Ráðlagt að segja ekki frá myglusvepp Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2015 07:00 Að meðaltali hringir einn leigjandi á dag í Leigjendasamtökin vegna vandamála með svepp og raka. vísir/andri marinó Gerði Harðardóttur var eindregið ráðlagt að leigja út íbúð sína eða selja hana, jafnvel án þess að taka fram að í henni hefði verið heilsuspillandi myglusveppur. Hún segir að reynsla hennar sýni vel að myglusveppur og veikindi vegna hans séu ekki tekin nógu alvarlega og óskar eftir yfirvegaðri og málefnalegri umræðu.Í Fréttablaðinu á föstudag var fjallað um leigutaka sem lenda í vandræðum vegna myglusvepps og leigusala sem segja ekki frá sveppnum við útleigu. Atvikin eru fjölmörg og segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna, um það bil eitt símtal koma á dag vegna svepps, raka og heilsufarsvandamála vegna bágs ástands á leiguhúsnæði. „Varlega áætlað hafa um hundrað mál komið upp frá áramótum og um einn af hverjum tíu bregst við og stendur á rétti sínum,“ segir Hólmsteinn. Reynsla Gerðar sýnir málin frá hlið leigusalans en hún þurfti að flytja út úr íbúð sinni vegna alvarlegra veikinda af völdum myglusvepps. Í kjölfar þess kom það Gerði á óvart hve lítil þekking er á þessum málum, en henni var ítrekað ráðlagt að leigja íbúðina út, þótt ekki væri búið að fastákveða framkvæmdir við sameignina, hvað þá ljúka þeim, en hún segir algjört grunnatriði að koma í veg fyrir upptök raka og myglu ef ekki eigi illa að fara.Hólmsteinn Brekkan„Jafnvel þótt það sé ekki sjálfgefið að maður veikist í húsnæði með myglusvepp þá gat ég ekki hugsað mér að setja heilsu og innbú fólks í hættu,“ segir Gerður. Íbúðin fór ekki í leigu fyrr en búið var að brjóta úr veggjum, hreinsa og framkvæmdir komnar langt á veg og hún var fullvissuð um það af fagaðilum að það væri óhætt. Gerður segir mörgum hafa fundist sjálfsagt að hún seldi eða leigði íbúðina út, án þess að láta væntanlega íbúa vita um að þar hefðu komið upp vandamál tengd raka og myglu.Gerður Harðardóttir, leigusali„Það kom bara aldrei nokkurn tímann til greina af minni hálfu að vera ekki hreinskilin varðandi þetta við mína leigjendur, ef eitthvað var þótti ég ofursamviskusöm varðandi þetta atriði. Ég lét setja sérstakt ákvæði í leigusamninginn en þar segir: Ef leigjendur finna fyrir heilsutengdum óþægindum í íbúðinni verður aðeins um mánaðar uppsagnarfrest að ræða. Mér er sagt að þetta sé nær algjört einsdæmi meðal leigusala en ég vil benda á þennan möguleika. Ég held að það hljóti að vera farsælast fyrir alla að lokum. Maður vill að fasteignin sín sé í lagi, þetta er aleiga manns,“ segir Gerður og bendir líka á að leigusala beri að halda húsnæðinu í íbúðarhæfu ástandi samkvæmt lögum. Ef leigusalar bregðast þeirri skyldu geta þeir fengið á sig málsókn og verið bótaskyldir. Tengdar fréttir Leigusalar fela myglusvepp Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum. 11. september 2015 07:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Gerði Harðardóttur var eindregið ráðlagt að leigja út íbúð sína eða selja hana, jafnvel án þess að taka fram að í henni hefði verið heilsuspillandi myglusveppur. Hún segir að reynsla hennar sýni vel að myglusveppur og veikindi vegna hans séu ekki tekin nógu alvarlega og óskar eftir yfirvegaðri og málefnalegri umræðu.Í Fréttablaðinu á föstudag var fjallað um leigutaka sem lenda í vandræðum vegna myglusvepps og leigusala sem segja ekki frá sveppnum við útleigu. Atvikin eru fjölmörg og segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna, um það bil eitt símtal koma á dag vegna svepps, raka og heilsufarsvandamála vegna bágs ástands á leiguhúsnæði. „Varlega áætlað hafa um hundrað mál komið upp frá áramótum og um einn af hverjum tíu bregst við og stendur á rétti sínum,“ segir Hólmsteinn. Reynsla Gerðar sýnir málin frá hlið leigusalans en hún þurfti að flytja út úr íbúð sinni vegna alvarlegra veikinda af völdum myglusvepps. Í kjölfar þess kom það Gerði á óvart hve lítil þekking er á þessum málum, en henni var ítrekað ráðlagt að leigja íbúðina út, þótt ekki væri búið að fastákveða framkvæmdir við sameignina, hvað þá ljúka þeim, en hún segir algjört grunnatriði að koma í veg fyrir upptök raka og myglu ef ekki eigi illa að fara.Hólmsteinn Brekkan„Jafnvel þótt það sé ekki sjálfgefið að maður veikist í húsnæði með myglusvepp þá gat ég ekki hugsað mér að setja heilsu og innbú fólks í hættu,“ segir Gerður. Íbúðin fór ekki í leigu fyrr en búið var að brjóta úr veggjum, hreinsa og framkvæmdir komnar langt á veg og hún var fullvissuð um það af fagaðilum að það væri óhætt. Gerður segir mörgum hafa fundist sjálfsagt að hún seldi eða leigði íbúðina út, án þess að láta væntanlega íbúa vita um að þar hefðu komið upp vandamál tengd raka og myglu.Gerður Harðardóttir, leigusali„Það kom bara aldrei nokkurn tímann til greina af minni hálfu að vera ekki hreinskilin varðandi þetta við mína leigjendur, ef eitthvað var þótti ég ofursamviskusöm varðandi þetta atriði. Ég lét setja sérstakt ákvæði í leigusamninginn en þar segir: Ef leigjendur finna fyrir heilsutengdum óþægindum í íbúðinni verður aðeins um mánaðar uppsagnarfrest að ræða. Mér er sagt að þetta sé nær algjört einsdæmi meðal leigusala en ég vil benda á þennan möguleika. Ég held að það hljóti að vera farsælast fyrir alla að lokum. Maður vill að fasteignin sín sé í lagi, þetta er aleiga manns,“ segir Gerður og bendir líka á að leigusala beri að halda húsnæðinu í íbúðarhæfu ástandi samkvæmt lögum. Ef leigusalar bregðast þeirri skyldu geta þeir fengið á sig málsókn og verið bótaskyldir.
Tengdar fréttir Leigusalar fela myglusvepp Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum. 11. september 2015 07:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Leigusalar fela myglusvepp Fjölmörg dæmi eru um leigjendur sem hrekjast út úr íbúðum vegna veikinda af völdum myglusvepps. Framkvæmdastjóri Leigusamtakanna segir sárlega skorta eftirlit með leigumarkaðnum. 11. september 2015 07:00