Viðskipti erlent

Kimishima nýr forstjóri Nintendo

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tatsumi Kimishima, nýr forstjóri Nintendo, ræðir hér við fjölmiðla á við opnun hlutabréfamarkaðarins í Osaka í morgun. Kimishima situr í miðjunni en vinstra megin á myndinni er frægasti leikjahönnuður Nintendo, Shigeru Miyamoto.
Tatsumi Kimishima, nýr forstjóri Nintendo, ræðir hér við fjölmiðla á við opnun hlutabréfamarkaðarins í Osaka í morgun. Kimishima situr í miðjunni en vinstra megin á myndinni er frægasti leikjahönnuður Nintendo, Shigeru Miyamoto.
Tatsumi Kimishima hefur verið ráðinn forstjóri Nintendo, en fyrrverandi forstjórinn Satoru Iwata lést í júlímánuði. Kimishima hefur verið framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu síðan í júní 2013 og hefur unnið hjá því síðan árið 2000, en þá var hann yfir Pokemon sviði fyrirtækisins.

Kimishima var ráðinn forstjóri samhliða því að fleiri breytingar voru gerðar á stjórnarháttum. Kimishima mun taka við á miðvikudaginn.

Satoru Iwata, fyrrverandi forstjóri Nintendo lést úr krabbameini í júlímánuði.Vísir/EPA
Iwata hafði verið forstjóri frá árinu 2002 og var mjög vel liðinn í japanska leikjamarkaðnum.

Hann var á bak við margar vinsælustu vörur Nintendo. Meðal stærstu sigra hans í forstjórastólnum voru tvær af vinsælustu leikjatölvum fyrirtækisins, Nintendo DS og Wii.

Þær komu Nintendo aftur í fremstu röð í leikjabransanum og tvöfölduðu virði þess. 



Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×