fari í fæðingarorlof en tölur frá fæðingarorlofssjóði sýna að feður taki síður fæðingarorlof nú en fyrir hrun. Bergljót segist vita til þess að konur fari á bakvið kerfið til tekjuöflunar á orlofstímanum og til að vera lengur með barninu. „Mér var bent á af hverju ég ætti ekki frekar bara að skrá mig á atvinnuleysisbætur í staðinn fyrir að vera í fæðingarorlofi. Það eru lágmarkstekjur, 180 þúsund, sem er um 100 þúsund meira en maður fær frá fæðingarorlofssjóði. Það er sorglegt að maður þurfi að hugsa svona þegar maður á að vera að njóta tímans með nýja einstaklingnum.“ Ekki er gert ráð fyrir aukum fjármunum í fæðingarorlofssjóð í fjárlögum næsta árs en hann var í fyrra rekinn með halla og stefnir í að svo verði einnig í ár. Fæðingarorlof er töluvert styttra hér á landi en á hinum norðurlöndunum, þar sem það er að minnsta kosti 12 mánuðir. „Ég hefði viljað vera flutt áður en hún kom,“ segir Elen og bætir við að það standi til að flytja úr landi. Þá segir Bergljót Klara það ekkert sérstaklega hvetjandi að eignast barn hér á landi.
Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos á höfuðborgarsvæðinu með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Sjá meira