Innlent

Segist ekki hafa orðið var við ónægju með ákvörðun Hönnu Birnu

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki hafa orðið var við óánægju með ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að gefa áfram kost á sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi.

Þetta kom fram í viðtali við Bjarna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sigurjón M. Egilsson þáttastjórnandi spurði Bjarna hvort það væri rétt að lagt væri að Hönnu Birnu að hætta við að gefa kost á sér áfram og hleypa nýrri manneskju að í varaformanninn en nokkuð hefur verið lagt að Ólöfu Nordal að gefa kost á sér.

„Ég held að það sé engin hefð fyrir því að formenn flokksins séu að lýsa því yfir hverjir eigi að gegna öðrum embættum,“ sagði Bjarni. „En ég hef sagt það að ég treysti mér til að starfa með Hönnu Birnu, já já. Og ég held að landsfundurinn vilji ekki að menn séu eitthvað að hlutast til um það hvernig kosning sem fram fer á fundinum eigi að enda.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×