Átjánda og síðasta umferð Pepsi-deildar kvenna fór fram á laugardaginn. Breiðablik vann 3-0 sigur á ÍBV og náði þar með þeim frábæra árangri að fara taplaust í gegnum tímabilið.
Blikar unnu 16 af 18 leikjum sínum og gerðu tvö jafntefli og töpuðu því aðeins fjórum stigum. Þetta er í annað sinn sem lið fer taplaust í gegnum tímabil eftir að liðum í efstu deild kvenna var fjölgað í tíu árið 2008 en Stjarnan átti fullkomið tímabil 2013 þegar Garðbæingar unnu alla 18 leikina.
Blikakonur skoruðu flest mörk allra liða í Pepsi-deildinni í sumar (51) og fengu einungis fjögur mörk á sig.
Það þarf að fara alveg aftur til ársins 1996 til finna jafn góðan varnarárangur hjá liði í efstu deild kvenna, en fyrir 19 árum fékk Breiðablik aðeins á sig þrjú mörk þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð.
Þess ber þó að geta að 1996-lið Breiðabliks lék aðeins 14 leiki í deildinni, samanborið við 18 deildarleiki hjá Blikaliðinu í ár.
Á toppnum eins og kvennadeild Breiðabliks
Tengdar fréttir

Breiðablik tekur við Íslandsmeistarabikarnum | Myndaveisla
Íslandsmeistaratitillinn í Pepsi-deild kvenna fór á loft í dag, en Breiðablik hampaði titlinum eftir 3-0 sigur á ÍBV á Kópavogsvelli í dag.

Fanndís fékk gullskóinn
Fanndís Friðriksdóttir varð markahæst í Pepsi-deild kvenna og hreppti þar af leiðandi Gullskóinn eftirsótta. Gullskóinn hlýtur sú markahæsta í Pepsi-deildinni, en einnig er silfur- og bronsskórinn veittur.

Með sprengjuna í blóðinu
Fanndís Friðriksdóttir varð Íslandsmeistari með Breiðabliki eftir tíu ára bið. Hún á gullskóinn vísan og segist vera þroskaðri leikmaður nú en áður. Í viðtali við Fréttablaðið fer hún yfir tímabilið hjá sér og liðinu og segir frá töframanninum sem á sinn þátt í titlinum.

Umfjöllun og myndir: Þór/KA - Breiðablik 1-2 | Tíu ára bið Blika á enda
Breiðablik eru Íslandsmeistarar eftir 10 ára bið. Þetta var ljóst eftir 1-2 endurkomusigur Blika á Þór/KA fyrir norðan í kvöld.