Innlent

Sýrlenskur flóttamaður stöðvaður á leið til Íslands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Norræna í Færeyjum.
Norræna í Færeyjum. Vísir/Óli Kr. Ármannsson
Flóttamaður frá Sýrlandi var gripinn um borð í ferjunni Norrænu þegar skipið kom að höfn í Þórshöfn í Færeyjum í morgun. Færeyski miðilinn Local greinir frá þessu og segir að maðurinn, sem er um tvítugt, hafi verið um borð frá því að skipið lagði af stað frá Hirtshals í Danmörku.



Samkvæmt frétt RÚV
um málið fannst hann sofandi í bíl á bílaþilfari Norrænu. Hafði hann enga pappíra með sér en sagði lögreglu að hann hafi haft hug á því að sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í samtali við færeyska miðilinn Portal segir Rúna Poulsen, forstjóri Smyril Line, að það komi fyrir að laumufarþegar laumi sér um borð í Norrænu. Flestir þeirra setji stefnuna á Ísland fremur en Færeyjar. Segir í frétt Portal um málið að eftirlit um borð í Norrænu verði hert í kjölfar aukins straums flóttamanna til Danmörku.

Maðurinn var færður til yfirheyrslu í Þórshöfn og mun sitja í varðhaldi þangað til að Norræna snýr aftur frá Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×