Bíó og sjónvarp

Weinstein-bræðurnir tryggja sér sýningarréttinn að Ófærð

Birgir Olgeirsson skrifar
Aðalhlutverk í Ófærð er í höndum Ólafs Darra.
Aðalhlutverk í Ófærð er í höndum Ólafs Darra.
Bandaríska fyrirtækið The Weinstein Company hefur tryggt sér sýningarréttinn að íslensku glæpaþáttaröðinni Ófærð í Bandaríkjunum. Að Weinstein-fyrirtækinu standa bræðurnir Bob og Harvey Weinstein sem eru kvikmynda unnendum að góðu kunnir. Bræðurnir stofnuðu fyrirtækið Miramax-films árið 1979 en í tíð þeirra hjá The Weinstein Company og Miramax hafa þeir hlotið 341 Óskarstilnefningu og unnið 81 Óskarsverðlaun.

Frá árinu 2005 hefur The Weinstein Company gefið út myndir á borð við Inglourious Basterds, The Kings Speech, The Artist, The Master, Silver Linings Playbook, Django Unchained, Philomena, The Imitation Game, The Reader og Vicky Cristina Barcelona, svo dæmi séu tekin.

Weinstein-fyrirtækið státar af nokkrum sjónvarpsverkefnum sem hafa verið tilnefnd til níu Emmy-verðlauna árið 2013 og fimm árið 2014.

Þættirnir segja frá líkfundi í íslenskum bæ í þann mund sem óveður skellur og lamar allar samgöngur. Það gerir það að verkum að íbúarnir eru veðurtepptir í bænum á meðan rannsóknin stendur yfir.


Tengdar fréttir

Ófærð sýnd á RIFF

Lokamynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, í ár verða fyrstu tveir þættirnir af Ófærð






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.