Innlent

Hefndarklám notað til að kúga

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar vísir/anton brink
Lögreglu hafa borist tvær tilkynningar á síðustu tveimur árum um tilvik þar sem hefndarklám er notað til kúgunar, hvort sem það er til að fá viðkomandi til að samþykkja kynferðislegt samneyti eða láta af hendi fjármuni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um mat á skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi.

„Þetta gefur bersýnilega í ljós og sýnir mikilvægi þess að koma böndum á þessa glæpi og það að lögin í dag nái ekki utan um þetta,“ segir Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar. Björt er fyrsti flutningsmaður frumvarps um breytingar á almennum hegningarlögum sem miða að því að gera birtingu, vörslu og sköpun hefndarkláms refsiverða.

„Þessi nýi veruleiki sem samfélagsmiðlar eiga stóran þátt í kennir okkur og er að sýna okkur að lögin eins og þau eru núna eru ekki fullnægjandi,“ segir Björt.

„Við erum alltaf að sjá það meir og meir að lögin eru ekki í takt við það sem við sjáum í því samfélagi sem við lifum í og það þarf að uppfæra þau,“ bætir Björt við. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×