Krafði Dolla um tvær milljónir: „What have you been smoking?“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. september 2015 10:00 Í tölvupósti til Wiktoriu segir Adolf Ingi að ekkert samkomulag hafi verið gert við hana um störf hennar á stöðinni. Fréttablaðið/Pjetur „Það komu aldrei skýr svör við neinu,“ segir Wiktoria Joanna Ginter, fyrrverandi starfsmaður Radio Iceland. Hún segir eiganda stöðvarinnar, Adolf Inga Erlingsson, gera allt sem í hans valdi stendur til að skaða starfsemi stöðvarinnar viljandi. „Mér þykir það mjög skrítið að okkur sé sagt að stöðin sé studd fjárhagslega af ákveðnum einstaklingi til áramóta en Adolf virðist eyðileggja allar tilraunir til að halda stöðinni gangandi,“ segir hún. Wiktoría kom fyrst inn á stöðina í apríl síðastliðnum en á þeim tíma voru rekstrarörðugleikar á stöðinni að hennar sögn. Hún segir að samkvæmt samkomulagi við Adolf Inga myndi hún vinna launalaust þar til að stöðin rétti úr kútnum. Í lok júní var greint frá því að Radio Iceland myndi hætta vegna fjárhagsörðugleika. „Ég sat heima og sá þá skyndilega tilkynningu á Facebook um að stöðinni ætti að loka á miðnætti. Mér þótti það mjög skrítið vegna þess að þeir létu ekki neinn starfsmannanna vita,“ segir hún. Yfirvofandi lokun stöðvarinnar varð þó skammlíf þar sem dularfullur styrktaraðili frá Svíþjóð hljóp undir bagga með stöðinni. Eftir fjárstuðninginn ákvað starfsfólkið að koma með hugmyndir um hvernig væri hægt að bæta ímynd stöðvarinnar og tryggja áframhaldandi rekstur hennar.Radio Iceland var hleypt af stokkunum í febrúar.Vísir/Ernir„Okkur var annt um rekstur stöðvarinnar og spurðum ítrekað um hver framtíð hennar yrði en við fengum engin svör. Til dæmis fann ég vefhönnuð sem var tilbúinn til að hanna nýja vefsíðu og fá greitt um leið og auglýsingatekjur kæmu í hús.“ Þrátt fyrir vilja vefhönnuðarins var honum vísað frá. „Fyrir nokkru spurði ég framkvæmdastjóra stöðvarinnar hvort framtíð stöðvarinnar væri örugg og hann sagði að við værum örugg fram að árslokum. Ég spurði hann þá hvort það væri ekki tímabært að ég fengi fastan samning við stöðina,“ en þá hafði Wiktoria unnið nær launalaust í fjóra mánuði. „En þegar plötusnúðarnir nálguðust Adolf og spurðu hann hvort stöðin væri örugg fram að áramótum hló hann bara að þeim.“ Hann mun hafa sagt þeim að hann ætlaði sér að selja stöðina á næstunni. Hún segir að þá hafi mælirinn orðið fullur en hún er hætt að vinna fyrir stöðina og hefur sent Adolf Inga reikning fyrir þeirri vinnu sem hún lagði fram en hún telur að óvissan um áframhaldandi rekstur og sölu á stöðinni hafi verið forsendubrestur á samkomulagi þeirra. Í svari við tölvupósti sem hún sendi Adolf Inga vegna kröfunnar, sem var upp á tvær milljónir, spyr hann hvað hún hafi eiginlega verið að reykja [e. What have you been smoking?] og að ekkert samkomulag hafi verið þeirra á milli. Í niðurlagi póstsins segir hann að hún megi „troða“ reikningnum [e. Take the invoices and shove them.]. Adolf Ingi Erlingsson vildi ekki tjá sig um málið. Tengdar fréttir Huldumaður kom Dolla til bjargar á elleftu stundu Radio Iceland, sem átti að hætta útsendingu á miðnætti, heldur starfsemi áfram eftir óvænt inngrip utanaðkomandi fjárfestis. 1. júlí 2015 00:02 Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala,“ segir Adolf Ingi. 30. júní 2015 14:29 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
„Það komu aldrei skýr svör við neinu,“ segir Wiktoria Joanna Ginter, fyrrverandi starfsmaður Radio Iceland. Hún segir eiganda stöðvarinnar, Adolf Inga Erlingsson, gera allt sem í hans valdi stendur til að skaða starfsemi stöðvarinnar viljandi. „Mér þykir það mjög skrítið að okkur sé sagt að stöðin sé studd fjárhagslega af ákveðnum einstaklingi til áramóta en Adolf virðist eyðileggja allar tilraunir til að halda stöðinni gangandi,“ segir hún. Wiktoría kom fyrst inn á stöðina í apríl síðastliðnum en á þeim tíma voru rekstrarörðugleikar á stöðinni að hennar sögn. Hún segir að samkvæmt samkomulagi við Adolf Inga myndi hún vinna launalaust þar til að stöðin rétti úr kútnum. Í lok júní var greint frá því að Radio Iceland myndi hætta vegna fjárhagsörðugleika. „Ég sat heima og sá þá skyndilega tilkynningu á Facebook um að stöðinni ætti að loka á miðnætti. Mér þótti það mjög skrítið vegna þess að þeir létu ekki neinn starfsmannanna vita,“ segir hún. Yfirvofandi lokun stöðvarinnar varð þó skammlíf þar sem dularfullur styrktaraðili frá Svíþjóð hljóp undir bagga með stöðinni. Eftir fjárstuðninginn ákvað starfsfólkið að koma með hugmyndir um hvernig væri hægt að bæta ímynd stöðvarinnar og tryggja áframhaldandi rekstur hennar.Radio Iceland var hleypt af stokkunum í febrúar.Vísir/Ernir„Okkur var annt um rekstur stöðvarinnar og spurðum ítrekað um hver framtíð hennar yrði en við fengum engin svör. Til dæmis fann ég vefhönnuð sem var tilbúinn til að hanna nýja vefsíðu og fá greitt um leið og auglýsingatekjur kæmu í hús.“ Þrátt fyrir vilja vefhönnuðarins var honum vísað frá. „Fyrir nokkru spurði ég framkvæmdastjóra stöðvarinnar hvort framtíð stöðvarinnar væri örugg og hann sagði að við værum örugg fram að árslokum. Ég spurði hann þá hvort það væri ekki tímabært að ég fengi fastan samning við stöðina,“ en þá hafði Wiktoria unnið nær launalaust í fjóra mánuði. „En þegar plötusnúðarnir nálguðust Adolf og spurðu hann hvort stöðin væri örugg fram að áramótum hló hann bara að þeim.“ Hann mun hafa sagt þeim að hann ætlaði sér að selja stöðina á næstunni. Hún segir að þá hafi mælirinn orðið fullur en hún er hætt að vinna fyrir stöðina og hefur sent Adolf Inga reikning fyrir þeirri vinnu sem hún lagði fram en hún telur að óvissan um áframhaldandi rekstur og sölu á stöðinni hafi verið forsendubrestur á samkomulagi þeirra. Í svari við tölvupósti sem hún sendi Adolf Inga vegna kröfunnar, sem var upp á tvær milljónir, spyr hann hvað hún hafi eiginlega verið að reykja [e. What have you been smoking?] og að ekkert samkomulag hafi verið þeirra á milli. Í niðurlagi póstsins segir hann að hún megi „troða“ reikningnum [e. Take the invoices and shove them.]. Adolf Ingi Erlingsson vildi ekki tjá sig um málið.
Tengdar fréttir Huldumaður kom Dolla til bjargar á elleftu stundu Radio Iceland, sem átti að hætta útsendingu á miðnætti, heldur starfsemi áfram eftir óvænt inngrip utanaðkomandi fjárfestis. 1. júlí 2015 00:02 Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala,“ segir Adolf Ingi. 30. júní 2015 14:29 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Huldumaður kom Dolla til bjargar á elleftu stundu Radio Iceland, sem átti að hætta útsendingu á miðnætti, heldur starfsemi áfram eftir óvænt inngrip utanaðkomandi fjárfestis. 1. júlí 2015 00:02
Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala,“ segir Adolf Ingi. 30. júní 2015 14:29
Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29