Fjárheimildir skornar niður um 32 milljónir króna milli ára Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. september 2015 07:00 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að ráðning tveggja nýrra saksóknara myndi kosta 26 milljónir. vísir/pjetur Gert er ráð fyrir að fjárheimildir til ríkissaksóknara lækki um 31,8 milljón króna að raungildi í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Lögð er til 50 milljóna króna lækkun vegna verkefna sem færast frá ríkissaksóknara til nýs embættis héraðssaksóknara með breyttri skipan ákæruvalds. Í öðru lagi er gert ráð fyrir 20 milljóna króna framlagi sem lýtur að eflingu embættisins með tveimur nýjum stöðugildum, meðal annars vegna eftirlits með rannsóknum og meðferð ákæruvalds, eftirlits með hlustunum og sérstökum rannsóknaraðferðum, vinnslu tölfræðiupplýsinga ákæruvaldsins, menntunar og þjálfunar ákærenda og alþjóðlegra samskipta. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að önnur af tveimur meginforsendum með stofnun embættis héraðssaksóknara hafi verið að efla embætti ríkissaksóknara. „Ríkisendurskoðun var búin að skoða málin hjá okkur og komst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að það væri varhugavert að skera niður,“ segir Sigríður. Í umræddri skýrslu gagnrýnir Ríkisendurskoðun að á árunum 2009 til 2015 hafi sérstakur saksóknari fengið fimmfalt hærri upphæð af fárlögum en ríkissaksóknari , eða 5,5 milljarða á móti 1,1 milljarði. Nánast öll sakamál í landinu séu á könnu ríkissaksóknara, auk þess sem embættið gegni umfangsmiklu eftirlits- og samræmingarhlutverki. Sigríður Friðjónsdóttir segir að með tilkomu héraðssaksóknaraembættisins muni stór hluti af verkefnum frá ríkissaksóknara fara til nýja embættisins. Á móti komi að mörg ný verkefni bætist við. Til dæmis í formi kærumála sem verða mörg hundruð. Hún býst til dæmis við því að stór hluti þeirra kynferðisbrotamála sem héraðssaksóknari kemur til með að fella niður verði kærður til ríkissaksóknara. „Það er mjög mikil vinna í þeim málum.“ Þá bendir Sigríður á að gert sé ráð fyrir því í fjárlögunum að 20 milljóna framlag verði nýtt til þess að ráða í tvö ný stöðugildi. „En málið er það að tveir starfsmenn kosta 26 milljónir,“ segir hún og vonast til að þarna hafi bara orðið reiknivilla sem verði leiðrétt á meðan fjárlagafrumvarpið er í meðförum þingsins. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir að fjárheimildir til ríkissaksóknara lækki um 31,8 milljón króna að raungildi í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Lögð er til 50 milljóna króna lækkun vegna verkefna sem færast frá ríkissaksóknara til nýs embættis héraðssaksóknara með breyttri skipan ákæruvalds. Í öðru lagi er gert ráð fyrir 20 milljóna króna framlagi sem lýtur að eflingu embættisins með tveimur nýjum stöðugildum, meðal annars vegna eftirlits með rannsóknum og meðferð ákæruvalds, eftirlits með hlustunum og sérstökum rannsóknaraðferðum, vinnslu tölfræðiupplýsinga ákæruvaldsins, menntunar og þjálfunar ákærenda og alþjóðlegra samskipta. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að önnur af tveimur meginforsendum með stofnun embættis héraðssaksóknara hafi verið að efla embætti ríkissaksóknara. „Ríkisendurskoðun var búin að skoða málin hjá okkur og komst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að það væri varhugavert að skera niður,“ segir Sigríður. Í umræddri skýrslu gagnrýnir Ríkisendurskoðun að á árunum 2009 til 2015 hafi sérstakur saksóknari fengið fimmfalt hærri upphæð af fárlögum en ríkissaksóknari , eða 5,5 milljarða á móti 1,1 milljarði. Nánast öll sakamál í landinu séu á könnu ríkissaksóknara, auk þess sem embættið gegni umfangsmiklu eftirlits- og samræmingarhlutverki. Sigríður Friðjónsdóttir segir að með tilkomu héraðssaksóknaraembættisins muni stór hluti af verkefnum frá ríkissaksóknara fara til nýja embættisins. Á móti komi að mörg ný verkefni bætist við. Til dæmis í formi kærumála sem verða mörg hundruð. Hún býst til dæmis við því að stór hluti þeirra kynferðisbrotamála sem héraðssaksóknari kemur til með að fella niður verði kærður til ríkissaksóknara. „Það er mjög mikil vinna í þeim málum.“ Þá bendir Sigríður á að gert sé ráð fyrir því í fjárlögunum að 20 milljóna framlag verði nýtt til þess að ráða í tvö ný stöðugildi. „En málið er það að tveir starfsmenn kosta 26 milljónir,“ segir hún og vonast til að þarna hafi bara orðið reiknivilla sem verði leiðrétt á meðan fjárlagafrumvarpið er í meðförum þingsins.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira