Færri komust að en vildu á frumsýningu Þrasta í Toronto Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2015 15:06 Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson ásamt Atla Óskari Fjalarssyni og Rakel Björk Björnsdóttur sem eru aðalleikarar Þrasta, ásamt Ingvari E Sigurðssyni Færri komust að en vildu þegar kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir, var frumsýnd í gærkvöldi á kvikmyndahátíðinni Toronto International Film Festival í Kanada. Er uppselt á fleiri sýningar myndarinnar á hátíðinni. Bandaríski fjölmiðillinn The Hollywood Reporter hefur birt gagnrýni um myndina. Gagnrýnandinn telur Þresti vera hina dæmigerðu þroskasögu þar sem ekki mikið kemur á óvart framan af. Viðbrögðin verða því enn meiri þegar söguþráður myndarinnar tekur óvænta stefnu í tvígang.Gunnar Óskarsson, Kjartan Sveinsson, Rúnar Rúnarsson, Atli Óskar Fjalarsson, Mikkel Jersin og Rakel Björk BjörnssdóttirGagnrýnandinn telur Rúnar Rúnarsson halda velli frá fyrstu kvikmynd sinni, Eldfjall, með vandaða nálgun á hversdagslegu umhverfi. Myndin var tekin upp á Flateyri og er sjávarþorpið og fjallgarðurinn í kring sögð fullkomna upplifun áhorfenda og spila stórt hlutverk. Einnig kemur gagnrýnandinn inn á sérsamda kvikmyndatónlist Kjartans Sveinssonar, fyrrverandi hljómborðsleikara Sigur Rósar, sem hann segir einstaklega fallega. Þrestir er dramatísk mynd sem fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Í aðalhlutverkum eru Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurdsson, Rakel Björk Björnsdóttir , Kristbjörg Kjeld og Rade Serbedzija. Þrestir eru framleiddir af Nimbus Ísland og Nimbus film í samvinnu við Pegasus og MPfilms. Myndin er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, danska kvikmyndasjóðnum, norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum, króatíska kvikmyndasjóðnum, Iðnaðarráðuneytinu og ísamvinnu við Senu, RÚV, TV2 í Danmörku og SF í Danmörku. Þrestir koma í almennar sýningar 16. október á vegum Senu. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Franskt sölu og dreifingarfyrirtæki tryggir sér Þresti Franska sölu og dreifingarfyrirtækið Versatile Films hefur tryggt sér réttinn á nýjustu kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir. 24. ágúst 2015 10:30 Þrestir í aðalkeppni San Sebastián-hátíðar Mynd Rúnars Rúnarssonar fær mikla athygli. 10. ágúst 2015 07:00 Glæný stikla úr Þröstum frumsýnd á Vísi Myndin fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. 28. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Færri komust að en vildu þegar kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir, var frumsýnd í gærkvöldi á kvikmyndahátíðinni Toronto International Film Festival í Kanada. Er uppselt á fleiri sýningar myndarinnar á hátíðinni. Bandaríski fjölmiðillinn The Hollywood Reporter hefur birt gagnrýni um myndina. Gagnrýnandinn telur Þresti vera hina dæmigerðu þroskasögu þar sem ekki mikið kemur á óvart framan af. Viðbrögðin verða því enn meiri þegar söguþráður myndarinnar tekur óvænta stefnu í tvígang.Gunnar Óskarsson, Kjartan Sveinsson, Rúnar Rúnarsson, Atli Óskar Fjalarsson, Mikkel Jersin og Rakel Björk BjörnssdóttirGagnrýnandinn telur Rúnar Rúnarsson halda velli frá fyrstu kvikmynd sinni, Eldfjall, með vandaða nálgun á hversdagslegu umhverfi. Myndin var tekin upp á Flateyri og er sjávarþorpið og fjallgarðurinn í kring sögð fullkomna upplifun áhorfenda og spila stórt hlutverk. Einnig kemur gagnrýnandinn inn á sérsamda kvikmyndatónlist Kjartans Sveinssonar, fyrrverandi hljómborðsleikara Sigur Rósar, sem hann segir einstaklega fallega. Þrestir er dramatísk mynd sem fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Í aðalhlutverkum eru Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurdsson, Rakel Björk Björnsdóttir , Kristbjörg Kjeld og Rade Serbedzija. Þrestir eru framleiddir af Nimbus Ísland og Nimbus film í samvinnu við Pegasus og MPfilms. Myndin er styrkt af Kvikmyndamiðstöð Íslands, danska kvikmyndasjóðnum, norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum, króatíska kvikmyndasjóðnum, Iðnaðarráðuneytinu og ísamvinnu við Senu, RÚV, TV2 í Danmörku og SF í Danmörku. Þrestir koma í almennar sýningar 16. október á vegum Senu.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Franskt sölu og dreifingarfyrirtæki tryggir sér Þresti Franska sölu og dreifingarfyrirtækið Versatile Films hefur tryggt sér réttinn á nýjustu kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir. 24. ágúst 2015 10:30 Þrestir í aðalkeppni San Sebastián-hátíðar Mynd Rúnars Rúnarssonar fær mikla athygli. 10. ágúst 2015 07:00 Glæný stikla úr Þröstum frumsýnd á Vísi Myndin fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. 28. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Franskt sölu og dreifingarfyrirtæki tryggir sér Þresti Franska sölu og dreifingarfyrirtækið Versatile Films hefur tryggt sér réttinn á nýjustu kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Þrestir. 24. ágúst 2015 10:30
Þrestir í aðalkeppni San Sebastián-hátíðar Mynd Rúnars Rúnarssonar fær mikla athygli. 10. ágúst 2015 07:00
Glæný stikla úr Þröstum frumsýnd á Vísi Myndin fjallar um 16 ára pilt, sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. 28. ágúst 2015 12:00
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein